— GESTAPÓ —
Mjási
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/11/05
Kátt er um jólin.

Jól minnar bernsku birtust
í byrjun Desember.
Svo fjarska friðsæl þá virtust,
ég fann þau í brjósti mér.

En nú er sú minning í molum
Mammon öll hefur völdin.
Úr sjónvarpi þjáningar þolum
þegar við opnum á kvöldin.

Á haustdögum byrjar skrumið á skjánum,
skelfing sem leiðist það mér.
Allskonar rusl er þar boðið af bjánum,
sem bráðnauðsyn jólunum er.

Keyri sín kaupahéðnar
af kappi í ljósvökum brúka.
Ungdómsins ásjónur freðnar
með eituðum krumlunum strjúka.

Nú eru gjafir í gjaldeyri metnar
og græðgin um taumana heldur.
Þarflausar verslanir þétt eru setnar
þar er jú dómurinn felldur.

Þrengist að hálsinum hengingaról
er hrellir mig verslunar fár.
Því efni ég hef til að halda slík jól
að hámarki þriðja hvert ár.

   (7 af 8)  
1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Þú ert snillingur minn kæri.

1/11/04 06:01

Hakuchi

Vel af sér vikið Mjási! Bráðskemmtilegt kvæði með heilum sekki af sannleikskornum.

1/11/04 06:02

Hexia de Trix

Frábært! Ég held ég haldi jólin bara þriðja hvert ár líka.

Já og til hamingju með rafmælið!

1/11/04 06:02

Jóakim Aðalönd

Haha. Þú ert snillingur Mjási.

1/11/04 06:02

Heiðglyrnir

Skemmtilegt Mjási minn, til hamingju með rafmælið.

1/11/04 07:01

Sæmi Fróði

Orð í tíma töluð og sett saman og skrifuð, vel gert!

1/11/04 07:01

Lopi

Ætlaði einmitt af fara að yrkja um svipað efni. Lílegast verður bið á því hjá mér, glæsilegt.

1/11/04 07:02

Mjási

Takk! Takk! Öll sömun.

Mjási:
  • Fæðing hér: 30/10/03 23:58
  • Síðast á ferli: 5/2/24 20:44
  • Innlegg: 1458
Eðli:
Glaður í bragði.
Fræðasvið:
Fávís um flest.
Æviágrip:
Fæddist mjög ungur, ólst upp , lifi til dauðadags að öllu óbreyttu.