— GESTAPÓ —
Dularfulli Limurinn
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 3/12/09
Veturinn búinn ?

Á hverju hausti hlakka ég til vetrarins. Fá þessi hvítu korn sem falla af himnum, vera fram á sumarið? Þau lýsa upp skammdegið. En hvað gerist ?

Jú, það er orðið vandamál hvítu kornana, að þau fá ekki að dvelja nógu lengi á jörðinni. Með hverju árinu sem líður, þá dvelja þau skemur og skemur.

Man vel eftir fyrsta vetrinum eftir að ég fékk bílprófið. Mamma og pabbi höfðu farið á ball á suðurnesin. Pabbi átti Subaru station, árgerð 1986. Besti bíll sem ég hef keyrt í snjó.

Ég og æskuvinur minn fengum leyfi hjá pabba til að vera á bílnum þann daginn. Við gölluðum okkur upp í Kraft galla með skóflur og dráttarspotta. Fórum í bíltúr um bæinn í leit að veseni. Vesen kölluðum við það, þegar fólk var búið að festa bíla sína úti á miðri götu og gátu ekki losað hann. Þá komum við og mokuðum frá bílunum, settu spotta á milli bílana og drógum þá uppúr festunni.

Man sérstaklega eftir amerískum kagga, með sumardekkin að vopni, sem reyndi að komast upp eina götuna í bænum. Hún var frekar brött og þeir skildu ekkert í því af hverju þeir komust ekki leiðar sinnar. Við settum að sjálfsögðu spotta á milli og ókum með bílinn upp götuna.

Þetta voru frábærir tímar. En í seinni tíð hefur þessum svo kölluðu ófærðardögum farið mjög fækkandi, mér til mikillar mæðu. Loksins er ég búinn að fjárfesta í jeppling, sem hefur mikið hlakkað til að fara út að leika í sköflunum.
En hvað gerist ? Hvítu kornin ákveða að kveðja okkur, þegar droparnir falla af himnum með þvílíkum látum. En páskarnir eru framundan og held ég enn í vonina um að það komi hið klassíska 'Páskahret' og geri jörðina alhvíta og verði þannig fram að Sumardeginum Fyrsta (í það minnsta).

Þá er bara málið að henda sér niður á hnén, spenna greipar og byrja að biðja og vona maður verði bænheyrður.

   (1 af 2)  
3/12/09 14:01

Dula

Er það málið með að vilja snjóinn, eyða dýrmætu bensíninu til þess eins að bjarga einhverjum amerískum köggum úr skafli.... nú skil ég þessa dellu ennþá minna
[klórar sér í hárkollunni]

3/12/09 14:02

Kargur

Ég fékk nóg af snjó fyrir lífstíð veturinn '95. Þið megið svo sem fá allan þann snjó sem ykkur langar í þarna syðra, en ég er alsæll með alauða jörð.

3/12/09 14:02

Huxi

Snjór veldur verulega skertum akstureiginleikum á Hondunni minni. Hú er bara með 2 hjól.

3/12/09 14:02

Heimskautafroskur

Þetta var skemmtileg lesning! Kveikti ótal æskumyndir að norðan, frá þeim tímum þegar snjór var snjór og ófærð var ófærð. Og veturinn '95 er ofarlega í minni – enda magnaður snjóavetur nyrðra.

3/12/09 14:02

Garbo

Það væri allt í lagi með snjóinn ef hann gæti sleppt því að leggjast á vegi og bílastæði.

3/12/09 15:01

Dularfulli Limurinn

Huxi, þarftu ekki bara að setja hin 2 dekkin undir [glottir eins og fífl]
Kargur, eftir veturinn '95-'96 fór þetta minnkandi og minnkandi og svo hverfandi. [Dæsir allsvakalega]
Garbo, þá mátt þú, Kargur og Dula flytjast bara til Vestmannaeyja eða Færeyja. [Bíður eftir blótsyrðum frá Dulu]
Heimskautafroskur, takk fyrir þetta. En vá hvað ég man eftir einni ferð með fjölskyldunni norður á Sauðárkrók í kringum 1990. Fórum í heimsókn í eina af efstu götum bæjarins og það eina sem sást í þegar komið var að húsinu, var útidyrahurðin inni í snjógöngum. En það sást aðeins í húsið að ofanverðu
Sjálfur bjó ég svo á Ak., 1997-2000. Þá var gaman. Mun meiri snjór en í bænum. Væri alveg til í að flytjast norður aftur. [lætur hugan reika]

3/12/09 15:01

Huxi

Ég nota ekki hjálpardekk... [Hnussar, strunsar og skellir öllu]

3/12/09 16:00

Vladimir Fuckov

Vjer fengum nóg af snjó veturinn 1989. Það var ásamt 1984 snjóþyngsti vetur 20. aldarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Minna má á þetta fjelagsrit vort: http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=30 3

Hinsvegar höfum vjer ekkert á móti því að allt sje á kafi í snjó að vetrarlagi til fjalla og á hálendinu.

3/12/09 22:01

Regína

Ungu (?) strákarnir á jeppunum sem leita að fólki í vandræðum til að bjarga þeim, þeir eru alveg dásamlegir. Þú ert af góðri tegund Duli!

Dularfulli Limurinn:
  • Fæðing hér: 29/6/09 01:51
  • Síðast á ferli: 1/5/12 02:05
  • Innlegg: 685
Fræðasvið:
Sérfræðingur á mörgum sviðum, þó einna helst í asnahalahanastélum, þar sem gin, vodka og romm eru aðalefni drykkjana.
Æviágrip:
Fæddur með silfuskeið í munni, silfurbakka í hönd og með silfurpening um hálsinn. Leiddist út í að verða einkaþjónn valinkunna manna og kvenna. Eftir einkaþjónustu um árabil, var ég seldur. Nýi eigandi minn kynnti mér fyrir asnahalahanastélskokteilhristaranum, en þess ber að geta að hann er úr silfri.