— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/05
Varðar: Heilsufar.

Eitthvað vafasamt er að eiga sér stað inn í mér.

Í dag lagði ég fram kæru við Norðuratlantshafssjávarspendýraráðið, en lesblindur hjúkrunarfræðingur sprautaði mig óvart með alnæmissmituðu höfrungablóði. Ég er kominn með höfrungaalnæmi. Eina lækningin er coke light.
Sem betur fer er þetta ekki lífshættulegur sjúkdómur nema að sjúklingurinn sé höfrungur(með höfrungaónæmiskerfi) en í mönnum nær hann samt sem áður að valda einkennum; nefninlega mannáti og garðyrkju(sem er hommaíþrótt).

Valið stendur á milli þess að drekka coke light, sem gæti ollið mér frekara heilsutjóni(eða jafnvel orðið mér að fjörtjóni), eða borða fólk og stinga mig á rósarunnum.

Ákvörðunina ætla ég að taka með línuriti sem ég bý til í snemma í fyrramálið.

   (6 af 26)  
1/11/05 03:00

Skabbi skrumari

Skuggalegt... það er allt að verða vitlaust í þessum heimi... ekkert er heilagt lengur... góðan bata.

1/11/05 03:01

Lopi

Var eitthvað í Coke-lightinu?

1/11/05 03:01

Anna Panna

Ef kók læt er lækningin þá myndi ég frekar vilja vera dauð.

1/11/05 03:01

Blástakkur

Þú veist vonandi að í hvert skipti sem þú drekkur einhvern "diet" drykk fær Donald Rumsfeld eitthvað fyrir sinn snúð.

1/11/05 03:01

Rauðbjörn

Samanber:
Pepsí = Ísrael.

1/11/05 03:01

Rasspabbi

Valið er einfallt - mannát. Það drekkur enginn karlmaður með snefil af reisn þennan óhroða sem kók læt er.

1/11/05 03:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Kók Læt veldur þunglyndi! Sem og hver annar drykkur með gerfisætuefnum í stað sykurs!

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.