— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/12/04
Baggalútsbrölt

Allar almennar reglur um stuðla, rím og hverslags ljóðaform brotnar endurtekið, en reynt að halda í við sjálftamdar reglur.

Þetta á sér stoð í raunveruleikanum og hefur kannski skéð einum of oft.

Klukkan varð fjögur,
komin nótt,
á Baggalút hýrðist,
skrýtin sótt.

Með blóðrauð augu,
starði á skjá,
fingurnir potuðu,
lyklaborð á.

Er umferðin hætti,
hann lagðist í rúm,
en stillti þó klukku,
er vakti við húm.

Rankaði við sér,
spennan hafði valdið,
Á tölvunni kveikti,
og á Baggalút haldið.

Dagurinn eyddist,
áður en hann vissi af,
hélt ótrauður áfram,
með áfergju ritaði staf.

Klukkan varð fjögur,
komin nótt,
á Baggalút hýrðist,
skrýtin sótt.

   (16 af 23)  
1/12/04 22:01

Nornin

*Brestur í grát*
Já ég þjáist af þessu líka...

1/12/04 22:01

Þarfagreinir

Mjög skrýtin sótt ...

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Herra kolfinnur Kvaran oft má satt kjurt lyggja, þú hefur sprengt sápukúlu sjálfsblekkingarinnar, þetta er rosalegt, hvernig veður er úti og hvaða dagur er í dag. Ó mig auman.

1/12/04 22:02

kolfinnur Kvaran

Jú ég vankaði einmitt við mér í gær þegar ég frétti að það væri kominn bóndadagur! Og ég sem á enn eftir að sprengja!

1/12/04 22:02

kolfinnur Kvaran

rankaði* vankaði??

1/12/04 22:02

Skabbi skrumari

Úff... þetta er hörð speki... salút

1/12/04 22:02

Vímus

Æjá það er víst engin lækning til við þessu. Ég er óskaplega þakklátur fyrir að vera ekki einn um kvillann

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Og alltaf fundur í gangi muhahaha

1/12/04 23:00

Ívar Sívertsen

Er þetta þá ekki BA, Baggalútur anonymous?

1/12/04 23:00

Nornin

*Flissar og stendur upp*
Ég er Nornin og ég er Baggalútssjúklingur...

1/12/04 23:00

kolfinnur Kvaran

*klappar og tekur í höndina á N0rninni*

1/12/04 23:00

Ívar Sívertsen

Ég heiti ekki Ívar Sívertsen og er Baggalútssjúklingur og er eiginlega bara stoltur af því!

1/12/04 23:00

Nornin

*óskar Ívari til hamingju með að viðurkenna ekki vandamálið*

1/12/04 23:00

Jóakim Aðalönd

*Stendur upp* Ég heiti Jóakim og ég er alk... , ég meina Baggalútssjúklingur.

1/12/04 23:01

Ívar Sívertsen

Halló Jóakim

1/12/04 23:01

Skabbi skrumari

*situr sem fastast í afneitun* ... ég er hérna fyrir misskilning... ég er ekki Baggalútssjúklingur...

1/12/04 23:01

Ívar Sívertsen

Þú átt eftir að koma út úr lyklaborðinu. Þér mun líða miklu betur. Þú ert bara í afneitun... þú heldur að þú sért rauntímamaður en ert bara Baggalútssjúklingur. Þú verður að koma út úr lyklaborðinu og vera eins og við hin sem hegðum okkur svona.

1/12/04 23:01

Hexia de Trix

Ég stend með Skabba, ég er ekkert Baggalútssjúklingur! *Sér bara flísina en tekur ekki nótis á bjálkanum*

1/12/04 23:01

Vímus

Þið eruð engan veginn tilbúin fyrir neina meðferð. Farið öll yfir á kveðist á og finnið ykkar botn!

1/12/04 23:02

Vladimir Fuckov

Kveðskap þennan var gaman að lesa. Að öðru leyti harðneitum vér að tjá oss um þetta mál [Setur upp afneitunarþrjóskusvip]

2/12/04 02:00

Melkorkur

ég á það til að kunna ekki að skrifa.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.