— GESTAPÓ —
Kveifarás
Heiðursgestur með  ritstíflu.
Dagbók - 6/12/08
Veikindi og frí eða skemtilegheit

Afhverju er það oft þannig að ef það er frí fyrir dyrum eða einhver uppákoma sem gæti lofað góðu, þá leggst þinn í veikindi og aumingjaskap?

Djöfull er það nú týpiskt að leggjast í veikindi sjálfur þegar eitthvað mikið stendur til.
Ætlaði í Paintball og grill með vinnunni síðar í dag, og svo stendur til leikhúsferð eftir hádegi á morgun. Nei vaknar ekki Karlinn með hausver, kvef og hálsbólgu. AAARRRGGHHH!!!
Akkúrat þegar átti að lyfta sér aðeins eftir álag síðustu vikna. Svei mér þá held ég finni bara rifil og labbi í Hallgrímskirkjuturn og losi aðeins um spennuna.

Kannski soldið mikil dramatík, ég veit en hvað getur maður ert.

Lifið heil, ég er alla vega ekki alveg 100% í augnablikinu.
‹Dæsir lengi og gónir á tölvuskjáinn›

   (1 af 1)  
6/12/08 05:01

blóðugt

Ég var einu sinni að vinna í hausveri - við framleiddum grænmetisrifla.

6/12/08 05:01

Texi Everto

Þú hefur líka tapað einu g-i Ási minn, vonandi að þetta hjálpi.
[Réttir Kveifarás eitt g]

6/12/08 05:01

Kveifarás

Takk Texi.

6/12/08 05:01

Regína

Þetta er merkilegt félagsrit. Minnir á einhvern sjónvarpsþátt sem ég man ekki hvað heitir, Oprah kannski?

6/12/08 05:01

Jarmi

Það að þú verðir eingöngu veikur þegar þú hefur tíma til þess segir mér að þú sért ábyrgðarfullur einstaklingur sem keyrir sig umfram getu dags daglega. Líkaminn er ekki hrifinn af keyrslunni en heilinn bannar honum að brotna niður. Svo kemur frí og þá segir heilinn við líkamann "jæja vinur, þá máttu fara að grenja, við höfum ekkert mikilvægt í gangi núna" og þú leggst í ræfilskap og veikindi.

6/12/08 05:01

Huxi

Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég hleypi manni með hausver og rifil upp í turninn. Haltu þig bara heima og láttu þér batna.

6/12/08 05:01

krossgata

Mér datt nú í hug að þú gætir kannski alveg skellt þér í leikhúsið. Þeim gæti vantað sannfærandi leikhljóð. Aldrei að vita. Hertu upp hugann.

6/12/08 05:01

Kveifarás

Hí Hí Góð hugmynd
Prufa kardimommubæinn á morgun

6/12/08 05:01

Anna Panna

Jæja, eins gott að muna að plana aldrei neitt með þér eftir langa vinnutörn... Annars bara góðan bata, drekktu nóg af vökva og komdu þér fyrir uppi í sófa með nógu mikið af 'vondu' sjónvarpsefni til að horfa á, það er ágætis plan þegar svona stendur á.

6/12/08 05:01

Kveifarás

takk takk

6/12/08 06:00

Kondensatorinn

Vonandi batnar þér og megir þú verða hress
og
Líða vel.

Baráttukveðjur.

K.

6/12/08 06:00

Jarmi

Hvað getur maður drukkið annað en vökva?

[Spilar sig svona líka svaðalega smart og glottir eins og fáviti]

6/12/08 06:01

Blöndungur

Tæknilega séð er hægt að drekka margt annað en bara vökva. Ef við sláum því föstu að það sé hægt að drekka allt sem er fljótandi, þá er ýmislegt sem fellur inn í þann flokk, án þess að teljast vökvar. Þar má nefna sand, sem við nægjanlegan hristing hagar sér einsog vökvi; og krem, séu þau nægilega þunn (er súrmjólk samt ekki örugglega vökvi?); einnig froðu, sé notaður við það undirþrýstingur.

6/12/08 06:01

Jarmi

Heyrir þú það Kveifarás? Ekki þamba sandkassa í jarðskjálftum né nivea-kremið sem þú fannst liggjandi opið á gólfinu í sturtuklefanum þegar þú varst síðast í sundi og allra síst rakfroðun hans pabba þíns (meðan hún er ennþá í hylkinu).

6/12/08 06:01

Kiddi Finni

Láttu þig batna. Og Huxi: Drottin hefur vist blessað viðgerðir húsins sins, þú ert að vinna þar...

6/12/08 07:01

Dula

Heyrðu mig , maður sturtar í sig áfengum drykkjum og er ekki að væla einsog vesalingur yfir örlitlum verkjum hér og þar ! Iss piss segi ég.

6/12/08 17:00

Jóakim Aðalönd

Mikið vona ég að þú sért með svínaflensu sem þú deyrð af!

6/12/08 19:01

Kveifarás

Jóakim hefur sennilega verið misnotaður af beikoni í æsku, greyið

Kveifarás:
  • Fæðing hér: 10/12/08 14:28
  • Síðast á ferli: 7/10/11 20:43
  • Innlegg: 1152
Eðli:
Að verða miðaldra skápanýðingur.
Fræðasvið:
Stúdent frá Dimmuborgum í Hálsasskógi.B.A gráða í skápasmiði Master í möppugerð.Kreprósóttar nærbuxur í Skápaníð(CLosetphile) frá háskólanum í Kirgistan.
Æviágrip:
Hefur Kveifarás níðst á skápum alla ykkar ævi. Gildir þá einu hvort það er innan frá eða utan.Bjó Kveifarás um tíma í Kirgistan í Mongólíu, þar sem Hann nam hina miklu list skápa níðingar.Er kominn með kreprósóttu nærbuxurnar í þeirri list, sem er næst hæsta virðingar stigið í skápaníðingum.Upphafið að þessu var þegar Kveifarás fannst þriggja daga gamall undir borði Forsætisráðherrans, rétt áður en ríkisstjórnar fundur hófst. Til að fundinum seinkaði ekki var Hann settur inn í skjalaskáp. Þar gleymdist Hann í einhverja daga, og þegar Kveifarás fyrir tilviljun fannst þá var litli púkinn búinn að nærast á mest öllum möppunum sen innhéldu öll skjöl yfir hlutabréfaeign Ízlenzku þjóðarinnar.