— GESTAPÓ —
Forynja
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Saga - 2/11/09
Þegar ég fékk þráhyggju

Þegar ég tók í hönd hans,
þá hristi hann mig af sér og gekk í burtu.
Ég gafst ekki upp.

Þegar ég tók utan um hann,
sleit hann sig lausan og færði sig fjær.
Ég reyndi aftur.

Þegar ég lyktaði af hárinu hans,
kipptist hann við og horfði einkennilega á mig.
Ég var ákveðin.

Þegar ég strauk honum um vangann,
varð hann fjarlægur og færðist undan.
Ég gerði aðra tilraun.

Þegar ég kyssti á honum varirnar,
hélt hann ofaní sér andanum og reyndi að snúa höfðinu.
Ég var þrjósk.

Þegar ég horfði djúpt í augun á honum,
sá ég mynd mína speglast í reiðu augnaráði hans og það var nóg.
Ég var með þráhyggju.

   (2 af 2)  
2/11/09 07:01

Regína

Fyrir þér eða honum?

2/11/09 07:01

Kífinn

Nú langar mig til að rita meira af óbundnum rímum. En kannski ég geymi það.

2/11/09 07:01

Þarfagreinir

Gott að þú áttaðir þig á þessu fyrir rest.

Forynja:
  • Fæðing hér: 21/10/10 12:53
  • Síðast á ferli: 26/4/12 22:30
  • Innlegg: 85
Eðli:
Forynja er ófreskja. Hún veltir sér uppúr forinni, er með skítkast, saurugar hugsanir og er afar orðljót.
Fræðasvið:
Ill meðferð, niðurrifsstarfsemi og pyntingar.
Æviágrip:
Forynja reis uppúr forinni á síðustu öld og hefur verið með skítkast síðan. Eftir að hafa lifað í svaðinu drakk hún sig til dauða og reis upp eins og fuglinn Fönix en aðeins til að komast að því að allt fer í hringi og drullu pytturinn hverfur aldrei. Hún baðar sig uppúr forinni á hverjum morgni, slettir öðru hvoru úr klaufunum og er þá ævinlega með skítkast útí allt og alla. Hún er rík af kærleika en birtingarmynd kærleikans er í formi blótsyrða og níðingsverka. Hún þráir það eitt að vera elskuð og samþykkt eins og hún er.