— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Dagbók - 1/12/03
Hlandbruni

Sagan af því þegar ég vaknaði með bleyjuútbrot á kinnunum.

Nú hefst annar skóladagur þessa árs, 2004 og finnst mér nú ekki mikið til koma: leyfar úrkomu seinustu daga sitja eins og myglyskán á götum borgarinnar og neita að hreyfa sig, hitinn hengur á bláþræði við frostmark og ég geri mig tilbúinn fyrir enskutíma.
Ekki það að ég þurfi þess eithvað sérstaklega, hef ekki þurft að nota orðabók síðan ég las "Walden" eftir hann Thoreau.
Nei, það er ekki bókmenntunum að kenna, það er kennslunni að kenna; kennari vor er mélráfa sem finnst fátt annað betra en að meiða nemendur sína, sérstaklega þá sem hlutu enskuna í vöggjugjöf.

Já, hún gerir mig þakklátann fyrir það að þessir þvagblettir mínir hafi seinkað mér.

   (21 af 26)  
Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.