— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 1/12/04
Hauskúpa

Besta uppfinning allra tíma

Kvöldið 30. des. ákvað ég að byrja að halda upp á áramótin með óvenjulegum hætti. Nei, það er reyndar lygi. Ég ákvað ekki neitt en lenti samt í óvæntum kringumstæðum. Sem farþegi í fólksbíl á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu í gríðarlegri snjókomu virtust mér gatnamótin sem ég var stödd á allt í einu verða að vinsælasta punkti landsins meðal ökutœkja. Eða hvernig mætti skýra það annars að allt í einu voru bílarnir á þessum gatnamótum tveir, og þeir ansi nálægt hvor öðrum, og ekki nógu með það, því að vörubíll einn stóðst ekki freistinguna (eða öllu heldur þyngdarkraftinn á höllum bakka) og slóst með í hópinn með því að keyra á okkur ökumannsmegin (þó til allra hamingja ekki á miklum hraða). Ég rak höfuðið í rúðuna og bölvaði hátt á ófáum ólíkum tungumálum.

Eins og alltaf á lífsins óútreikanlegu braut er gagnlegt að gera sér grein fyrir hvað maður hefur lært af reynslunni, líka þeirri óœskilegu. Þessi atriði má nefna í því samhengi:

* Horfa má á Stöð 2 í biðstofu slysadeildar Borgarspítala. (Bœtir Simpsons öll böl?)

* Afleiðingar þungs höfuðhöggs eru ekki auðveldlega greindar frá afleiðingum ofdrykkju (þannig að þeir sem vilja upplifa þynnku á undan drykkju mega það, ef þeir endilega vilja, líka um áramótin).

* Það má hrista Mosu fyrir notkun (rétt eins og Kókómjólk), en það telst ekki beinlínis ráðlegt (ólíkt Kókómjólk).

* Hauskúpan er besta uppfinningin allra tíma.

(Nefna má líka að Mosa hafi náð fullri heilsu eftir tveggja daga hausverk og minni háttar óstöðuleika á löppunum. Lifi harðhausinn.)

   (6 af 28)  
1/12/04 02:01

Hakuchi

Það er léttir að lesa að þú hefur sloppið heil heilsu frá þessari raun.

1/12/04 02:01

Heiðglyrnir

Mosa mín þetta er ekki gott að heyra, vonandi er allt á uppleið, gleðilegt ár, og þakka fyrir mig á því liðna.

1/12/04 02:01

Limbri

Skelfilegt að heyra af því að þú hafir lent í slysi. Þú átt alla mína samúð. Gott að þú ert samt búin að jafna þig.

(Hristist fyrir NOTKUN ? Var einhver að nota þig ? Ef svo er, hvernig "notar" maður Mosu ?)

-

1/12/04 02:01

Vladimir Fuckov

Ljótt er að sjá. En það var léttir að lesa í lokin að þér hafið náð yður eftir óhapp þetta.

1/12/04 02:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skemmtilegt að fjalla um hauskúpu í gagnrýni, & gefa henni fimm stjörnur.
Mosa er greinilega með hausinn í lagi, nú sem endranær. Beztu nýárskveðjur.

1/12/04 02:01

Mosa frænka

Gleðilegt ár öllsömull!

Limbri: Rétta notkun Mosu er ríkisleyndarmál, en þess má geta að enginn notar hana í leyfisleysi.

1/12/04 02:01

Heiðglyrnir

Högg á kúpu, heila hrist
hvað er nú að heyra
lyklaborð á leikur list
létt fer með og meira

1/12/04 02:01

Haraldur Austmann

Þrátt fyrir þann alvarlega atburð sem hér er sagt frá, veltist ég um af hlátri við lesturinn. En er jafnframt feginn að allt fór vel.

1/12/04 02:01

hundinginn

Feginn er jeg að ekki fór illa Mosa mín. Þú ert nú meiri harðhausinn.

1/12/04 02:02

Skabbi skrumari

Gott að heilsan og húmorinn hafa ekki orðið fyrir skaða við þennan dramatíska atburð... Gleðilegt Ár...

1/12/04 02:02

Mosa frænka

Gleðilegt ár, Skabbi minn!

1/12/04 02:02

Herbjörn Hafralóns

Mikið var nú gott að sjá að þú ert búin að ná þér að fullu. Já, umferðin hér er varasöm og kannski öruggast að vera með hjálm þó maður sé í bíl.

1/12/04 02:02

Hexia de Trix

Gott að ekki fór verr, megir þú eiga slysalaust árið 2005!

1/12/04 03:00

Ívar Sívertsen

Þessir vörubílstjórar eru klikk, við strætóbílstjórar gerum ekki svona. Skemmtileg frásögn af óskemmtilegum atburði. Fyrst þú ert harðhaus og greinilega í lagi, má þá spyrja hvernig blikkbeljan (ökutækið) hefur það?

1/12/04 03:00

Nafni

Gleðilegt ár Mosa og takk fyrir það liðna. Og mundu "Fall er fararheill".

1/12/04 03:01

Golíat

Er það virkilega ný lífsreynsla fyrir hasarmálaráðherra Baggalútíu að reynt sé að ráða hana af dögum? Ég hélt að svona lagað væri daglegt brauð.
Hvað er að frétta af tilræðismanninum á vörubifreiðinni? Tókst öryggissveitum að hafa hendur í hári hans?

1/12/04 03:01

Vladimir Fuckov

Óvinir ríkisins eru greinilega mikið á ferðinni þessa dagana og virðast beina athyglinni að forsetaembætti Baggalútíu. Á gamlárskvöld sprakk stór flugeldur með látum á jörðu niðri er vér hugðumst skjóta honum upp og stór terta skaut innihaldinu í allar áttir, lárétt jafnt sem lóðrétt. Engum varð meint af en opinber rannsókn er hafin á atvikum þessum og liggja Kínverjar undir grun.

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.