— GESTAPÓ —
Mosa frænka
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/03
Opið bréf til bandarískra ríkisborgara með lögheimili í ríki dauðra

Hausthvöt

Ágætt heitið fólk,

Ég skrifa þetta bréf til þess að hvetja ykkur til að kjósa í dag, 2. nóvember 2004. Kosningar þessar eru óvenjulegar mikilvægar. Fólk út um allan heim fylgist spennt og kvíðið með. Verið með og takið þátt í þessum sögulegu atburðum.

Ekki er óhugsandi að margir ykkar hafi ekki kosið síðan þið fluttuð til heljar, og mér skilst að það sé ekki sérlega sterk hefð fyrir því að taka þátt í lýðræði þaðan.

En þið hafið kosið áður. Í 1960 voru fjölmörg atkvæði talin í Chicago, sem engin lifandi maður kastaði. John F. Kennedy (sem nú er á meðal ykkar) hefði ekki ósennilega aldrei orðið að forseta Bandaríkjanna án stuðnings dánu landa sinna. Ljóst er að hinir látnu hafa skipt miklu máli þegar þeir hafa tekið þátt í kosningum, og einnig er ljóst að hinir látna kjósa demokrata. Sérlega í þessu ljósi hvet ég ykkur til að taka þátt í dag.

Í þessu skipti er tímasetningin afar heppileg. Það ber svo skemmtilega til að á þessu ári er 2. nóvember ekki aðeins kosningardagur heldur einnig dagur dauðra, el día de los muertos, ykkar dagur. Öðrum orðum sagt hafa margir ykkar nú þegar erindi meðal hinna lifandi á kosningardaginn hvort eð. Ég hvet ykkur innilega til að grípa í tœkifœrið og kasta atkvæði meðan þið eruð á ferð á jörðinni. Gerið það.

Eins og áður var nefnt, hafa heljarbúar stutt frambjóðanda demókratanna áður, og meirihluti heimsbúanna vonar innilega að þið gerið það núna. En að sjálfsögðu verður hver og einn að kjósa eftir samviskunni. Annað sœmdi ekki sannri lýðræði. En fyrir þá sem enn eru í vafa um hvorn eigi að kjósa, demókratann eða repúblíkanann, vil ég benda ykkur á eitt. Þegar allt kemur til alls verður maður að gæta eigin hagsmuna, og sem íbúar í ríki dauðra vitið þið vel að það ríki er ekki óendanlega stórt; með komu hvers nýaðflutts íbúa minnkar plássið fyrir ykkur hina.

Því hvet ég ykkur enn eitt sinn til að kjósa í dag – með hagsmuna allra í huga, lifandi sem dauðra.

Með virðingu,

Mosa frænka
Hasarmálaráðherra og Forsetafrú Baggalútíu

   (11 af 28)  
1/11/03 02:00

Þarfagreinir

Já, hinir dauðu hafa þessi réttindi líka. Synd hvað þeir skuli nýta sér þau sjaldan. En nú eru kosningarnar það tvísýnar að hvert atkvæði skiptir máli. Góður hvatningarpistill hér á ferð!

1/11/03 02:00

Órækja

Innilega sammála. Ég verð að athuga hvort maður getur ekki fengið hraustmenni eins og Þórhall miðil til að koma þessum skilaboðum áfram.
Það eina sem truflar mig í þessu kosningastússi frábærasta ríkis í heimi er að Jón Kerra er spegilmynd af Georgi TvöfaltVaff Búss.

1/11/03 02:00

Frelsishetjan

Það kemur ekki til mála að ég gefi þeim útivistarleyfi.

1/11/03 02:01

Hakuchi

Það er gott Frelli. Enda bara rebúplíkanar hjá þér í Víti.

1/11/03 02:01

Órækja

I am not a crook.

1/11/03 02:01

Frelsishetjan

Nei Hakuchi það eru ekki bara Republikanar hjá mér. En þeir skipa samt stórann sess.

1/11/03 02:01

Tinni

Góður pistill hjá þér, Mosa og ef þú ert stödd hjá Guðs útvöldu þjóð, þá máttu gjarnan halda okkur við efnið með fréttaskýringum, því þeir eru farnir að rugla andskotans CNN eftir nokkra "opna" daga.

1/11/03 02:01

Vladimir Fuckov

En sem hæstráðandi í Víti hljótið þér að geta ráðið því hverjir af þeim er þarna eru kjósa og hverjir gera það ekki. Eða tengist eldgosið kannski einhverjum svoleiðis aðgerðum ? Það er grunsamlegt að það skuli byrja einmitt núna [Sér skyndilega samsæri í hvrju horni]

1/11/03 02:01

Frelsishetjan

[lítur flóttalega í kringum sig] Ég ber enga ábyrgð á því sem er að gerast um þessar stundir. [hverfur flóttalega í burtu]

1/11/03 02:01

hundinginn

Æji, verið ekki með þetta pólitíkusarspjall hérna! Það skemmir bara fyrir og veldur illdeilum. Áfram Kerry!!!

1/11/03 02:01

Nafni

Nú er bara sjá hvort brugðist verði við ósk Mosu.

1/11/03 02:01

Hakuchi

Ég er farinn með vúdúhandbókina fyrir byrjendur og ætla að heimsækja bandaríska herkirkjureitinn í Kópavogskirkjugarði.

1/11/03 02:01

Vladimir Fuckov

Passaðu að vekja bara upp þá sem eru réttu megin pólitískt séð (í þessu tilviki á eigi að þýða 'rétt' sem 'right' heldur sem 'left').

1/11/03 02:01

Órækja

Ekki vissi ég að það væri neitt til í pólitískri orðabók Kaningja sem heitir vinstri. Bara tveir vængir af öfga hægri kristilegum flokkum.

1/11/03 02:01

Hakuchi

Hafðu engar áhyggjur Valdimir. Franklin Delano Roosevelt er í guðatölu hjá þessum mönnum. Ég segi þeim bara að hann sé að berjast fyrir 18. kjörtímabilinu sínu. Þá munu þeir kjósa demókrata.

Mosa frænka:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:13
  • Síðast á ferli: 18/11/10 19:12
  • Innlegg: 91
Eðli:
Af fixlensku bergi brotin. Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu.
Fræðasvið:
Drengskapur
Æviágrip:
Fædd á Fixlandi. Rænt að heiman 15 ára samkvæmt Annálum Fixlendensis. Birtist aftur í heimildum á Útröst í Norður-Noregi 2-3 árum seinna. Fær far með saltfisksskip suður og fer aftur á latínuskóla í Þrándheimi, verður stúdent og fer í nám í Köben. Skiptinemi í Estitotilandi í eitt ár. Lykur prófinu með lokaritgerð um viðtengingarhátt í basnesku og atlensku. Nú í útlegð. Starfar við fornleifafölsun. Hefur aldrei losnað við fixlenskan hreim.