— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/06
Púkalegt

Kjúklingar kölska

Það er svolítið langt síðan Mosa hefur verið meðal innipúkanna hér á Gestapó. Það er ekki óhugsandi að sumir gestir hafa undrast yfir því, og jafnvel velt fyrir sér, hvaða púki hafi hlaupið í Mosu, fyrst hún dirfðist að hundsa spjallborðið og gesti þess. Í dag getur hún sagt ykkur nákvæmlega hvaða púki það hafi verið.

Púki er reyndar ekkert smá áhugavert orð. Sem djöflaheiti er það skylt pokker í norsku (fjárinn), pooka á Hjaltlandseyjum (Hjaltlenskur nykur) og Puck úr Draumi á Jónsmessunótt Shakespeares. Upprunalega virðist orðið hafa borið merkingu á borð við 'sekk' eða 'poka' (poki er í grunni sama orðið), og í ensku eru ýmis skyld orð að finna: pouch, pocket, poke (staðbundið orð fyrir sekk) og pock. Pock er bóla, eða öllu heldur ör eftir bólu. Pox er (eða eru), rökrétt nokk, bólur eða bólusótt, sem gengur vel upp, orðsifjafræðilega séð, því bólur eru eins og litlir ógeðslegir pokar í laginu auk þess að valda einmitt djöfuls, árans, andskotans kláða. Bólur á norsku eru kopper, sem er ekkert nema orðið pokker borið vitlaust fram til að komast hjá því að ákalla andskotann í hvert sinn sem bólur eru nefndar, fyrirbæri sem málvísindamenn enskumælandi kalla 'taboo deformation'.

Þessi atriði þjóna sem grundvöllur fyrir ofangreinda spurningu; hvaða púki er hlaupinn í Mosu, því sá púki (pokker /kopper /pox) var einmitt hlaupabóla (norska: vannkopper; enska: chicken pox), sem hún var greind með fyrir rúmri viku. Hlaupabóla, sem út frá orðsifjafræðinni hefði eins vel getið heitið hlauppúkar (en svo varð ekki, Nóa-Síríus til mikils fagnaðar), barnasjúkdómurinn sem Mosa nennti aldrei að fá sem barn, fann hana loksins, henni til mikils ama. Púkalegt er ekki rétta orðið einu sinni. Ástæðan fyrir nýlegri fjarveru Mosu frá spjallborðinu var einfaldlega sú, að hún var með fáránlega háan hita heima hjá sé, að innipúkast ásamt sínum pokker, kopper, eða hvað þið viljið kalla það, að borða piparpúka (sem tilraun í homeopatíu) og ákalla andskotann til skiptis.

Mikið er hún fegin að vera komin aftur.

   (17 af 28)  
2/12/05 04:01

Hvæsi

Nú er þetta orðið laumupúkalegt.

Skál !

1/11/05 09:01

Anna Panna

Skál Hvæsi minn!

3/12/06 09:01

Gvendur Skrítni

Skál

3/12/06 13:02

krossgata

[Skellir í sig úr einu góðu staupi og fleygir staupinu í glæsilegri sveiflu aftur fyrir sig]
Heill ykkur!

9/12/06 04:01

Hexia de Trix

Já ef púkar ættu ekki laumast hér, hvar þá? [Rifjar upp nokkra aðra laumupúkastaði en hunsar það svo]
Skál!

9/12/06 08:00

krossgata

Skál!

9/12/06 11:00

Mosa frænka

Noh. Skál!

31/10/06 16:02

krossgata

Eru buxurnar mínar nokkuð púkalegar?

1/12/07 14:01

Álfelgur

Nei nei bara svona venjulegar svartar, ekkert að þeim!

3/12/07 09:00

krossgata

[Púkast]

5/12/07 01:00

Álfelgur

[Djöflast]

1/11/07 01:00

krossgata

[Árast]

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.