— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/04
Fölsk játning

Svo virðist sem einhver eða einhverjir hafi lumað ólyfjan í morgunhressinguna mína. Þegar ég kom til sjálfs mín fyrir stundu rak ég augun í svokallaða Játningu mína og fylltist skelfingu. Enn meira sárnaði mér þó að sjá að nokkur maður skyldi trúa því að ég, merkisberi málvöndunar og fyrnsku (a.m.k. hvað varðar stíl og hugsun), gæti svívirt og saurgað minningu forfeðra minna og formæðra með því að skrifa eins og fáráður simpansi með ásjónu lausgyrtrar dræsu frá Ammrikku. Nei, í æðum mínum rennur blóð skáldjöfra og sagnameistara; ég er afkomandi Egils Skallagrímssonar, Sighvatar Þórðarsonar og frændanna Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, svo einhverjir séu nefndir. Ljóð Hallgríms Péturssonar eru mér á munni í svefni og vöku; Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thorarensen, Grímur Thomsen, Jón úr Vör, Jakobína Sigurðardóttir og Ólafur Jóhann Sigurðsson og ótal margir aðrir hafa auðgað anda minn og vakið mig til umhugsunar.

Nei, kæru Bagglýtingar, ég er sannarlega ekki Gelgjan.

   (11 af 59)  
3/12/04 23:01

Smábaggi

Ég trúði þér ekki. Ég sagði líka að ef þú værir hún þá myndi Gelgjan sjálf viðurkenna það. Asnar.

3/12/04 23:01

Júlía

Þú hefur aldrei svikið mig, Smábaggi minn. Vertu heima milli 5 og 6, ég sendi þér glaðning.

3/12/04 23:01

Vladimir Fuckov

Hmm...

3/12/04 23:01

Júlía

Ég get nú ekki annað en fyrirgefið þér, kæri Valdimir, svo sannfærandi var hin falska játning mín, þó ég segi sjálf frá. Æskilegt væri að þú létir kanna hvaða óvinir ríkisins og krúnunnar voru þarna að verki. Hver í dauðanum fékk mig t.d. til að borða morgunverð í morgun??

3/12/04 23:01

Vladimir Fuckov

Þjer eruð í vorum huga hjer með samt komnar í hóp erkihrekkjalóma vegna þessarar fölsku játningar (og best að taka skýrt fram að hrekkir geta verið skemmtilegir).

Já, þessi játning var afar sannfærandi. Þó var aðeins farið að hvarfla að oss að hún kynni að vera fölsk því gelgjan hefur verið talsvert á ferli eftir að játningin birtist.

Ítarlegar rannsóknir á nýlegum athöfnum óvina ríkisins standa yfir enda hefur margt grunsamlegt gerst, nýir gestir birst, aðrir horfið (verið rænt ?), enn aðrir hegðað sjer undarlega og svo er að koma eitthvað er nefnist 'páskar' á kolvitlausum árstíma.

3/12/04 23:01

Heiðglyrnir

Kæra Drottning , lítil sem engin tiltrú Riddarans, á meintri játningu, kemur fram í svari hans, við henni.

3/12/04 23:01

Júlía

Kæri riddari, auðvitað er ég engum reið, nema ófétinu sem byrlaði mér ólyfjanina og brenglaði með því óskeikula dómgreind mína.
Ætla mætti að ég hafi verið andsetin, svo fjarri eðli mínu er að segja ósatt að öllu jöfnu, en til allrar lukku hafði eitrið ekki áhrif á málkennd mína í meintri játningu.

3/12/04 23:01

Hakuchi

Ég hef einsett mér að finna þann skúrk sem byrlaði þér þessa ólyfjan. Hann er kominn efst á Listann. Ég mun ekki lífláta hann, hann mun eiga langa ævi í pyntingarklefanum. Skúrkurinn skal borga.

3/12/04 23:01

Vladimir Fuckov

Yður hlýtur að hafa verið byrluð ólyfjan en þá í gær en eigi í morgun. Vjer minnumst þess nefnilega núna að í einhverjum þræði í gær óttuðust þjer að vera ð veikjast, auk þess virðist samstarfsmanni yðar hafa verið byrlað eitur líka ef vjer munum rjett [Lætur rannsaka allar matarbirgðir forsetahallarinnar]

3/12/04 23:01

Júlía

Satt segið þjer, kæri Vladimir. Hið undarlega var þó, að eftir að eðlilegum vinnudegi lauk fylltist ég undarlegum lífsþrótti og vann eins og berserkur langt fram á kvöld.
Samstarfsmaður minn virðist hins vegar eðlilegur í dag. Þetta mál er allt hið undarlegasta og gott að vita til þess að bæði konungur og forseti gera sér fulla grein fyrir alvöru málsins og leita skýringa (og/eða hefnda).

3/12/04 23:01

Nornin

Æi en hvað eigum við að gera við þetta stelpuskott?
Hunsa hana? Stríða henni? Skammast út í hana?
Reyna að ala hana upp?
Ekkert af þessu virtist ganga með Söndru litlu Kim, sem segir mér að Sandra og Gelgjan séu af sama meiði sprottnar. Gamall púki í nýjum fötum.

Bauv tekur alla vegana alltaf tilsögn og vandar mál sitt eins og best hann getur, þó hann sé unglingur.
Enda finnst mér hann snillingur.

Þessar 2 eru óþolandi og ágætt að þú sért ekki á bak við þetta Júlía. Það hefði lýst örlítilli persónuleikaröskun.

3/12/04 23:01

Hakuchi

Þessar persónur bæta sig ekki einfaldlega af því þeir sem eru á bak við persónurnar hafa engan hug á því að bæta sig, þetta er bara karakter í þeirra augum. Ef þetta væru alvöru gelgjur, þá hefðu þær sýnt meiri viðleitni til að vanda sig eftir ábendingum, eða í það minnsta mótmælt slíkum aðförum.

3/12/04 23:01

Nornin

Það held ég líka... eins og ég sagði gamall púki í nýjum fötum. Spurningin er bara hver?

3/12/04 23:01

~*Gelgjan*~

öhhh skohh érr allvörru personna skohh

3/12/04 23:01

Júlía

Grallaraspóinn Enter. Hann hefur búið til þennan karakter til að auka aðsóknina á vefinn. Hann veit hvað fer í taugarnar á Bagglýtingum betur en nokkur annar.

3/12/04 23:01

~*Gelgjan*~

Hehe é væri aldrey etta greppitrýni

3/12/04 23:01

Júlía

Segjum tvær; við erum líklega ansi líkar inn við beinið, litla mín.

3/12/04 23:01

Órækja

Eins og kaninn segir "We need to sex this thing up"

Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.