— GESTAPÓ —
dordingull
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/04
Um félagsrit og svar til Narfa.

Sú sprenging sem hefur orðið í gerð félagsrita veldur því að vart er orðin tími til að fylgjast með þeim skrifum og athugasemdum við þeim.<br /> Enda eru menn farnir að kvarta.<br /> Sæmi fróði kom með þá ágætu uppástungu að láta tilvísun á félagsrit breyta um lit ef við það bærist ný athugasemd til þess að hægt væri að fylgjast með umræðunni. Og það er spurning hvort það þurfi að breyta reglum um þessi skrif, því mörg þeirra eiga frekar heima á þræði og nytu sín þar líka betur þar sem athyglisverð umræða um góð skrif koðnaði ekki niður á einum degi. <br /> Nú þegar ég svara ekki dagsgömlu riti Narfa er það komið niður í miðjan hóp og ólíklegt að nokkur lesi það framar.<br /> Því flyt ég athugasemd mína hingað ekki síst til að vekja athygli á því að mér finnst þurfa að gera eitthvað í málinu.

Grjótkast er þjóðaríþrótt á þeim slóðum sem sagan varð til.
Narfi minn, frá því fyrir tveimur árum hafa komið fram margar persónur sem hafa tekið að sér ákveðin hlutverk sem eru meginþema í framkomu þess þó ekki séu þau alltaf í þeim. Ísdrottningin er t.d. öðrum fremur í hlutverki málfarslegs leiðbeinanda. Vímus, þar sem svo margir voru í hlutverkum ofdrykkjumanna, tók að sér hlutverk pilluætunar, Frelli, Hóras og fleiri og fleiri hafa mótað sér ákveðna framkomu, sem er gegnumgangandi lína í framkomu þeirra. Don De Vito talar til flestra með sama hætti og til þín. Hlutverk Smábagga (komdu þér heim skepnan þín hvarsem þú ert) sem hins endalaust fúla og skapvonda var og vonandi er frábært.
Hefðu Ísa, og Hexía í hlutverki kennslukonunnar, ekki skammað mig þegar ég kom til baka eftir alltof langt frí og lét fingurna sem ekkert rötuðu vaða um ónýtt lyklaborð og sendi án þess að lesa yfir, hefði það sennilega dregist mjög að ég færi að vanda mig, en á því hef ég lært mikið þó vitleysurnar séu margar enn.
Nú sjálfur veð ég um allt og skýt föstum skotum, stundum um of, í allar áttir en er mýkri á milli og fer stundum á flug í umræðum þar sem köngulóarapinn skrifar í mörgum tilfellum þvert á skoðun persónunnar sem er á bak við hann, einungis til þess að vera á móti því sem einhver annar var að skrifa. Lýgur, ýkir og fíflast í þeim tilgangi að skemmta sér og vonandi öðrum. SKÁL!!

   (6 af 8)  
1/11/04 02:02

Offari

Er einhver kvóti er nýgræðingur hér og hef ekki hugmynd hvort ég er orðin of frekur á félagsritin hér?

1/11/04 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú ert góður strákur. Ég veit ekki hvort magnið af orðunum í belgnum seigi svo mikið um gæði félagsritanna . Við komum hingað til að tjá okkur hver á sinn hátt og er það vel 'eg hlít að vera með afbrigðum leiðinlegur og lélegur félagsritahöfundur þar sem ég fæ oftast örfá svör við þeim. enn takk fyrir gott rit

1/11/04 02:02

dordingull

Það er einmitt þetta Gísli minn sem ég er að tala um.
Ágæt skrif þín geta einfaldlega farið fram hjá flestum vegna þess að rit sem þú sendir inn að morgni getur verið komið niður fyrir miðjan hóp og jafnvel verið dottið út af sýnilegum lista að kvöldi.
Og daginn eftir er það nær örugglega horfið.
Viðurkenni það fúslega að sjálfur missi ég heilu dagana úr þessum skrifum.

