— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/05
Frídagur

Þeir eru svo fáir, allt of fáir.

Í dag þurfti ég ekki að mæta í vinnuna. Í dag mætti ég í skólann í einungis eina klukkustund.
Í staðinn fyrir að leggjast í þessa venjulegu hversdagslegu síendurtekningu þá fór tími minn í eftirfarandi:

12:20 Ég vakna.
12:40 Mæti í skólann, kemst að því að það er mynd af einum af heittelskaðasta gestpóanum í einni af kennslubókunum, þótti þetta merkilegt og skoplegt á sama tíma.
13:40 Les u.þ.b. 45 bls. í Moby Dick. Sofna aftur.
~15:00 Vakna. Horfi á nýjasta þáttinn um Doktor House.
15:50 Fæ mér jólaöl og vorrúllur. Slæpist.

Það er vel á minnst annar svona dagur planlaggður á morgun! Uppástungur um hvernig ég eigi að nota hann eru vel þegnar!

   (3 af 26)  
1/11/05 16:01

Tina St.Sebastian

Hvaða Gestapói var það? Og hvar sérðu House?

1/11/05 16:01

Þarfagreinir

Gerðu símaöt til útlanda. Það er alltaf fyndið.

1/11/05 16:01

Vladimir Fuckov

Þjer gætuð skrifað risadoktorsritgerð um kóbalt [Ljómar upp].

1/11/05 16:01

Offari

Í hvaða kennslubók sástu mynd af mér? Var það stafsetningarorðabókin?

1/11/05 16:01

Rauðbjörn

Rýtinga benti mér á myndina. Hún var víst eithvað á móti því að dreyfa henni hérna út um allt, eins og lagði til, en þetta var hennar uppgvötun þannig hún fékk að ráða.

House sé ég í tölvunni minni.

1/11/05 16:01

Tigra

þó að myndinni sé ekki dreift, af hverjum var hún?

1/11/05 16:01

Aulinn

Af hverju er þetta leyndó?

1/11/05 16:01

Aulinn

Þú færð að sjá spena á Tigru ef þú segir...

[Blikkar Rauðbjörn]

1/11/05 16:01

Tina St.Sebastian

En...undarlegt.

1/11/05 16:01

Aulinn

[Sýnir einn spenan á Tigru]

1/11/05 16:01

Rauðbjörn

[Lítur á spenan og dolfellur]

1/11/05 16:01

Aulinn

[Kinkar kolli ánægð]

Það falla allir fyrir spenunum á Tigru.

1/11/05 16:01

Tina St.Sebastian

Væri ekki betra að allir risu fyrir þeim?

1/11/05 16:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég hefði nú ekkert haft á móti því sjálf að vera í þessari bók.

Mjög spekingsleg er rétta orðið.

1/11/05 16:02

Hakuchi

Eigið þjer við Gestapómynd Vladimírs ellegar raunmynd (ef slíkt er til)?

Vjer vörum eindregið við að benda á atriði sem geta hæglega afhjúpað raunheimakarakter (ef slíkt er til), án samráðs við tjeðan karakter (sumir þekkja hann mögulega í mynd en ekki nafn svo dæmi sé tekið). Ef raunin er sú að tjeð mynd sé að hinum eina sanna raunheimakarakter þá biðjum vjer viðkomandi að fjarlægja slíkar upplýsingar.

1/11/05 16:02

Rauðbjörn

Ég hafði ekki hugmynd um að það mætti tengja vefmyndavél við öflugan sjónauka.
Þetta opnar fyrir heilmikla möguleika fyrir voyureistan í mér.

1/11/05 16:02

Hakuchi

Vjer ítrekum ofangreinda athugasemda vora. Nóg væri að strika út nafn bókar.

1/11/05 16:02

Rauðbjörn

Búinn að því Hakuchi, eyddi orðinu í belgnum!

1/11/05 16:02

Hakuchi

Vjer fögnum ákvörðun yðar. Allur er varinn góður.

