— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/03
Hver kastar fyrsta steininum?

Um Ísland hið spillingarlausa.

Ég skil ekkert í þessu. Við íslendingar sem erum svo algerlega lausir við alla spillingu, við látum samt hafa okkur út í gera nánast hvað sem er ef það er mórallinn í kring um okkur. Við gerum eins og hinir, tökum ekki móralska eða siðferðislega afstöðu sjálfir. Hvernig er með einelti í skólum og vinnustöðum, það þykir sjálfsagt og bráðskemmtilegt að níðast á einhverjum einum. Hvernig er ekki samstaðan meðal sjómanna við brottkast og kvótasvindl, það vita það allir að slíkt er stundað ómælt á stórum hluta flotans en nánast allir neita því að hafa nokkurn tímann heyrt um slíkt. Í höfnum landsins er það ómælt stundað að lauma fram hjá vigt, gefa upp rangar tegundir osfrv. Öryrkjarnir vinna svart frá morgni til kvölds. Hjón skilja á pappírunum. Bændur slátra heima og selja á svörtu. Menn skjóta rjúpur eins og þá listir. Farmenn koma aldrei smygllausir til landsins. Verðbréfaguttarnir bera enga ábyrgð þó þeir plati síðasta aurinn út úr gamalmennum. Og núna, það kemur á daginn að stjórnendur olíufélaganna fóru ekki á klóið án samráðs. Þannig var þetta líka í grænmetinu.
En, áður en menn kasta fyrsta steininum og fara að stað með heykvíslarnar og kaðlana með það að markmiði að hengja alla starfsmenn olíufélaganna sem af þessu vissu og tóku þar með virkan eða óvirkan þátt í ódæðinu, íhugið hvernig þið hefðuð brugðist við. Hvenær hef ég staðið frami fyrir því að velja milli starfsins, starfsframans, félaganna, fjárhagsins og þess sem rétt er. Því skrefin frá réttu brautinn til glötunar er mörg og virðast ekki öll merkileg.
Ég ætla að segja pass þegar þið spurjið hverjir verði með í Klan-ferðinni að húsum olíugreifanna. Verð heima og íhuga hvort ég hefði verið einn þeirra ef tækifærið hefði boðist.
Góðar stundir.

   (20 af 30)  
1/11/03 01:01

Hakuchi

Eitt af því sem Íslendingar hafa líka verið snillingar í að forðast í samfélagsgerðinni er ábyrgð. Í fögrum og góðum heimi myndu topparnir fara í tukthúsið, þ.e. bera ábyrgð fyrir glæpnum og verulega einbeittum brotavilja. Þetta gildir ekki einu sinni í fögrum og góðum heimi, heldur jafnvel löndum eins og Svíþjóð eða Danmörku.

Persónulega er mér alveg sama um lægra setta menn. Hins vegar lentu menn í æðri stöðum í þeirri klemmu að standa fyrir siðferðislegu vali. Flestir floppuðu. Vissulega er valið erfitt og þeir ekki öfundsverðir að lenda í stöðunni. Það réttlætir hins vegar ekki glæpinn.

1/11/03 01:01

hundinginn

Lumur husnum við steininn!

1/11/03 01:01

Skabbi skrumari

Það eru einmitt þessi ríku olíufélög sem eiga að hafa efni á að breyta rétt... ég neita að draga fátæklinga inn í umræðuna, þ.e. þá sem hafa jafnvel ekki efni á að breyta rétt og verða að svíkja nokkrar krónur undan til að geta brauðfætt fjölskylduna... því segi ég, hér er um tvennt ólíkt að ræða

1/11/03 01:01

Frelsishetjan

Þetta snýst allt um fyrirtæki um hvort að menn séu látnir í steininn eða ekki. Eina leiðin sem ég sé útúr þessu er að forstjórar kæri sjálfan sig fyrir að hafa stolið peningum og við getum tengt það við skuldirnar sem þeir þurfa að borga núna. Það er ekkert annað en þjófnaður frá því fyrirtæki sem þarf að borga vegna þess að þeir fara ranga leið með peningana. Þetta er ekkert ósvipað skjá eins málinu. Nema þar var ekki forstjóri sem tók þessa stefnu heldur bókarinn.

1/11/03 01:01

Frelsishetjan

Og þar liggur munurinn.

Nú verður maður svo bara að bíða eftir hvað komi úr Baugsmálinu.

Annars held ég að þetta muni ekkert breytast þó að þessi úrskurður hafi komið.

1/11/03 01:01

Golíat

Ég er alls ekki að segja að það eigi ekki að refsa forstjórunum, en það er hins vegar hollt að skoða málin frá fleiru en einu sjónarhorni. Við landsbyggðarlýðurinn höfum í raun orðið verst fyrir barðinu á "samræðinu", verðið á dropanum hér í nágrenni við mig hefur verið allt að 13-14% hærra en í bænum auk þess sem okrið á útgerðinni og flutningastarfsemi bitnar náttúrulega sérstaklega á landsbyggðinni.

1/11/03 01:01

hundinginn

Sjálfur var ég bílstjóri hjá Shell, þegar þeir keyptu 2 nýja Benz Actros trukka og 32.000 lítra trailer vagna til flutnings á þotueldsneytinu. Áður en ljóst var hver fengi flutninginn. En á þeim tíma hafði Esso séð um þetta, en Shell átti stærri hlut í Flugleiðum. Skyldu þeir hafa vitað fyrirfram hvernig útboðið færi? Mér er "spurn"

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.