— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 31/10/09
Heimtur úr Helju

Sæl aftur. ‹blæs úr nös › Ég lenti í þeirri ansans óheppni að vera að að eeh...lesa bók...í dýpstu dýflissu Nefndarmálaráðuneytisins þegar allt hrundi fyrir tveimur árum og lokaðist ég þannig inni rúmum tveimur kílómetrum undir yfirborði jarðar. Sem betur fer var ég ekki langt frá nefndafundabirgðastöð ráðuneytisins og gat því dregið fram lífið á eins miklu af niðursoðnum kleinum og eðalvínum og ég gat í mig látið. ‹bendir á kleinulaga bumbuna› Núna hefur Nefndarmálaráðuneytiskastalinn verið endurbyggður og námuverkamenn fundu mig blessunarlega hallelújah. Ég er því heimtur úr helju og upprisinn. En jæja, hef ég misst af einhverju?

‹fer út í haustveðrið en snýr aftur eftir tvær mínútur og ákveður að nýjar kleinur og eðalvín séu klárlega það sem hann ætli að fá sér í kvöld›

   (1 af 22)  
31/10/09 14:01

Garbo

Já, Vladimir sprengdi skriðdreka embættisins í loft upp. Heyrðir þú ekki neitt?

31/10/09 14:01

Bjargmundur frá Keppum

Nei? Reyndar var eina dægradvöl mín þarna niðri sjónvarp sem náði eingöngu útsendingum Omega og því var það ætíð stillt í botn og engin önnur hljóð því heyrileg hallelújah

31/10/09 14:02

Huxi

Ég vil benda þér þá á að þetta góða veður sem leikur við oss er í boði Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins og hef ég ákveðið að hafa Veðurvjelina stillta á SÍÐSUMAR a.m.k. fram að helgi.

31/10/09 15:01

Golíat

Er heimtur úr helju sæmilegar í haust?
Hvað með ásetning?

31/10/09 15:01

Bjargmundur frá Keppum

Ég var einmitt að tala við frænda minn sem býr í Heljarhreppi og hann sagði sauðféð þar hafa komið afar feitt og syndugt undan sumri. Auk þess voru margir syndaselir veiddir í sumar á skerunum í Helvítisfirði. Mjög gott alltsaman.

31/10/09 16:01

Vladimir Fuckov

Vjer bjóðum yður velkominn til baka og biðjumst afsökunar á skriðdrekanum sem sprakk, það var nefnilega fyrir örlítinn misskilning talið að óvinir ríkisins hefðu hann á sínu valdi.

Stofnuðuð þjer ekki einhverjar nýjar nefndir yður til dægrastyttingar meðan þjer voruð fastir neðanjarðar ?

31/10/09 17:01

Bjargmundur frá Keppum

Jú biddu fyrir þér Vlad. Ég byrjaði á því að tengja saman allar nefndir stjórnkerfisins í nýtt hringlaga kerfi þar sem hver og ein er yfir einni og undir annarri nefnd án þess að málaflokkar þeirra eða valdsvið tengist á nokkurn hátt. Þegar það var komið var leikur einn að stofna nýjar nefndir hér og þar til að mæta kröfum ráðuneytisins um gæði og afköst og til að halda við stöðugum vexti hins opinbera kerfis. Hinu nýja kerfi hefur verið ýtt úr vör og lauslega reiknað mun það skapa um 7300 ný störf á hverju ári, og eru þá ekki reiknuð með áhrifin á kaffi-, kleinu- og koníakiðnaðinn.

31/10/09 18:01

Kiddi Finni

Velkominn aftur úr Helju.

1/11/09 00:01

Sannleikurinn

En getur verið að Helja sé heimt úr honum?

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.