— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/10
Áfram Ísland

Síðasti dagurinn í riðlakeppninni er á morgun, laugardag.

Jæja þið ykkar sem ekki hafið verið límd við skjáinn yfir beinum útsendingum frá Veldhofen í Hollandi, þið eruð búin að missa af miklu en ekki öllu.
Leikurinn gegn USA 2, sem jafnframt síðasti leikur Íslands í riðlinum verður sýndur á BBO og hefst kl 14:45. Slóðin er: bridgebaseonline.com, síðan klikkið þið bara á Vugraph.
Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum í hverju spili fyrir sig á vef Alþjóðabridgesambandsins http://www.worldbridge1.org/tourn/Veldhoven.11/Microsite/RunningScores/ASP/RoundTeamsConditStatClassicMod.asp?qtournid=881
Þá er rétt að benda þeim ykkar sem eruð á höfuðborgarsvæðinu að það verður opið hús í Síðumúlanum, húsi Bridgesambandsins kl 11:45 og 14:45 þannig að þar verður hægt að fylgjast með leikjunum við Pólland og síðan við kanana. Það vilja örugglega margir rifja upp stemmninguna frá 1991.
Jæja koma svo, Áfram Ísland - við ætlum í útsláttinn og svo sjáum við til.

   (3 af 30)  
31/10/10 22:00

Kargur

föööööööökkk

31/10/10 22:00

Huxi

Þetta er þó skárra órit heldur en annað samnefnd hér á síðunni. Hér er þó ekki verið að hvetja fólk til hórdóms með Fésbókarhelvítinu. En þó legg ég til að þú eyðir þessu óriti fljótlega, t.d. á í næstu viku.

31/10/10 22:00

Billi bilaði

Vinsamlegast ekki eyða þessu riti. Það eru í því upplýsingar sem ég ég áhuga á að nýta mér þegar við erum komin í 8 liða úrslitin og lengra.

31/10/10 22:01

hlewagastiR

Undarlegt uppátæki hjá fullorðnum mönnum að vera að keppa opinberlega á alþjóðavísu í Ólsen Ólsen og viðlíka barnaleikjum. Og það svona úldnum leikjum. Þeim væri nær hálfu að reyna með sér í fallinni spýtunni eða bimbirimbirimmbamm..

31/10/10 22:01

Golíat

Helvíti kemur þetta flott út.

Annars er ég að fara á límingunum núna. En ég treysti Jóni Bald og Láka og Bjarna Meistara og Alla fyrir þessu.

31/10/10 22:01

Billi bilaði

Öss. Þetta mátti ekki mikið tæpara standa.
Hverja viljum við fá í fjórðungsúrslitum?

31/10/10 22:01

Texi Everto

Má bara ekki keppa í neinu án þess að hlebbi röfli yfir því ?
Komdu með mer á bakbrotsfjall og ég skal víkka sjóndeoldarhringinn þinn.

31/10/10 22:01

Golíat

Hollendingarnir völdu okkur. Kom ekki á óvart eftir að þeir burstuðu okkur í riðlinum í gær.
Hollendingarnir koma til með að taka einhverja impa með sér inn í viðureignina, veit ekki hversu marga.

Já Texi reyndu að víkka það sem þrengst er á hlebbanum.., þe þröngsýnishornið.

31/10/10 23:00

Huxi

Ég stend með hlebba og krefst þess að koma með í útvíkkandi útsýnisreið um Bakbrotsfellið. [Stillir sjónarhornið afar þraungt]

31/10/10 23:01

Billi bilaði

Hollendingarnir eru greinilega með Íslendingana ósmurða á Bakbrotsfelli. <Össar í bak og fyrir>

31/10/10 23:02

hlewagastiR

Óskaplegur Össur máttu vera, Billi.

1/11/10 00:01

krossgata

Ég klikkaði á þessu Vugraph (eins og óskað var eftir) ... og líður óskaplega vel með það.
[Glottir <lýsing að eingin vali hér>]

1/11/10 03:01

Golíat

krossgata - þú ert klikkuð. [Glottir að eingin vali]

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.