— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/03
ÓTRÚLEG LÍFSREYNSLUSAGA

Einfaldlega ótrúleg saga um mig og fræga fólkið.

Nú, eins og þið vitið fæst þá fæst ég við símsvörun í vinnunni minn og hef mér hlotnast sá heiður að tala við helstu meðlimi sósíalelítunar á Íslandi á starfstíma mínum, en ég verð að segja að ég er hreinlega með fiðrildi í maganum eftir það sem átti sér stað í gærkvöldi:

<Ring-Ring>
Rauðbjörn: ******, gott kvöld, get ég aðstoðað?
???????????: Já, ég hringi hérna úr leyninúmeri, þarftu ekki að fá símanúmer til þess að geta tekið niður pöntun?
Rauðbjörn: Jú, ég þarf þess.
???????????: Þá er kannski best að ég kynni mig, ég heiti Björgvin Halldórsson.
Rauðbjörn: <Andköf>Sami Björgvin Halldórsson og var valinn poppstjarna Íslands 1986?
Bjöggi: Já, og jafnvel enn í dag. En heyrðu, ég ætla að finna fyrir þig símanúmer sem ég get látið þig hafa, ég hringi aftur á eftir.
Rauðbjörn: Mætti ég samt spyrja þig að einu? Bara svona fyrir sjálfan mig.
Bjöggi: Já, endilega.
Rauðbjörn: Ég hef oft velt fyrir mér: Þegar þættir og bíómyndir eru kynntir á stöð 2 er það þá ekki röddin þín sem prýðir bakgrunninn.
Bjöggi: Jú mikið rétt. Það er ég.
Rauðbjörn: Vóóó... Það er eins og mig grunaði.
Bjöggi: Vertu blessaður.
Rauðbjörn: Já, gott kvöld.

Svona fór þetta í grófum dráttum. Hugsið ykkur bara, ég, starfsmaður í þjónustugeiranum með lúsatekjur gafst færi á að skiptast á orðum við poppstjörnu Íslands!

Svoleiðis gerist ekki á hverjum degi, ónei....

   (16 af 26)  
2/11/03 04:01

Finngálkn

Heppinn!

2/11/03 04:01

hundinginn

Heppinn!

2/11/03 04:01

Nornin

Mér finnst hann asnalegur gamall kall.
En ef þér finnst þetta skemmtilegt þá:
Til Hamingju.

2/11/03 04:01

Vamban

Það eru fáir sem verða þess heiðurs aðnjótandi að Bo yrði á þá. You are truly blessed.

2/11/03 04:01

Heiðglyrnir

Alla daga bjarta, og allt sem gleður hjarta.

2/11/03 04:01

Þarfagreinir

Magnað. Alveg magnað segi ég. Þú hlýtur að vera í sjokki.

2/11/03 04:01

Goggurinn

Jedúddamía!

2/11/03 04:01

Skabbi skrumari

Þetta hefur verið upplifun, man þegar ég sá hann einusinni í sjoppu þegar ég var tíu ára... maður gapti bara, en mamma gapti meira... sem mér þótti skrítið hehe

2/11/03 05:01

Rasspabbi

HVÍLÍK GRÍÐARLEG HEPPNI!

2/11/03 16:00

Ívar Sívertsen

Heppni?

2/11/03 23:01

Smábaggi

Mikið held ég að þessi Björgvin Halldórsson sé hamingjusamur yfir að fá að tala við sjálfan Rauðbjörn í síma. Það eru ekki allir svo heppnir.

2/12/04 06:01

Bismark XI

Ég fór nú með honum til danmerkur Rauðbirni sjálfum.

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.