— GESTAPÓ —
Lokka Lokbrá
Heiðursgestur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/11/07
Íslenskir jólasveinar.

Ég var í smá jólaveislu í kvöld og þar var þjóðverji og pólverji, að tala sama á íslensku... en það er önnur saga.

Aðalsagan eða spurningin er að ég gat ekki almennilega svarað þeim hversu margir íslensku jólasveinarnir eru.
Þjóðverjinn sagðist hafa heyrt um það bil 40 nöfn íslenskra jólasveina ( Hann er kennari og hefur kynnt sér ýmiskonar fróðleik um ísl. jólasveina) Pólverjinn þekkti bara sinn eina jólasvein og skildi ekkert þessa íslensku. (Hann er faðir sem á börn á þeim aldri sem setja skóinn sinn út í gluggann)
Sem sagt þeir vildu vita vissu sína um íslenska jólasveina.
Ég hugsaði og opnaði viskubrunn minn um jólasveinanna okkar 13 sem Jóhannes úr Kötlum orti um á sínum tíma.
Ég sagði þeim að jólasveinarnir hafi ekki alltaf verið góðir. Þeir (jólasveinarnir ) voru grimmir og gráðugir hér áður fyrr og gáfu sko ekki í skóinn.
En nú spyr ég hvenær breyttist þessi hegðun jólasveinanna?
Þekkir einhver aðra jólasveina en þá sem eru í ljóðabálki Jóhannesar?
Hvert er upphaf íslenskra jólasveina?
Voru jólasveinar til fyrir jólasveinakvæði Jóhannesar?
Hvaðan kemur hin íslenska jólasveinatrú?
Er grýla til í öðrum löndum?
Hver var og er tilgangurinn með jólasveina, grýlu og jólakattarboðskapnum?

Fullt af spurningum en fátt um svör frá mér.

Þjóðverjinn og Pólverjinn eru kaþólskir og koma frá rótgrónum samfélögum. En við? Var jólasveina , grýlu og kattartrúin til hér fyrir daga kvæði Jóhannesar?

   (1 af 1)  
2/11/07 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég er alfarið þeirrar skoðunar að upphaf hnignunar íslensks samfélags megi rekja til þess þegar jólasveinarnir hættu að vera vondir & varhugaverðir.

Eftir það hafa Íslendingar af vissri persónugerð iðulega komist upp með allskyns óknytti, en fá samt alltaf gotterí í skóinn.

2/11/07 13:00

Lokka Lokbrá

Já, var verið að byggja upp ótta hjá börnum og varkárni? með því að halda að þeim grimmum sveinum og grýlu?
Ótta gagnvart hverju? er svo önnur spurning.
Var vindurinn og vosbúðin ekki nægjanleg?
Hvurslags þjóð erum við? Þjóð sem hræðir börnin sín?
Grimm þjóð? Eða góð sem verndum börnin fyrir óvættum? Kannski með öfugum formerkjum.

2/11/07 13:01

Lopi

Ég hef einmitt oft verið að velta því fyrir mér hvenær þessi siður að setja skóinn í gluggann byrjaði. Sjálfur hef ég verið vitni að því oftar en einu sinni að 4 - 6 ára gömul börn betrumbættu hegðun sína umtalsvert þegar þau fengu kartöflu í skóinn. Og ekki var um háskólamenntaða "jólasveina" hér að ræða. En vissulega eru of margir jólasveinar of góðir við börnin og gefa þeim dýrindis gjafir í skóinn þrátt fyrir afleita hegðun. þarna er verið að skapa stórhættulega útrásarvíkinga.

2/11/07 13:01

Kiddi Finni

Nú eru til einhverskonar jólaálfar í öðrum Norðurlöndum. Upprúni þeirra gæti verið í þjóðtrúnni um húsálfa og búálfa. Og á jólum er mikið um að vera, sólrhvörf, áramotiin og svo í kristninni fæðing Frelsarans - engin furða að allskonar álfar eru líka mjög virkir.
En það sem er einkennilegt hjá Íslendingum er að byrja að nefna þessa annarstaðar nafnlausa álfa eða eitthvað. Sagan um grýlu og hættulega jólasveina hefur örugglega bent krökkunum á að maður verður vanda hegðun sina og hugsa um sinn gang sérstaklega á jólunum. Það hefur skapað helgan tíma kringum hátiðina... eða eitthvað.
Alveg sammála ykkur, krakkar mega ekki að komast upp með hvað sem er og fá samt alltaf gott í skóinn.
Gleðilega aðventu, annars.

