— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Saga - 31/10/04
Endurkynni

Gamall vinur birtist aftur

Nei, halló! Þú, hér!

Gaman að sjá þig aftur! Já, og endilega takk fyrir síðast. Þú lítur vel út, eins og alltaf, sé ég. Langt síðan? Já, gott ef ekki. Síðan, hvenær, í sumar einhvern tíma. Já, einmitt – nú man ég: ég var að búa mig undir síðsumarsferð, brjálað að gera að taka til og pakka niður og hitta vini áður en ég fór út, og mér datt í hug að ná í þig líka, en ekkert varð úr því, þó að ég gerði mitt besta að finna þig. Faktiskt var ég farin að hafa áhyggjur af þér.

Jæja, svo fór ég út, kom svo heim, og bara núna, mánúðum seinna, rekst ég á þig, hér! Hvað lífið er stundum undarlegt, ha?

Ferðin? Já, hún var mjög góð. Hefði reyndar verið enn betri, hefðir þú verið með. Nei, ég meina það. Í alvöru, sko.

Og hvað ert þú svo búinn að gera síðan júlí? Bara ekki neitt, að liggja og slaka á þar í buxnavasanum? Iss iss ... það gengur náttúrulega ekki, vinur minn. Ég tek þig bara með næst, fyrst við erum búin að finna hvort annað aftur, ha. Sjáðu nú, þú færð að vera hjá mér á meðan, hér á skrifborðinu, ásamt hinum pennum og blýantum.

   (2 af 28)  
31/10/04 09:00

Anar

Þessi saga var afar róandi og hafði slakandi áhrif. Takk fyrir.

31/10/04 09:00

Heiðglyrnir

Orðið Pennavinur fær bara alveg nýja merkingu. Skemmtileg pæling, kæra Mosa frænka.

31/10/04 09:01

Litli Múi

mjög góð pæling!

31/10/04 09:01

Hakuchi

Stórglæsilegt.

31/10/04 11:01

Vladimir Fuckov

Nokkuð vissir vorum vjer um hvað vjer værum að lesa um þar til undir lokin að í ljós kom að eigi var grunur vor rjettur. Skemmtilega óvæntur endir á þessu.

31/10/04 11:01

Sæmi Fróði

Fín saga Mosa frænka.

31/10/04 12:00

Mosa frænka

Ah, gaman að hafa skemmt ykkur. Og skemmtilegt að hafa komið Vladimir á óvart.

1/11/04 03:02

lappi

Mosa góða Mosa
mæta yngis snót!
Gaman að heira þig og sjá
hér á lútnum aftur.

lappi

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.