— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 5/12/03
Der röte Engel

Ute Lemper hertekur Háskólabíó

Í gær kvöld fór ég á Háskólabíó á tónleika með hinni stórkostlegu þýsku söngkonu Ute Lemper.

Þyrfti ég að vera ljóska — og ég er sú tegund af dökkhærðri konu sem fær stundum martröð þar sem aðalhryllingurinn felst einmitt í því að breytast í ljósku — en sem sagt, þyrfti ég af einhverjum ástæðum að vera ljóska, þá vildi ég vera Ute Lemper.

Auðvitað kann hún að syngja. Það vissi maður fyrirfram af upptökunum og það kemur varla á óvart á tónleikum. En hún er líka svo mikil leikkona. Hún leikur um leið og hún syngur, hreyfir sig við lögin og lifir sig fullkomlega inn í þau, notar bæði likamann og andlitið til fulls til að kreista blóðið úr Kurt Weill, úr Jacques Brel, úr öllum hinum. Hún passar einmitt <i>ekki </i>upp á að vera alltaf fögur og dömuleg í sínum stellingum. Henni er sama þó hún sýni ekki rauða kjólinn í allra besta ljósi hvert augnablik. Hún syngur fullum krafti, ólíkt hinum svokölluðu söngkonum, sem eru of uppteknar af að vera fyrirsætur til að syngja almennilega og trufla þar með eigið ’gervikynþokkayfirborð’. Nei, Ute er alvara. Og hún er glæsileg.

Maður gat ekki kvartað yfir efnisskránni. Hún tók “Buenos Aires” og “Amsterdam,” “Alabama Song” og “La Vie en Rose.” Hún laumaði “Ich bin von Kopf bis Fuß” inn á milli “Lilli Marleen” og “Lola.” Sérlega eftirminnilegt var að heyra “Lilli Marleen” sungið hér á Íslandi eins og Marlene sjálf gerði í stríðsárunum.

Húrra fyrir Ute Lemper, fyrir Thomas Kalb hljómsveitastjóra og fyrir Sinfóníahljómsveit Íslands. Fyrir þá sem misstu af þessu, er bara að vona að hún komi aftur.

   (19 af 28)  
Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.