2/11/07 13:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er óttalegur jólasveinn.

2/11/07 13:01

Günther Zimmermann

Árið 2006 kom út bókin Saga jólanna eftir Árna Björnsson. Flettu þessu í guðannabænum upp þar.

2/11/07 13:01

Regína

Ég held að allar þjóðir hafi hrætt börn til hlýðni hér áður fyrr, áður en sálfræðingar fóru að koma með rök gegn því.
Vosbúð og vindur er ekki refsing, það eru aðstæður sem fólk getur varið sig mismunandi vel fyrir, og við betur en forforeldrar okkar.
Að vera með krakkastóð sem er með ólæti og leikur sér í staðin fyrir að gera það sem það var beðið að gera, þegar annir bætast við vegna þess að það er verið að undirbúa jólahátíð auk alls annars sem þarf að gera, og að hafa sjálf/ur verið hrædd/ur á jólasveinum og Grýlu, hafandi aldrei heyrt minnst á neitt varðandi sálfræði, hvað myndir þú gera?

2/11/07 13:01

krossgata

Á Vísindavefnum má finna fróðleik um jólasveinana.

"Til eru heimildir um allt að 80 nöfn ýmissa jólasveina og -meyja (sjá Sögu daganna, 1993, bls. 344). Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1958) eru meðal annars þessi nöfn nefnd"

"Íslensku jólasveinarnir eiga sér rætur í íslenskum þjóðsögum og eru því af allt öðrum uppruna en Santa Claus. Þeirra var fyrst getið í Grýlukvæði frá 17. öld sem eignað er séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi. Þar eru þeir sagðir börn Grýlu og Leppalúða:"

"
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1862) koma fyrst fyrir nöfn jólasveinanna 13 sem nú er þekktastir. "

"Með árunum urðu þeir samt sífellt elskulegri og svo fór að þeir fóru að gefa börnum í skó í glugga. Þessi siður barst með sjómönnum sem sigldu á Norðursjávarhafnir fyrir 1930, en varð ekki almennur fyrr en um 1960 og þá í mjög afbakaðri mynd frá hinni upprunalegu. Smám saman tókst með aðstoð Þjóðminjasafnsins og útvarpsins að koma nokkurri reglu á þennan sið."

"Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás.
...
Vegna alls þessa tóku börn að hengja upp sokka við dyr eða glugga og síðar arna (en strompar urðu ekki algengir í Evrópu fyrr en upp úr 1500). Í Þýskalandi eru heimildir fyrir því á 15. öld, að börn hafi útbúið lítil skip í þessum tilgangi og látið á áberandi staði á heimilinu. Síðar var farið að notast við skó, eða þá körfu og láta hana utandyra. "

2/11/07 13:01

Lokka Lokbrá

Takk fyrir upplýsingarnar.
Regína ég hef ekki haldið því fram að vosbúð og vindar væru refsing. Heldur vil ég meina að veðurfarið væri nægjanleg ógn sem ber að haga sér eftir og kunna á og ekki þurfi að ala upp í börnunum viðbótarhræðslu með jólasveinum og grýlusögum.

