— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 2/11/03
Millilendingarvísur

Frænkan í forbifart

Móð var Mosa
mikið flugþreytt
árvaka árla dags;
Stuð var á stöðinni
stemningin mögnuð
á flakkaraþingi þröngt

Karlar kátir
klukkan sex
beint á barinn farnir;
fjöldi fólks
í fríhafnarkaupæði
farsímar ferðendum seldir

Stutt var stoppað
á stöð Eiríkssonar,
geispað bæði og gáð;
svo áfram yfir
Ægis ríki
haldið var til Hafnar.

   (8 af 28)  
2/11/03 14:01

Haraldur Austmann

Viltu bjór góða mín?

2/11/03 14:01

Mosa frænka

Takk, endilega!

2/11/03 14:01

hundinginn

Hvurn skal höggva?

2/11/03 14:01

Haraldur Austmann

Gjössovel

2/11/03 14:01

Hakuchi

Glæsilegt, glæsilegt. Fangar firringu flughafna á heillandi hátt.

2/11/03 14:02

Skabbi skrumari

Nú, ertu á leið til Köben?... glæsilega ort...

2/11/03 15:01

Ívar Sívertsen

Má ég koma með?

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.