— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Jens Østergaard
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 4/12/08
Af landsfundi

Já, ég fór á landsfund og verð að játa að þetta var hin besta skemmtun. Einkasamtal eitt stóð upp úr.

Á landsfundinum hitti ég nefnilega heillandi mannveru. Hún var með skorpnar kinnar og stingandi augnaráð. Hún heilsaði mér með handabandi og röddin var hálf kæfð en samt traust. Ég tók sérstaklega eftir því hversu lin og mjúk höndin var og illa nagaðar neglurnar. Vinstri höndin var gróf og hrufluð, samt sterkbyggð að sjá .

Við ræddum mál málanna, en vorum ósammála um nokkur krefjandi mál sem mér tókst fyrir rest að sannfæra mannveruna um að væri nauðsynjamál fyrir íslenskt þjóðfélag, "svo það geti dafnað, nú sem endranær".

Niðurstaða fundarins var síðan samþykkt einróma og mikið framfaraskref þar stigið. "Eitt skref áfram og tvö skásett til norðurs".
Stefnt yrði að því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nauðsyn þess að rækta háfættari hrúta, með kringlóttari horn og þéttari ull.
Dynjandi lófaklapp fylgdi.

Jens Austergaard
Settur fréttaritari.
Landsfundur 2009.

   (1 af 1)  
4/12/08 06:01

Lopi

Bravó!

4/12/08 06:01

Vladimir Fuckov

Þetta er ótrúleg tilviljun. Landsfundur Hreintrúarflokksins var einmitt haldinn nú um helgina með leynd en þetta mál kom eigi við sögu þar. Því hefur hitt svo ótrúlega á að tveir flokkar hafa verið með landsfund á sama tíma [Klórar sjer í höfðinu].

Það er of ótrúlegt til að vera satt. Annar hvor þessara landsfunda (hugsanlega báðir) hlýtur að hafa verið sviðsettur af óvinum ríkisins í einhverjum tilgangi.

Jens Østergaard:
  • Fæðing hér: 6/2/09 20:46
  • Síðast á ferli: 25/5/09 12:46
  • Innlegg: 41
Fræðasvið:
Optík