Nei nei, það er engin kvóti og endilega skrifaðu sem mest.
Það er bara fyrirkomulagið á þessu sem er að vefjast fyrir mér, því það sem þú skrifar í dag les engin á morgun.

1/11/04 02:02

dordingull

Smá viðbót.
Er hál fúll yfir því að hafa ekki munað eftir þeim bræðrum GEH í svari mínu til Narfa. Þar sem íslendingurinn í útlöndum sem er að tapa niður málinu er ein skemtilegasta persónan sem sköpuð hefur verið hér á gestapó.

1/11/04 02:02

Sundlaugur Vatne

Já, Dordingull, þá sjaldan að þú gefur út félagsrit er rétt að það fái að lafa lengur inni en sumt af því bulli sem stundum er gefið út hér.

1/11/04 03:00

Litli Múi

Rétt hjá þér, það er hálf leiðinlegt að leggja kannski ágætis vinnu í félagsrit sem enginn nær að lesa því að það er dottið út daginn eftir. Ég er þar að vitna í seinasta félagsrit sem ég sendi inn, þar sem ég lagði alveg eins og hálfs tíma vinnu í skrifin á því til þess eins að því sé bolað út af listanum af tugum félagsrita um kvennréttindi sem að mínu mati hefði alveg geta verið þráður, því eftir fyrstu tvö var þetta orðið frekar leiðigjarnt. Þetta hefur bara þær afleiðingar að ég hættir að nenna að leggja vinnu í félagsritin.

1/11/04 03:00

Bölverkur

Þetta er svokölluð verðbólga, því meira framboð, þeim mun minni eftir spurn. Best að segja ekki meir fyrr en í eigin félagsriti.

1/11/04 03:00

Heiðglyrnir

Góðir punktar dordingull minn, en þetta verður að hafa sinn vanagang, þ.e. það rignir jaft á réttláta sem rangláta.

1/11/04 03:00

Narfi

Ég er viss um að síðustjórarnir sjá þetta og taka vonandi til athugunar.

1/11/04 03:00

Sæmi Fróði

Til Litla Múa, ég reyni oftast að svara félagsritum enda hef ég orðið fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að enginn svaraði mínu félagsriti, reyndar endaði með að Sundlaugur og þú svöruðu. Að leggja mikla vinnu í félagsrit og fá lítið af svörum er því eitthvað sem ég kannast vil og er búinn að sætta mig við.
Ein lausn væri að fjölga forsíðufélagsritum.

1/11/04 03:01

hlewagastiR

Félagsrit ættu að þurfa að standast gæðavottun áður en þau eru birt. T.d. að ritstjórarfulltrúi samþykkir ritið til birtingar. Ekki friðargæsluliðarnir, þeir eru ekki því starfi vaxnir.

1/11/04 03:01

Sæmi Fróði

Gæðavottun væri góð, en myndi þá ekki safnast saman bunkinn hjá ritstjórum og félagsrit sem eiga við einn daginn myndu missa gildi sitt við að birtast á röngum tíma?

1/11/04 03:01

hlewagastiR

Jú, það er auðvitað hætt við því ef þeir gefa þessu ekki tíma. En hví skyldu þeir ekki gera það? Þetta eru nú snillingar.

1/11/04 04:01

Vladimir Fuckov

Þess má geta að í gær lukum vjer við að semja nýtt fjelagsrit en ákváðum að fresta birtingu þess sökum mikils fjölda fjelagsrita þessa dagana. Tvö önnur fjelagsrit eru í undirbúningi.

dordingull:
  • Fæðing hér: 10/10/03 13:52
  • Síðast á ferli: 20/6/13 19:39
  • Innlegg: 2406
Eðli:
AA,HA!
Fræðasvið:
Mangado
Æviágrip:
Hví þarf ég að endurskrifa ævisögu mína?Man ekki með nokkru móti hvaða tegund ýkju og skreytingarlistar var notuð í 1.útgáfu. HVAR ER HÚN NÚ?! Týndist handritið kannski í hafi? Mun þá gera mitt besta við endurritun en vil þá fá tryggingarféð greitt.