— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/02
Það að "hinkra"

Æsileg frásögn þar sem fram kemur fram m.a. töluverð ölvun og fjölmiðlaævintýri.

Helgina 14.-16. Nóvember eyddi ég, ásamt fleiri ungmennum á svipuðu reki, fyrir utan verzlunina Nexus að Hverfisgötu 103.
Þegar ég mætti, um fjegur leytið á laugardag, en sala hófst ekki fyrren tvö á sunnudegi, voru þegar átta manns mætt.

Hinkrið hélt síðan áfram í 22 tíma og á þeim gerðust hinir ótrúlegustu hlutir, ölvun og svæsið myndefni komu þar inn í en ekki verður nánar útí það farið.
Þegar líða tók að lokum kom síðan eftirlætis fjölmiðlakonan mín, Eva Bergþóra og tók nokkra hörðustu hinkrarana að tali, þar á meðal mig.
Birtist ég svo í fréttum stöðvar 2 á sunnudagskveldið, og ekki nóg um það heldur komst ég að því síðar að mig gefur einnig að lýta á forsíðu fréttablaðsins, úr fókus þó.

Gaman er að minnast á að allt hinkrið bar ávöxt, ég keypti mér og öðrum sæti 12-G, 13-G og 14-G, miðja fyrir miðju.

   (22 af 26)  
1/12/05 10:01

Dr Zoidberg

[Hinkrar við og drekkur læknaspíra meðan enginn sér til]

2/12/06 13:01

krossgata

[Grípur doktorinn glóðvolgan]

4/12/06 18:00

hvurslags

Ég var þarna líka!

4/12/06 22:01

krossgata

Hvaða sæti fékkstu?

2/12/07 09:01

Regína

Hinkrar aðeins.

Aðeins lengur.

3/12/07 09:00

krossgata

Ég ætla ekkert að hinkra lengi hérna. Skál!

9/12/07 05:01

Álfelgur

[Fer]

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.