— GESTAPÓ —
Frelsishetjan
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/04
Líkamsæfingar.

Hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá er líkamsræktarstöð.

Gaman er að segja frá því að komin er líkamsræktarstöð í fyrirtækinu sem ég vinn hjá og hef ég tekið upp á því að lyfta og æfa mig reglulega. Árangurinn virðist góður ég hef nefnilega fengið mikla athygli frá kvennkyninu í fyrirtækinu og skemmst frá því að segja að konurnar eru nú farnar að stara á mann.

Það sem kemur á óvart er að ég vissi ekki að ég gæti fengið meiri athygli en ég var áður með en ég vil segja frá einu skemmtilegu dæmi. Þannig er að í gær fór ég í mat og fékk mér að borða. Eftir matinn ákvað ég að fylla lungun af reyk. Reykherbergið er með glervegg þannig að það sést inn í það frá mötuneytinu. Það hefur ein flottasta pían í fyrirtækinu verið að sýna mér athygli eftir þorrablót fyrirtækisins. Á því þorrablóti upplýsti hún mig um það að hún væri alveg til í mig.

Allavega þá er mötuneytið með glervegg og svo kemur gangur og hinumegin við ganginn er svo reykherbergið, sem er með glervegg og þá sést þangað inn frá mötuneytinu. Ég fer og fæ mér reyk eftir máltíðina og þessi ákveðna stelpa horfir á mig labba ganginn og fara í reykherbergið. Ég sest þar í myndarlegan sófa og tek eftir því skömmu síðar að hún og allar flottustu vinkonur hennar færa sig á annað borð til að geta notið útsýnissins á mér. Svo finn ég að verið sé að horfa á mig og þegar að ég lít til þeirra þá stara þar stelpurnar á mig og líta síðan undan þegar að þær sjá að ég er að horfa á móti.

Eftir vinnu fer ég svo að æfa og þegar að ég labba ganginn sem er á milli karlaklefans og lyftingasalsins þá mæti ég þessari stelpu sem starir alltaf á mig. Hún sá hversu lostafullur og stinnur líkami minn er og byrjaði strax á að koma með kommentið: Ertu svona duglegur að æfa. Og ég sagði bara á móti að ég reyndi að vera það. Síðan fór ég inn og tók á því. (þegar ég tala um að taka á því þá er ég ekki að tala um að eiga við mig)

Ojá það er unaðslegt að vera svona flottur.

Tilmæli Nornarinnar um að ég ætti að mæta nakinn kemur því ekkert á óvart. Því er hún búin að sjá minn þokkafulla líkama í kjötheimum. Við hittumst þarna á bókakynningu Baggalúts fyrir jólabókaflóðið. Þannig að hún veit alveg hvað hún er að biðja um.

Ég ætla svo að bæta einu við. Í gær eftir æfingu og sturtu þá labbaði ég út og þegar að ég fór út tók ég eftir að ein mesta pían í fyrirtækinu var að horfa á þokkafullan líkama minn, ég vissi þetta um leið og ég fékk blóð í hann. Þá er hann að segja mér að auðveld bráð sé nálægt. Svo starði hún og starði og ég labba að bílnum mínum sem er svolítið í burtu og þá keyrir hún framhjá með pabba sinn og horfir á mig og pabbi hennar líka! Hún hefur örugglega verið að biðja um leyfi fyrir að fá að lúlla hjá mér og hann hefur verið að skoða þennan kosta grip (eins og bóndi sem er að velja sér stóðhest á hryssuna sína), sem ég er og hefur að lokum samþykkt það. (Það kemur engin önnur niðurstaða til greina) En já þarna er maður vöðvaskrokkur tilbúinn til sæðingar.

Hetjan hefur talað.

   (2 af 50)  
3/12/04 10:00

Vímus

Það er í góðu lagi að byggja skýjaborgir, en öllu verra að flytja inn í þær.

3/12/04 10:00

Frelsishetjan

Þetta er iðulega það sem ég má þola frá karlpeningnum. Fylgikvilli frægðarinnar.

3/12/04 10:00

Órækja

Gætu þessar störur tengst sósublettinum sem þú varst með í hárinu í gær?

3/12/04 10:00

Frelsishetjan

Annaðhvort það eða klaflausu buxurnar sem ég geng í.

3/12/04 10:01

Kuggz

Frelli hress á kantinum.

3/12/04 10:01

Þarfagreinir

Verður þetta ekki stundum óþægilegt?

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Nei það er þægilegt að láta djásnið dingla.

3/12/04 10:01

Júlía

Uss, uss...Lætur þessi flotta stelpa PABBA sinn ná í sig í vinnuna?! Hvað er manneskjan eiginlega gömul? Á hún ekki bíl og íbúð sjálf?
Nei, Frelli minn, þetta hljómar nú ekki of vel.

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Nei hún náði í pabba sinn.

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Þau vinna þarna bæði sko...

3/12/04 10:01

Nornin

Já ég minnist þessarar óstjórnlegu fegurðar með miklum söknuði. Verst hvað mér varð illt í augunum að sitja með Hetjuna fyrir framan mig... þurfti að fara heim stuttu síðar.

