— GESTAPÓ —
Jóhannes
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 5/12/09
Lögga- út

Einsog oft áður fór ég í bíó um daginn. Þetta var bara skyndihugdetta og okkur fannst tilvalið að skella okkur á eina harðsoðna Bruce Willis ræmu, það er margt slæmt hægt að segja um Brúsa kallinn en það verður ekki af honum skafinn töffarafílingurinn og þess vegna fórum við á þessa mynd í staðinn fyrir að fara á Iron man 2 einsog mig langaði meira til að sjá.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er Lethal weapon/Die hard 3 eftirlíking nema það er einsog Kevin Smith hafi farið út á þriðjudagskvöldi og beðið Bruce Willis að koma með sér í ísbíltúr og að gamni hafi hann tekið nokkra vini sína með og videokameruna.
Síðan hefur Kevin Smith fengið eina bokku af brennivíni og kassa af bjór, skipt þessu á milli þeirra og svo hafa þeir samið söguþráðinn þegar vínið var búið og þeir farið að þynnast upp, þessi söguþráður er gjörsamlega útúr kú, leikurinn er hörmung og þetta er sú misheppnaðasta Bruce Willis mynd síðan Unbreakable var og hét, maður býst einhvernveginn við einhverju frá svona frægum nöfnum og vill fá það sem maður er að borga fyrir, skemmtun, góða sögu og smá hasar... en nei þessi mynd næði ekki að skemmta neinum sem ég þekki og þekki ég marga með ömurlegan kvikmyndasmekk.

Ekki fara á þessa mynd !

   (1 af 2)  
5/12/09 10:02

Jóhannes

Stjörnuna fær Kevin Smith því hann hefur hitt akkúrat í hana hjá Bruce þegar honum tókst að plata hann með .

5/12/09 11:00

Upprifinn

Já maður verður að skella sér.

5/12/09 11:01

Jarmi

Brennivín, ísbíll og Bruce Willis. Getur ekki klikkað. Hljómar über vel.

5/12/09 11:02

Dula

Myndi hljóma vel ef ísbíltúrinn sjálfur væri tekinn upp.... myndin er CRAP

6/12/09 12:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Takk fyrir þetta, kærlega. Fer ekki að verða kominn tími á nýtt rit ?

Jóhannes:
  • Fæðing hér: 21/4/10 13:08
  • Síðast á ferli: 4/11/10 21:49
  • Innlegg: 58