— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/06
Þetta er fulllangt gengið!

Ótrúlegustu fullyrðingar sjást á hinum svokölluðu bloggsíðum.

Ég er ekki sáttur við það rakalausa bull sem hér kemur fram; http://eyjan.is/bjorningi/
Ég hef aldrei og mun aldrei barma mér.

   (8 af 30)  
1/11/06 07:01

Sundlaugur Vatne

Rétt, Golíat. Láttu ekki svona labbakúta ljúga upp á þig.

1/11/06 07:01

Jarmi

Já sæll! Eigum við eitthvað að ræða það eða?

Annars er þetta lélegasta félagsritið í marga mánuði hér. Þú mátt endilega eyða því og skrifa frekar pistil um filtpenna og áhrif þeirra á biflíuna.

Góðar hægðir.

1/11/06 07:01

krossgata

Flokkast þetta ekki undir meiðyrði?

1/11/06 07:01

Golíat

Það held ég. Svo kemur Jarmi og bætir gráu ofan á svart, eða öfugt. Maður sem veit ekki einu sinni að rita skal stóran staf í Biblía.
Hann kynni því sjálfsagt vel að vera rægður í bloggheimum.

1/11/06 07:01

Þarfagreinir

Ætli Bingi sé ekki þarna að hefna sín á þér fyrir neikvæð ummæli sem þú lést falla um hann hér á Gestapó fyrir ekki svo löngu, Golíat? [Flissar ótæpilega]

1/11/06 07:01

B. Ewing

Mannvíg, blogvíg. Þetta er einn og smi hluturinn. Látið hefna fyrir ergi!!

1/11/06 07:01

Nornin

Rógburð myndi ég kalla þetta.
Við ættum kannski að tala við hann undir fjögur augu Golíat? Skal breyta honum í frosk (eða pödduna sem hann er) fyrir þig.

1/11/06 07:01

blóðugt

Að maðurinn skuli dirfast! [Glennir upp augun og hristir höfuðið með hneykslan]

1/11/06 07:02

Jarmi

Helmingurinn af fastagestunum hérna kalla mig kúk og þaðan af verra. Þú þarft ekkert að tala við mig um hvernig er að vera undir árásum á netinu.

Og svo skrifar maður ekki stóran staf í upphafi orðsins 'biflía'. Ekki frekar en í orðinu 'gvöð'.

1/11/06 09:00

Jóakim Aðalönd

Fuss og svei! Svona skrifa menn ekki eins og þessi Bingdaó gerir...

1/11/06 09:01

feministi

Iss þetta er ekkert, gúgglaðu femínisti.

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.