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Já þetta er algengt vandamál. Fegurðin er svo mikil að fólk hreinlega tárast og fer yfirleitt svo heim til maka síns og stunda með honum villtar bólfarir en hugsar um mig á meðan. Þetta hefur mér verið sagt, frá mörgum aðilum.

3/12/04 10:01

Hakuchi

Þú ættir að tappa þessa yndislegu sjálfsblekkingu þína og selja hana. Þú yrðir moldríkur, Frelli, moldríkur.

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Þú meinar frekar að tappa mojoið og já ég yrði moldríkur annað en þið karlmennirnir sem fáið ekkert fyrir afbrýðissemina.

3/12/04 10:01

Montessori

Samkvæmt lýsingum þínum á vinnustað þínum sé ég í fljótu bragði hvar þú vinnur,er það ekki Fiskvinnsla Sigurjóns á Svalbarðseyri? Þangað hef ég oft komið og gaman að heyra að hann sé búinn að koma fyrir lyftingalóðum í kaffistofunni.

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Það veit ég ekkert um...

3/12/04 10:01

Bangsímon

Ég á við svipað vandamál að stríða, þær bara hætta ekki að horfa á mig. Renna oft augunum upp og niður líkama minn þegar ég geng framhjá. Ég er samt ekkert massaður og reyni að draga úr persónutöfrum mínum eins mikið og ég get. En það er allt fyrir ekkert. Þær bara hætta ekki að glápa á mig. Hættið að horfa á mig!! Ég verð geðveikur á endanum, ég segi það satt...

3/12/04 10:01

Hakuchi

Konur fíla greinilega kafloðna bangsa. Það kemur á óvart miðað við hárleysistískuna í dag.

3/12/04 10:01

Amma-Kúreki

ÉG man eftir svipuðu atviki hjá mér nema ég fattaði hvað var að ! bansett tóbakið hjá mér var eitthvað duló ég vildi gjarnan fá að testa hvað þú varst að totta Frelli minn þarna í reykherberginu koma svo !! leyfðu Ömmu að bragða á eða kannski eins og bölvuð Órækjan orðaði það voru brúnir blettir einhverstaðar sem vöktu athygli oft vill það verða að ungir folar hlaupa fram úr sjálfum sér þegar stóðmerar eru nálægt enn hvað veit ég kellingar álftin svosem

3/12/04 10:01

Finngálkn

Þar hitti (Þykjustu)skrattinn ömmu sína!

3/12/04 10:02

Rasspabbi

Mikið hefur þetta verið ljúfur draumur!

3/12/04 11:00

Frelsishetjan

Þessi afbrýðissemi á sér engin takmörk.

3/12/04 11:00

Hermir

Jedúddamía, svo að það eru fleiri en Leðurhomminn sem vilja þig. En þú náttúrulega vilt bara Leðurhomman svo dömurnar í Sorpu (Það er þar sem þú vinnur? Ekki satt?) verða bara að láta sér nægja að stara á fagran skrokkinn.
Þessar ályktanir dreg ég nú bara út frá því að þó svo þú hafir sagt okkur margar sögurnar þá er ekki nokkur maður (konur eru líka menn) tilbúinn að staðfesta þetta... nema jú Leðurhomminn.

3/12/04 11:01

Frelsishetjan

Þegar að ég kemst að því hver þú ert þá mun ég sofa hjá konunni þinni, móður og systur.

3/12/04 11:01

Heiðglyrnir

Er fólk virkilega að pirra sig yfir þessu skemmtilega og afar hressandi sjálfsáliti Hetjunar. Verða allir að vera ljótir, ómögulegir, þunglyndir og afturábak upp i rassgatið á sjálfum sér. Maður bara spyr.

3/12/04 11:01

Júlíus prófeti

Ég verð nú að vera sammála riddaranum, hví má Frelsishetjan ekki njóta eigin gjörvileika? Ef það vill svo til að hann sé eins fjallmyndarlegur og hann gefur til kynna, þá til hamingju með það.

3/12/04 11:01

Frelsishetjan

Ég sé það að ég hef fengið samkeppni frá Heiðglyrni og Júlíusi prófeta. Þetta eru einu mennirnir sem eru ekki afbrýðissemir og þá greinilega mjög sáttir við sjálfan sig..

3/12/04 12:00

Skabbi skrumari

Fagur kroppur... erfitt að öfundast ekki... skál Frelli minn...

1/11/05 21:01

Undir réttu nafni

Þetta er nú hálf kjánalegt eitthvað.

Frelsishetjan:
  • Fæðing hér: 3/10/03 17:51
  • Síðast á ferli: 4/1/08 18:58
  • Innlegg: 151
Eðli:
Drottnari allra vídda og sérlegur sendimaður Baggalútíu þangað.
Fræðasvið:
Svall, svall og aftur svall.
Æviágrip:
Líf mitt var frekar innantómt þangað til að deyjandi vinur minn gaf mér hringinn sinn eftir það jókst matarlyst mín á bæjarfólkinu og börnum. Var síðar vísað úr bænum og fór til fjalla. Lagði þar orka og fisk mér til munns. Kynntist þjófi og hef verið á eftir því sem hann stal frá mér síðan. Náði Hringnum eina aftur og til að gera langa sögu stutta, gleypti ég hann óvart og öðlaðist alheimskrafta.