— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 3/12/04
Sunnudagskaffi í Smáralind

Af örlæti Jóa Fel

Ég fékk mér kaffi og meðlæti hjá Jóa Fel í Smáralind um helgina. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá hvergi myndir af ægifögrum líkama hans eða bærilegu andliti á veggjum, gólfi, lofti eða borðum, að maður tali nú ekki um stólsetur.

Franska súkkulaðikakan sem ég fékk mér var undarlega þykk og ábúðarmikil, ólíkt flestum frönskum súkkulaðikökum sem á vegi mínum hafa orðið í áranna rás. Það var eins og hún hefði ofmetnast í bökun og neitað með öllu að falla saman eins og viðkvæmar súkkulaðikökur eiga að gera; efast um tilvist sína og eigin ágæti. Mín sneið var hnausþykk, staðföst og góð í byrjun, en þegar á leið minnti hún á steypuklessu og fór álíka vel í maga. Gulrótarkakan sem móðir mín fékk sér hefði með réttu átt að kallast Natronkaka (forheimskum til upplýsingar er natron notað í bakstur, hvaða hlutverki það þjónar veit ég ekki rétt vel, en móðir mín því betur). Að auki er Jói alltof rausnarlegur og kann sér ekkert hóf í örlæti sínu. Þannig sá ég að eldri hjón á næsta borði fengu tæpan fjórðung af Jóa Spes tertu, þó augljóst væri að þau gætu aldrei torgað nema örfáum bitum, enda hefur enginn gott af of miklum sætindum, síst karlmenn komnir vel yfir miðjan aldur.

Því segi ég: Meira af myndum, minni sneiðar.

   (14 af 59)  
3/12/04 07:01

Hakuchi

Það var kominn tími á að veitingahúsamenn borgarinnar færu aftur að skjálfa af hræðslu út af pistlum þínum. Glæsilegur pistill, uppfullur af beittu háði og skelegri gagnrýni.

Þá veit maður hvar ekki á að fá sér köku.

3/12/04 07:01

Finngálkn

Pervert! - Súkkulaði og nekt! - Bíddu þangað til vinir mínir í feministafélaginu heyra af þessu truntan þín!

3/12/04 07:01

Finngálkn

Annars held ég að Jói Féló sé farinn að smyrja barnalíunni í auknu mæli á kökurnar í staðinn fyrir eigið stell - þetta er ekki eðlilegt heilhveiti.

3/12/04 07:01

Hakuchi

Þú ert farinn að minna ískyggilega á Omegaone Finngálkn mitt.

3/12/04 07:01

Finngálkn

Þetta var nú spark í eistun Hakuchi...

3/12/04 07:01

Vladimir Fuckov

Svona gagnrýni hafði eigi sjest hjer lengi og vorum vjer farnir að sakna hennar. Var þetta því kærkominn lestur [Veltir fyrir sjer hversu margir veitingahúsamenn lesi Gestapó]

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

Auglýsum Gestapó í veitingabransanum!

3/12/04 07:01

Júlía

Hefði ritstjórn heilbrigðan metnað væri að sjálfsögðu búið að koma upp sérstakri veitingahúsasíðu fyrir lifandis löngu.

Annars er þetta nú frekar almennt nöldur og umþenking, en eiginlega gagnrýni, en þakka ykkur hlý orð, piltar.

3/12/04 07:01

Júlíus prófeti

Það er eitthvað svo vorlegt að lesa veitingahúsagagnrýni Júlíu. Það er að ég held að koma vor á Gestapó.

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

mæltu manna heilastur prófeti

3/12/04 07:01

Golíat

Júlía, ég gæti ekki verið meira ósammála svona generalt, almennt eru kökur, tertur og önnur sætindi alltof nískulega útilátin á veitingahúsum og myndir af karlmönnum upp um veggi slíkra stofnana er þeim ekki til framdráttar eða til að bæta lyst gesta..

3/12/04 07:01

Hakuchi

Kaldhæðni er þér framandi fyrirbæri, er það ekki Golíat?

3/12/04 07:01

Vestfirðingur

Gâteaux, Galette...bara kommar & kerlingar borða franskar kökur. Hörkutól velja Sachertorte.

3/12/04 07:01

Hakuchi

Neisko, er ekki gólhænan Westfirðingur mætt.

3/12/04 07:01

Vestfirðingur

Þú ert eins og herpes. Maður losnar aldrei almennilega við þetta.

3/12/04 07:01

Hakuchi

[Hlær]

3/12/04 07:01

bauv

Flottar myndir!

3/12/04 07:02

Dr Zoidberg

Loksins! LOKSINS! Aftur út að borða pistill fá frú Júlíu. Húrra!

3/12/04 07:02

Órækja

Út að borða með Drottningu, nýr þáttur á Skjá1.

3/12/04 07:02

Nornin

Skemmtileg hugmynd Órækja.
Ég myndi horfa á það... ekki eins og neinn myndi veita drottningunni samkeppni.

3/12/04 07:02

Jóakim Aðalönd

Ef Júlía væri með þátt, myndi ég ekki missa af einum einasta. Orð í tíma töluð, yðar hátign og gaman að sjá yður í essi yðar aftur. [Kýlir Finngálkn]

3/12/04 08:00

Heiðglyrnir

Hressandi, staðgóðir og sætir punktar. Hafðu þökk fyrir pistilinn.

3/12/04 08:01

Frelsishetjan

Ef að Jói Fel færi að sýna líkama sinn á staðnum þá væri sjálfkrafa hægt að kæra hann fyrir áreiti og misvísandi skilaboð. Fólk gæti nefnilega haldið að það sem fæst í þessu bakaríi væri hollt.

[Hugsar sig um.]

Ég skil. Sniðug hugmynd Júlía.
[brosir út að eyrum]

Ég sé fram á lotugræðgi eigi eftir að aukast...

3/12/04 08:01

Barbie

Sammála þessu Júlía, gæði umfram magn. Of mikið af Jóa Fel glansmyndum getur hins vegar valdið bráðum magaverkjum, erfitt að meta hvað átti við í þessu sambandi. Minna af öllu!

3/12/04 15:01

Ég sjálfur

Sammála Barbie.

Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.