— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/11/02
Neikvæðni

Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig fólk útí bæ heilsar hvert öðru, þegar það hittist óvænt:

<i>Nei, hæ!</i>

Hvað er þetta „<i>Nei</i>,” eiginlega? Hvað á það að þýða? <i><i>Nei</i>,</i> eins og það kæmi nokkrum Reykvíkingi á óvart, þó að hann rækist á vin, vandamann eða kunningja seinnipart sunnudags á Laugarvegi. Eins og það gerist ekki á hverjum sunnudegi. Samt bergmálar þetta „<i>Nei</i>” frá Lækjartorgi til Snorragötu, á Ingólfstorgi, á Austurvelli, við Tjörnina og undir Hallgrímskirkju. Sunnudagskveðjan.

Það er sjálfsblekking. Svona hljóma borgarbúar þegar þeir reyna að sannfæra sig um að þeir búi í miklu stærri borg heldur en þeir gera í raun og veru. <i>Nei, hæ! Nei, sæll! Nei, blessuð! </i>Afneitun, heyri ég. Ef til vill er einfaldlega of dapurlegt að viðurkenna að Reykjavíkurborg sé eins lítil og hún er. Lítil og þröng, og á hverju götuhorni standa bekkjarsystkini, samstarfsfólk, fyrrverandi elskhugar leigjandans okkar, kviðmágar ... (Og hér er átt við hámark tvo menn.)

En segjum bara <i>nei</i>, og það með áherslu: <i>Neeeeeeiiii, hæ! </i>Verum hissa. Það er svo miklu, miklu skemmtilegra! Það er eins og að fá óvænt gjöf í hverri ferð eftir Laugarvegi. Það er ennþá betra en jólin.

<i>Nei, hæ!</i>

Já, reyndar er siðurinn nokkuð heillandi. Ég myndi ekki breyta honum neitt.

Ætli Reykjavíkurborg stækki ekki örlítið við hvert <i>Nei</i>?

   (26 af 28)  
4/12/04 07:02

Smábaggi

Ég er hlynntur þessu.

6/12/04 02:01

Texi Everto

Nei, en skemmtilegt félagsrit [Glottir eins og Texi]

4/12/05 22:00

Don De Vito

Nei, þið hér. Blessuð/aðir.

3/12/06 20:02

Regína

Hvernig er það? Segir fólk ennþá ,,Nei, hæ" þegar það hittist í borginni, eða hefur þetta eitthvað breyst á þessum þremur og hálfu ári síðan þetta félagsrit var ritað?

5/12/07 01:00

Álfelgur

Nei, hæ!

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.