— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/04
Ellefu rósir og ein

Af tígrisdýrum og hetjuskap

Hér hjá mér í stofunni standa tólf fagrar rósir í krús, keyptar laugardaginn s. l.. Ellefu eru dökkrauðar, blárauðar, eiginlega purpurarauðar á lit, skreytar af náttúru völdum óreglulegum hvítum röndum. Hin er allhvít. Að sögn rósabóndans eru þeir ellefu af sérstakri tegund, purpuratígur að nafni.

Mér finnst það nafn merkilegt. Ekki síður merkilegt er að sitja í stofunni ásamt ellefu tígrisdýrum, þó aðeins blóm séu. Og það fær mig til að hugsa um hina hvítu rós aftur og á öðruvísi hátt.

Er hvíta rósin ef til vil föl af hræðslu við hinar tígriskenndu? Ég held ekki. Mér finnst hún standa sig prýðisvel í grimmum kringumstæðum. Hún er eins og fornsöguhetja sem bregðast ekki við jafnvel í lífsháska, sem róðnar ekki einu sinni eins og sjálfastur Skarphéðinn gerði, þegar móðir hans Bergþóra sagði honum frá kviðlingunum eftir Sigmund um taðskegglinga. Eigi höfum vér kvenna skap, mælti hann þá, at vér reiðumsk við öllu, en sagan segir að rauðir flekkar hafi komið í kinnur honum.

Kinnurnar á þessari rós minni eru hvítar og flekklausar, og ég get ekki annað en dáist að hvað hún er hugstór og hjartaprúð.

   (1 af 28)  
1/11/04 10:00

Heiðglyrnir

Já þetta er magnað, vissi að til væru tígris-liljur en ekki tígris-rósir (purpuratígur). Ekki er síður frábært kattarmalið í því nafni. Þ.e. purrrrrpurrrratígur. Nei, veistu hvað Mosa mín, held bara að það verði í lagi með hvítu-rósina og þig innan um þessar malandi purrrrrpurrrratígris-rósir. Skemmtilegt félagsrit, Þakka þér fyrir það.

1/11/04 10:00

Mosa frænka

Það er allt til. Eða margt til, alla vega.

1/11/04 10:00

Litla Laufblaðið

O það er yndislegt að fá blóm...eins rós getur sagt svo margt. [Stuna]

1/11/04 10:00

salvador

Kim karlinn Larsen hann hafði einnig orð á þessu á svipað góðan hátt... Sige Det Med Blomster

1/11/04 10:00

blóðugt

Mér þykir alltaf best að fá bara eitt blóm, ekki endilega rós (og þá ekki rauða) heldur bara eitthvað eitt blóm, óinnpakkað. Það þykir mér rómó.

1/11/04 10:00

Sæmi Fróði

Þetta er ekkert ósvipað arfa í kartöflugarði, hetja sem heldur áfram að vaxa, þrátt fyrir síendurteknar árásir.

1/11/04 10:00

blóðugt

[flissar]

1/11/04 10:01

Sundlaugur Vatne

Það getur ýmislegt gerzt í blómavösum. Hugsa sér hvernig þeirri hvítu líður vitandi að þarna munu dagar hennar taldir verða innan um 11 tígra.

1/11/04 11:01

Tigra

Og hvað er að tígrum?

1/11/04 12:01

Hakuchi

Ellefu rósatígrar? Ekki vildi ég stinga mig á þyrnum þeirra.

2/12/07 19:01

Glúmur

Hvern þyrstir ekki að hemja skap sitt? Hve ljúft það hlýtur að vera að hneykslast ekki, að reiðast ekki, að vera laus við andúð og óbeit.

1/11/08 01:01

Jóakim Aðalönd

Já, mæl þú manna heilastur!

5/12/15 01:02

Texi Everto

Til hamingju með rafmælið Mosa

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.