— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/03
Árans kvalir og pína!

Þar sem Kolfinnur á heima er kalt og blautt í dag.

Þá er hafið hið (næstum) árlega vetrarhret. Fyrir mitt leyti þá finnst mér þetta hvíta gums óþarfi. Að vísu kemur það að notum 2-3 daga á ári. Í kringum jólin er ágætt að hafa vott af hvítum snjó svona upp á stemminguna. Hins vegar er þetta alltaf annaðhvort á undan eða eftir áætlum. Oftar en ekki þá fellur þetta til jarðar eftir hátíðina, eða eins og í þessu tilfelli er alltof snemma á ferðinni. Þegar upp rennur 4. dagur í aðventu þá er bókað mál að þessi snjór sem hylur jörðina núna verður orðinn að hinu besta skautasvelli. Yndislega hagkvæmt þegar umferðin og pirringurinn er mestur í fólki. Ný komið út úr búðum með fullt fangið af jólagjöfum, rennur mannfjöldinn á rassgatið. Gjafirnar þeytast upp í loft, ofan á pirringinn yfir því að vera nýbúið að spreða peningunum sínum í gjafir, bætist aumur rass og frostbitnar kinnar.

Alltaf þegar snjórinn lætur sjá sig kemur hann í akkurat jafn miklu magni og þarf til að setja almennar samgöngur úr skorðum, ekki of lítið og ekki of mikið. Afhverju, þegar þetta kvikindi lætur sjá sig á annað borð, getur þá ekki komið vænn skammtur? Fyrst hann þarf að setja líf manns úr skorðum á annað borð? Þetta væri í lagi ef maður fengi nóg af honum í einu. Það væri skemmtileg tilbreyting að fá að grafa sig út úr húsinu svona 1 sinni á ári. Gengið upp á þaki nágrannans. Það myndi létta starf hins ameríska jólasveins um mörg handtök. Hann fitnar eins og aðrir kanar gæti því vel þegið smá aðstoð á nokkura ára fresti. En nei. Alltaf skal bölvaðan snjóin leggja akkurat of lágt, eða akkurat of hátt. Eini yndisaukinn sem maður hefur af honum, er að þurfa að skipta um sokka með reglulegu millibili. Kannski er það vel þegið af sumum, en ekki mér. Fyrst snjórinn verður valdur að því að ég þurfi að skipta um sokka, þá vil ég þurfa að skipta um bol líka.

Mikinn snjó eða engan snjó!

   (21 af 23)  
1/11/03 18:01

Vamban

Engann snjó, takk!

2/12/04 02:02

Melkorkur

Sammála fyrri ræðumanni

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.