1/11/05 16:02

Vladimir Fuckov

[Tekur gjöreyðingarvopnin af hæsta viðbúnaðarstigi]

1/11/05 16:02

Rauðbjörn

Og já...

...sorrý.

[Blygðast]

1/11/05 16:02

Húmbaba

[hlær]

1/11/05 16:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Það var ekkert nafn greint, auk þess sem þessi mynd líktist aðeins því dulargervi er forsetinn bar á árshátíðinni, en ekki forsetanum sjálfum.

1/11/05 16:02

Hakuchi

Það var slíkt er vjer óttuðumst. Hver veit nema forsetinn hafi aldrei getið raunheimanafns dulargervis síns við árshátíðargesti (ef slíkt er til) og hafi óskað að halda því leyndu. Einhver árshátíðargestur hefði getað flett því upp. Slíkt er óæskilegt án leyfis viðkomandi. Vjer minnum á að paranojan er af hinu góða og varúð er besta atferlið í atvikum af þessu tagi.

Nú erum vjer hins vegar að gefa oss allt of mikið um fyrirætlanir og skoðanir forseta vors á þessum málum en þar sem hann var fjarverandi þótti oss hæfilegt að hafa vaðið fyrir neðan hann, fyrir hans hönd.

1/11/05 16:02

Vladimir Fuckov

Það sem þjer nefnið hjer er einmitt dæmi um hvernig best er að halda á svona málum hjer þó um fremur 'vægt' tilvik hafi verið að ræða í þetta skipti.

1/11/05 16:02

Hakuchi

Auk þess endaði þetta allt saman farsællega með skjótum og sköruglegum viðbrögðum hæstvirts Rauðbjarnar.

1/11/05 16:02

Vladimir Fuckov

Já, hann gerði hið rjetta í stöðunni.

1/11/05 16:02

Stelpið

[Flettir Hakuchi og Vladimir upp í Íslendingabók áður en henni verður lokað]

1/11/05 16:02

Stelpið

[Kemst að því að japönsk og sovésk fyrirmenni hafa því miður ekki verið skráð í Íslendingabók]

1/11/05 16:02

Tina St.Sebastian

[Er löngu búin að fletta flestum merkilegri Gestapóum upp í Íslendingabók]

1/11/05 16:02

Hakuchi

[Breytir um nafn og tekur upp kennitölu dauðs manns]

1/11/05 16:02

Vladimir Fuckov

[Kemst að þeirri niðurstöðu að Íslendingabók sje drasl því við uppflettingu finnast ei þekkt nöfn á borð við Hakuchi, Vladimir, Skabbi, Stelpið o.s.frv.]

1/11/05 16:02

Hakuchi

[Andar léttar]

1/11/05 16:02

Rýtinga Ræningjadóttir

[Tautar sig fram úr nokkru stafarugli]

Hakuchi! Hér stendur að þú sért kominn af gufubaðhýsi! Eða kannski er ég að mislesa eitthvað..

1/11/05 16:02

Hakuchi

Hvurn fjandann eigið þjer við!? Vjer erum af hinni fornu Fujiwara ætt og stoltir af því.

1/11/05 16:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Æj, ég skil núna. Einhver fjarskyldur frændi þinn af téðri Fujiwara ætt rak á einhverjum tímapunkti frumstæða sand-saunu á edo-tímabilinu.

Afsakaðu misskilninginn.. [Skammast sín]

1/11/05 16:02

Hakuchi

Fujiwarar reka ekkert nema sverð í höfuð fórnalamba sinna!

1/11/05 16:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Og geta þeir ekki átt eignir fyrir það? Fuss og svei, þvílíkur ronin-skapur!

1/11/05 17:00

Rauðbjörn

Rónar eiga sjaldan miklar eignir, enda hafa þeir miklu merkari hluti við tíma sinn að gera en auðsöfnun þ.e. að misþyrma andstæðingum sínum.

1/11/05 17:02

Jóakim Aðalönd

Hver átti svo myndina í bókinni?

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.