— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 5/12/03
Kruðirí og kóngafæða

Kræsingar á Konditori Café Copenhagen

<i>Ágætt</i> segjum við allar (Þöngull okkar hefur enga skoðun, enda er hann varla dómbær á nokkurn hlut) – hádegismatur á Café Copenhagen var ágætur. Konditorimatur er ekki matur per se, en gott snarl, sem er ágætt endrum og sinnum. Brauðið leikar það hlutverk að mynda smá hollusta á undan sætindum, og þannig séð er það aðallega næring fyrir samviskuna, en síður fyrir líkamann. Dömurnar þrjár og Þöngull voru fljót að gefa samviskunum og sneru sér svo að aðalatriðinum: sukkúlaðimolum og tertum í fjölmörgum ólíkum stærðum, litum og gerðum ... næringu fyrir sálina. Brúðkaupstertan, sem sumar voru <i>meget</i> spenntar fyrir, reyndist svolítið ofmetin (sakar marsipansins, máske, sem er ekki í uppáhaldi hjá öllum), en samt ágæt. En molarnir og plöturnar skúffuðu enga. Gott espresso var í boði – mjög gott, því Mosu finnst hann hánauðsynlegur með alvöru sætindum og Þöngull virðist oft helst vilja fá koffín beint í æð. Eitt atriði sem kvarta má yfir er glerveggurinn sem hamlar samskiptum lávaxinna. Hann bagaði Mosu í tilraunum hennar til að fá þjónustustúlkuna (jafn litla og hún sjálf) að sækja nákvæmlega þann mola sem hún hafði lyst til að prófa. Á móti kemur að það sakar lítið þó maður fái ‘vitlausan’ sukkúlaðimola.

Góðar stundir,

Mús-Lí, Mosa frænka, Júlía og Þöngull (skósveinn)

   (20 af 28)  
Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.