— GESTAPÓ —
Al Terego
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 2/12/09
gunnar bað mig að birta þetta

samsæri og svik ég hlýt
en samviskan er mjallahvít
því leiðist mér og lítt þess nýt
að lenda undir manna skít

   (4 af 5)  
2/12/09 20:02

Hugðir

Ármann skýtur allra fastast
engan betri núna höfum.
Gunnar undan kúknum kastast
sem kom úr hans eigin gröfum.

2/12/09 21:01

Billi bilaði

"sem kom víst frá hans eigin gröfum." væri t.d. betra, Hugðir,.

3/12/09 01:01

Offari

Er ekki tími Gunnars liðinn og tími Jóhönnu kominn?

Al Terego:
  • Fæðing hér: 15/1/10 15:45
  • Síðast á ferli: 3/9/12 20:37
  • Innlegg: 88
Eðli:
Ég er brakandi nýr Gestapói, hef aldrei komið hingað áður. Datt niður á þennan spjallvef fyrir rælni þegar ég var að skoða Baggalútsfréttir.

Ég þekki ekki kjaft hérna inni og veit ekki hvort ég muni passa inni í netsamfélagið sem hér er. Helstu áhugamál mín eru teningaleikir, kveðskapur, hlutverkaleikir og þó einkum allt sem tengist málminum góða, kóbalti. Ég er frekar mikill málfarsfasisti og drekk ákavíti, oftast með kisunni minni því að ég er svo vinafár a.m.k. ennþá.

Það sem ég hata er aðallega þegar fólk notar svokallaða broskarla í textum og eins þoli ég ekki vef sem ég vil helst ekki nefna en byrjar á hu og endar á gi og er kenndur við Ísland.

Þegar ég skoðaði mig um hér með augum hins ókunna eftir að hafa skráð mig inn í fyrsta sinn rak ég augun í þetta innflytjendahlið og taldi kjörið að gera grein fyrir mér hér. Ég hlakka mjög til að láta busa mig og vonast til þess að þannig kynnist ég fullt af skemmtilegu fólki. Já og meðan ég man, ég er krútt.
Fræðasvið:
Kjarneðlisfræði og sauðfjárrækt. Krútt.
Æviágrip:
Ég einfættur landsbyggðarlúði. Hef hafist við í mínum afdal mest alla ævina og fátt afrekað ef frá er talinn góður árangur í tilraunum með kjarnasamruna. Þyki mikið krútt.