— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Innlegg

Hvenær er mál að hætta?

Samkvæmt nýjustu tölum endurskoðanda Baggalúts-samsteypunnar hef ég nú 6666 sinnum lagt orð í belg hér á þessum vettvangi. Þessi tala er svo undurfögur að ég fæ ekki af mér að spilla henni með einu orði til, því þá sæi ég mig tilneydda til að senda 1111 innlegg í viðbót. Til þess hef ég hvorki tíma né löngun.

Allt sem ég hef að segja við Bagglýtinga (sem er svosem fátt) verður því að birtast í félagsritum.

Þetta leitar helst á huga minn í dag:

Hr. og frú Enter: Innilega til hamingju með dótturina. Megi hún líkjast móður sinni í einu og öllu og verða gæfumanneskja.

Vladimir: Skál!

Hilmar Harðjaxl: Í guðs bænum greiddu þér, drengur!

Barbie: Finnum lausa stund til skrafs og ráðagerða í desember; jólafötin kaupa sig jú ekki sjálf.

Herbjörn: Amen.

Haraldur Austmann: Hjúkrunakonurnar eru ekki að reyna að ræna þig aleigunni. Hættu nú að berja þær með göngugrindinni og skvetta úr koppnum yfir karlgreyið í næsta rúmi.

Hakuchi: Consuela kemst ekki lengur yfir allt sem gera þarf. Esperanza er tilbúinn að hefja störf á ný um leið og desemberlaunin síðustu verða greidd.

Golíat: Bið að heilsa þér, gamli refur.

Dr. Zoidberg: Áttu eitthvað við fuglaflensu?

Annað var það ekki.
Góðar stundir.

P.S. Góðar kveðjur til þín, Skabbi minn, hvar sem þú ert.

P.S.S. Allt þetta skrifaði ég í bríaríi áður en ég las gagnmerkan þráð um ritstýringu félagsrita. Nú er þetta dagbókarbrot afspyrnu ómerkilegt og óáhugavert í sjálfu sér - en best að nota tækifærið og skrifa tóma tjöru áður en grimmir ritstjórar taka öll völd af ritóðum Bagglýtingum.

   (2 af 59)  
1/11/04 11:01

Vladimir Fuckov

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk og býður viðstöddum]

Vjer vekjum síðan athygli á því að talan 6666 gæti einhverntíma lækkað eilítið detti einhverjum einhverntíma í hug að henda gömlum þráðum hjer [Leitar að gömlum, ljelegum þráðum því eigi er gaman ef drottningin hættir alveg að tjá sig í formi innleggja].

1/11/04 11:01

Steinríkur

Það er um að gera að halda áfram .

Hvað heldurðu að þú verðir annars lengi að komast upp í 66666?

1/11/04 11:01

Vladimir Fuckov

Einnig væri hægt að fá ritstjórnina til að birta innleggjafjöldann í 'hex' [Ljómar upp]. Það er talnakerfi með 16 sem grunn í stað 10 og er innleggjafjöldinn þá 1A0A. Það er eigi jafn fögur tala og 6666.

1/11/04 11:01

Sundlaugur Vatne

Blessuð vertu, Júlía mín, ekki láta staðar numið hér. Hugsaðu þér hvað 6789 er flott tala og þú verður ekki lengi að ná henni.

1/11/04 11:01

Limbri

Ég bið að heilsa þér líka.

-

1/11/04 11:01

Hilmar Harðjaxl

Greiða mér? Pff... Það er ekkert hart við greitt hár.

1/11/04 11:02

Offari

Vantar 111 innlegg.

Þá er best að stoppa?

1/11/04 11:02

Herbjörn Hafralóns

Þakka þér fyrir Júlía mín að muna eftir mér. Amen.

1/11/04 14:01

Dr Zoidberg

Fuglaflensa segirðu. Er það ekki bara einhver bóla sem gengur ifir, mér finnst krónískir sjúkdómar miklu skemmtilegri. En ef þú hefur einhverjar áhiggjur þá ættirður bara að taka lísi?

2/11/04 20:00

Leibbi Djass

Er ekki laust við að Leibbi Djass sakni þín smá svo.

Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.