— GESTAPÓ —
Jóhannes
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 5/12/09
Spark- rass

Í gær fór ég með hálfum hug í bíó með unglingi heimilisins, hann er mikill aðdándi teiknimyndasagna og veit fátt betra en að gleyma sér yfir ofurhetjusögum , mér finnst þetta ekki jafn spennandi en fer oft að sjá svokallaðar ofurhetjumyndir og þá eru Marvel hetjurnar efstar á blaði.

Myndin byrjaði með rolulegum og hengilmænulegu unglingsgreyi sem langaði svo að verða eitthvað annað en hann var, vinir hans voru venjulegir, foreldrar hans voru líka venjulegir og allt í kringum hann var venjulegt. Þessi ofurvenjulegi unglingur gerði allt þetta sem venjulegir unglingar gera, láta sig dreyma um betra líf...

Þessi mynd er of skemmtileg og of frumleg svo ég fari að rekja söguþráðinn í smáatriðum hér en ég get hengt mig uppá það að mikið betri ofurhetjumynd er erfitt að finna.

Ef þú ert eitthvað leiður og hefur ekkert að gera þá myndi ég svo sannarlega skreppa á þessa mynd í bíó eða sjá hana annarstaðar.

Ef þú fílar ofbeldi, blóð, morðtól og vopnaskak þá ertu á réttri mynd.

   (2 af 2)  
5/12/09 05:00

Bakaradrengur

Þetta er önnur góða umsögnin sem ég hef séð um þessa mynd.

5/12/09 03:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Spar-krass ?

5/12/09 04:01

Skabbi skrumari

Krap spark ?

5/12/09 09:01

Dula

Fullkomin mynd, frábær og skemmtileg, frumleg og fyndin.

Jóhannes:
  • Fæðing hér: 21/4/10 13:08
  • Síðast á ferli: 4/11/10 21:49
  • Innlegg: 58