— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/11/05
Frídagur 2. hluti

Önnur letiþrekraun.

Í dag svaf ég í samtals 11 klukkustundir. En sá eftirfarandi kvikmyndir:

Notorious (1946)
Hitchcockmynd, spennutryllir með Cary Grant og Ingrid Bergman. Mjög skemmtileg, endirinn skilur samt mörgu eftir ósvöruðu, hefði mátt vera 20 mínútum lengri. Hef séð bæði betri og verri myndir eftir sama leikstjóra,
Einkunn: 3.5/5


Kiss Me Deadly (1955)
Starfsmenn Laugarsásvideos mæltu með þessari þegar myndin sem ég var að leita að var ekki til, og ekki af ástæðulausu. Mjög spennandi söguþráður, litríkar persónur, frábær endir. Film Noir eins og þær gerast bestar.
Einkunn: 4/5

Svo ætla ég að sjá nýjustu Bond-myndina í Regnboganum í kvöld.

   (2 af 26)  
1/11/05 17:02

Tina St.Sebastian

Gott að þú sást myndirnar, því ekki sjást þær hér.

1/11/05 17:02

Rauðbjörn

Það er eins gott að þú ert þar en ekki hér því annars hefði ég ekki geta séð þær, þar, en ekki, ég, hér.

1/11/05 17:02

Ziyi Zhang

Ég var einmitt að horfa á Late Spring (1949) í dag.

1/11/05 18:00

Jóakim Aðalönd

Hvaða mynd er næst á daxkrá?

1/11/05 18:00

Lopi

Munum hvað Tarantíno gerði áður en hann hóf leikstjórnarfeirl sinn.

1/11/05 19:00

Blástakkur

Seldi hann sig í hór?

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.