— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 8/12/03
Vesturferðarvísur

Mosa og Pétur tréfótur kveðast á

Harmur var Hrímgrundi
að halda frá
Ísafold yfirgefa
ástvini kveðja
Alþreytt á Manhattan
millilending
fyrsti áfanginn
yfirstaðinn.

Mosa kom til landsins við Langey og keyrði úr Konungsfylki vestur til Manhattan-eyjar. Þar heyrðist karlmannsrödd kveða í haug einum við veginn:

Greenwich Village
Vesturbær
Staten Eyland
Austurbær
Bronx og Battery
Brooklyn, Queens
Harlem, Miðbær
Miklagarður.

Mosa kvað á móti:

Sæll vertu Stuyvesant
stjóri borgar fyrrum
Pétur tréfótur
traustur hollendingur
Segðu mér af öllu
á eyjunni litlu
Hvað er að frétta
fræga bænum af?

Pétur tréfótur kvað á móti:

Bruna gummíbátar
á bylgjum árinnar
vopnaðir vélbyssum
vel útbunir
gamla miðborgin
morandi i löggum
öryggisástand
aukið mjög.

   (14 af 28)  
Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.