— GESTAPÓ —
Forseti
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 4/12/04
Tvær áréttingar úr lagasafni.

Ég tel mér skylt að minna ykkur á tvö atriði úr lagasafni. Að gefnu tilefni.

Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum:
[Hér sleppi ég nokkrum atriðum til að spara ykkur óþarfa lestur.]

9. gr. [...] Við veiðar er m.a. óheimilt að nota:
[listi] [atriði]8. Rafbúnað sem getur drepið eða rotað. [/atriði] [atriði]9. Segulbandstæki og aðra rafknúna hljóðgjafa. [/atriði]
[atriði]12. Spegla eða annan búnað sem blindar. [/atriði]
[atriði]13. Búnað til þess að miða í myrkri með rafeindatækjum er stækka eða breyta ímyndinni. [/atriði]
[atriði]14. Sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar fjölskotabyssur og hálfsjálfvirk skotvopn, með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö skothylki. [/atriði]
[atriði]15. Lifandi dýr sem bandingja. [/atriði][/listi]

Þessari þörfu lesningu beini ég til óþokkans sem ég sá uppi í Öskjuhlíð í gær. Hann var þar vopnaður vígalegri vélbyssu með allstórum kíki, hafði komið sér fyrir skammt frá holu í jörðinni og hafði sett upp risastóran spegil sem hann beindi ljóskastara að svo glampaði á. Þá hafði hann í seilingarfjarlægð nokkurþúsund volta rafkylfu og honum til halds og trausts var risavaxinn órólegur minkur, í bandi. Hafið í huga, lesendur góðir, að kanínur hafa líka tilfinningar og að slík veiðimennska brýtur í bága við lög.

Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu:

29. gr. Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað. Heimilt er og kirkjugarðsstjórn að friða leiði ef þar eru smekkleg minnismerki að mati hennar og þeim vel við haldið eða af öðrum ástæðum.

Þetta seinna atriði er mikilvægt. Ég vil minna ykkur, kæru lesendur, á að fá ykkur sómasamlegan og umfram allt smekklegan legstein. Annars eigið þið á hættu að fá óvænta heimsókn í holuna eftir 75 ár.

Lifið heil.

   (1 af 2)  
4/12/04 20:01

Hakuchi

Er hr. Forseti lögfræðingur að mennt.

Gæti haft not fyrir slíkan til ráðgjafar.

4/12/04 20:01

Dalai Lama

Sem villt spendýr er mér léttir að lesa þetta.

4/12/04 20:02

Gröndal

Hæstvirtur Forseti, ég hef orðið!

4/12/04 20:02

Galdrameistarinn

Vér vítum herra Gröndal og vörpum honum í fang Frella

4/12/04 21:01

Lómagnúpur

Gilda ekki sérstakar reglum um eyðingu meindýra? Mér skilst að menn séu ekki mjög sportlegir við grenjalegu.

5/12/04 11:01

Forseti

Ég er ekki lögfræðimenntaður að mennt, miklu fremur að upplagi.

Það gilda sérreglur um eyðingu meindýra jú, þau má svæla út og sprengja í loft upp.

Forseti:
  • Fæðing hér: 11/11/03 13:15
  • Síðast á ferli: 9/8/05 18:29
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ég er Forseti. Ég ræð.
Fræðasvið:
Lög, reglugerðir, þingsályktunartillögur, frumvörp, nefndarálit.
Æviágrip:
Fannst í kjallara Alþingishússins 17. júní árið 1944. Hef verið þar æ síðan.

Hef sinnt nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir ýmsa flokka.