— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 2/11/03
Tvær austurferðarvísur

Ýmsar vættir sækja landið um jólin

Með flugi fer ég
flýg á loft
burt úr Bótólfssteini;
Niðri blikka
björtu ljósin
þorskaþorpinu í.

Austur er ætlað
yfir hafið
- farið til Fróns -
Aftur í faðm
Ísafoldar
hlakkar hjartarótin.

   (9 af 28)  
2/11/03 12:01

Haraldur Austmann

Frábært! Mikið vildi ég geta ort svona.

2/11/03 12:01

Skabbi skrumari

Frábært, velkomin á frónið Mosa mín...

2/11/03 12:01

hundinginn

Vel kveðið Mosa. Góða ferð.

2/11/03 12:02

Mosa frænka

Takk, strákar, takk. *ljómar upp*

2/11/03 12:02

Nafni

Fallegt.

2/11/03 12:02

Vladimir Fuckov

Glæsilegt. Og svolítið skrítið (í jákvæðri merkingu) að lesa þetta því fram að þessu höfum vér eingöngu (eða nær eingöngu) séð Íslendinga yrkja um svipað efni og í síðara erindinu.

2/11/03 12:02

Barbapabbi

Alveg er þetta til fyrirmyndar!

2/11/03 13:01

Hakuchi

Best að slást í aðdáunarstrákakórinn. Frábært! Egill hefði ekki orðað þetta betur.

2/11/03 13:01

Haraldur Austmann

Þú ert sópran.

2/11/03 13:01

Hakuchi

Og þú Barrítónn. Vlad verður að sjálfsögðu einsöngstenór.

2/11/03 13:01

Vladimir Fuckov

Slæm hugmynd. Eigi viljum vér hræða nýkomna gesti burt af landinu.

2/11/03 13:01

Kynjólfur úr Keri

Fallegt.
Og nú ætla ég að lesa kvæðið.

2/11/03 13:01

Kynjólfur úr Keri

Fallegt líka.

2/11/03 13:02

víólskrímsl

Nú vex tilhlökkun til heimferðar fram úr hófi. Mikið vildi ég að ég gaeti orðið þér samferða, frú Mosa.

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.