— GESTAPÓ —
Mjási
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/12
Delerað á GESTAPÓ.

Mál til komið að fá sér vettlinga.

Ósköp er strjálbýlt hérna á þessum útnára sem kallaður er GESTAPÓ.
Ég hef vafrað hér um í langan tíma illa til reika ýmist blindfullur og vettlingalaus, eða
skelþunnur og skjálfandi.
En að ég rekist á nokkurn mann hvað þá konu, ekki að tal‘um.
Helst að maður hafi séð einhverjar ofsjónir í verstu tremma köstunum, en hver tekur svosem mark á þessháttar.
Sem dæmi, þá mætti ég bleikum grís í gær sem tautaði eitthvað um einhverja Andreu og hvarf svo út í buskann. Rétt á eftir gekk ég fram á bláann furðufugl með vegvísi í gegnum höfuðið, það stóð B- á öðrum endanum en -ilaði á hinum.
Enda vissi greyið ekkert hvert hann ætlaði.
Um daginn var ég alveg afspyrnu timbraður nánast hengdur upp á þráð, þá sveif framhjá mér fagurgrænn talibani með handklæði og allt!
Þá ákvað ég að fá mér bara aftur í glas, þetta gat varla versnað.
Og það reyndist nú bara nokkuð rétt, allavega til að byrja með.
Ég fór nefnilega að sjá eina og eina kvenveru, reyndar vor þær svolítið skrítnar flestar, sumar gular aðrar grænar en helvíti flottar samt miðað við ekki kröftugri tremma.
En Saddam var ekki lengi í París, eins og maðurinn sagði.
Þegar ég var loksins að verða sómasamlega kenndur hurfu konurnar og í staðin fóru að birtast allskonar hálf sjálf, sem veittust að mér með allra handa fúkyrðaflaumi einkum í bundnu máli.
Ræfillinn ég gat mig hvergi varið og lét þetta yfir mig ganga möglunar laust að mestu, en reyndi þó af veikum vanmætti að verjast í eitt skipti, þegar gulur ylla þefjandi djöfull með ælufötu á höfðinu sparkaði í mig á versta stað. En hann barði mig bara til baka með ælufötunni.
Hér er sem sagt ekki nokkur einasta lifandi manneskja fyrir utan mig, verst hvað ég er helvíti loppinn,og svo er ég líka rófubrotinn.
En! Eitt get ég sagt ykkur sem er alveg furðulegt.
Hér er ekki hægt að þverfóta fyrir steindauðum furðuverum af ótrúlegustu gerðum sem liggja eins og hráviður um allar koppagrundir, ég taldi hátt í fjögurhundruð alveg steindauðar og stirðnaðar.
Skrítnast af öllu finnst mér þó að það er einhver sem heldur upp á afmæli hinna dauðu af þvílíkri samviskusemi að það hálfa dygði.
Því spyr ég ykkur kæru vinir. Mynduð þið geta vafrað hér um edrú?
Varla!
ES.
Ég gleymdi að segja ykkur frá því þegar ég vaknaði inni í miðri Tinnabók eina nóttina.
Hún hét Tinni og leirsmiðurinn, eða eitthvað.
Ég vaknaði við það að prófessor Vandráður var að gera bragfræðitilraunir á mér, mjög kvalafullar og ósmekklegar.
En ég slapp í burtu þegar kallinn fékk rímræpu og vantaði pappír.
Þegar þetta er skrifað er ég búinn að veiða hélaðann frosk sem ég ætla mér að afþýða og kyssa síðan. Kannski breitist hann í fallega læðu.

   (2 af 8)  
2/12/12 08:00

Regína

Það er nú lítið mál að útvega þér vettlinga Mjási litli. Þumlalausa og ómynstraða.

2/12/12 08:00

Huxi

Ég hef oft rekist á þig hérna og þú virtist vera nokkurnveginn alsgáður í allflest skiptin. En hvað veit ég svosem...?

2/12/12 08:01

Heimskautafroskur

Þetta er skemmtilegt tilskrif. Skál!

2/12/12 08:01

Offari

Ég kem bara hingað orðið þegar mig langarað drepa einhvern.. En þar sem eru orðnir eftir svo fáir eftirlifendur fækkar alltaf ferðunum hjá mér. En hver á að sjá um að grafa öll þessi lík það er megn óþefur af þessum rotnandi líkum.

2/12/12 08:01

Grýta

Þú ert skemmtilegur Mjási.

2/12/12 08:02

Regína

Hver ætlar að bjóða til árshátíðar?

2/12/12 08:02

Upprifinn

þið getið svo sem komið og við haldið árshátíð einhvern daginn, núna þarf ekki að tjalda bara taka með sér skóflu/ísöxi.

2/12/12 08:02

Mjási

Tekur því að láta renna af sér?

2/12/12 08:02

Upprifinn

Eftir þá síðustu? Nei.

2/12/12 08:02

Mjási

Mjási er til í flest, og lætur ekki sitt eftir ligga.(Enda kanski eins gott)

2/12/12 08:02

Garbo

Allt er breytingum háð og líka Gestapó.
Þú stendur þig vel.

2/12/12 09:00

hlewagastiR

Ég hélt að þú værir afturganga. Ég kann reyndar ágætlega við afturgöngur.

2/12/12 09:01

Herbjörn Hafralóns

Ég tóri enn þó að heimsóknir mínar hingað séu orðnar stjrálar.

2/12/12 11:00

Skabbi skrumari

Ég er ekk...

2/12/12 11:01

hlewagastiR

Skabbi: þú skuldar nokkur ár af svörum á þræðinum Skabbi svarar í bundnu máli.

2/12/12 15:02

Vladimir Fuckov

Dauðir erum vjer eigi; annríki mikið í sk. 'raunheimum' (sem reyndar munu eigi vera til) hefur hinsvegar haft neikvæð áhrif á viðveru vora hjer að undanförnu.

Mjási:
  • Fæðing hér: 30/10/03 23:58
  • Síðast á ferli: 5/2/24 20:44
  • Innlegg: 1458
Eðli:
Glaður í bragði.
Fræðasvið:
Fávís um flest.
Æviágrip:
Fæddist mjög ungur, ólst upp , lifi til dauðadags að öllu óbreyttu.