2/11/07 13:01

Texi Everto

Ég blæs á þessa íslensku jólasveina! Bagglýsku jólasveinarnir eru alvöru: http://www.baggalutur.is/dagatal/

2/11/07 13:01

Huxi

Börn Grýlu og Leppalúða voru u.þ.b. 40, svo það er sennilegast að þjóðverjinn hafi verið að tala um þessa gaura. Þar í hópnum voru t.d. Leppur, Skreppur, Langleggur, Leiðindaskjóða og Bóla. Ég man bara eftir einum jólasveini sem hefur dregið sig í hlé og það er Faldafeykir. Þessi þjóðtrú er margra alda gömul og virðist að húnb hafi verið byggð upp eins og þjóðsögur annara landa, þ.e. með forvarnargildi og viðvaranir sem megin boðskap. Eins og nöfnin benda til voru allir jólasveinarnir sólgnir í eigur mannanna og þá sjálfum sér til viðurværis. Kertasníkir var til dæmis ekki að safna kertum til að horfa á ljósið, heldur át hann kertin, enda voru þau úr tólg. Forvarnargildi með þessum sögum var það að fólk skildi passa vel upp á matarskammtinn sinn því að annars kæmu jólasveinarnir og rændu öllu sem á glámbekk lá. Matur var af skornum skammti á flestum bæjum og ef eitthvað fór til spillis var það stórmál.

2/11/07 13:01

Regína

Ég skil ekki hvernig veðurfar gæti verið ógn til að börn hagi sér vel. Jólasveinar eru miklu heppilegri.
Annars er ég ekki viss um að jólasveinarnir hafi verið svo hræðilegir, meira til gamans. Huxi er með góðan punkt.
Jólakötturinn er til dæmis ógn fyrir þá sem ekki áttu föt á börnin sín. Það er skelfileg tilhugsun fyrir foreldra að jólakötturinn taki þau ef ekki tekst að gera þó ekki sé nema sokk á hvert einasta.

2/11/07 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Fyrir mörgum árum síðan fann ég mig á Hótel Esju og
fundaði með fjárhaldsmanni mínum sem fékk fjárráð yfir
arfinum eftir mömmu sálugu Ég var of úngur til að ráðstafa auðæfunum og fékk því þennan Pétur Gaut Kristjánson að ráða yfir hagi mínum . Það gekk ekkert alt of vel enn ég man að kallin sem var drykkfeldur hafði geysiáríðansdi verkegni , sem var að skrifa bók um sögu jólasveinanna . Hann sendi mig til einhvers prófisors í Hagamel til að þíða handrit sensdan úr páfagarði á forn Grísku . Ég veit ekki hvort það varð nein bók enn ég elskaði kallin og vona að allt hafi gengið honum í haginn þó arfurinn eftir mömmu gömlu hafi runnið út í sandinn

2/11/07 13:01

Nermal

Svo er Baggalútur nottlega jólasveinn.

2/11/07 13:02

Lokka Lokbrá

Það sem ég var að reyna að segja Regína var að þátíðar börn þurftu að glíma við veður, vinda og vosbúð og mér finnst sem nútímamannsekja frekar erfitt að hugsa til þess að það hafi ekki verið þeim nægjanlegt, heldur var bætt við ótta þeirra og hræðslu með ógnandi jólasveina og grýlusögum.
Sem sagt fólk og ekki sýst börn sem búa við vosbúð eiga frekar skilið að heyra jólasveinanöfn eins og Glaumur og Gleði en ekki sögur um jólasveina sem ræna og rupla.

2/11/07 13:02

Lokka Lokbrá

Kærar þakkir Huxi. Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið. Það var mjög trúlega tilgangur sagnanna og ef til vill var hugmynd Jóhannesar úr Kötlum uppeldisleg, með sterkan tilgang.
Ætli hann hafi órað fyrir þessum vinsældum kversins Jólin koma?
Talandi um Jóhannes úr Kötlum þá orti hann mímörg jólakvæði og meðal annarra Bráðum koma blessuð jólin, sem er á hvers manns vörum og allir kunna, enn þann dag í dag.
Eftir stríðið vænkaðist hagur íslendinga og þeir þurftu ekki eins að passa upp á eigur sínar og mat. Þeir höfðu peninga á milli handanna og viðhorf til barna breyttust líka á þeim tíma. Þannig þróaðist það að jólasveinarnir hættu að nappa og fóru að gefa.

2/11/07 13:02

krossgata

Enn þá eru veður og vindar á Íslandi og verður um ókomna tíð. Börn hafa líklega almennt betra skjól bæði í fatnaði og húsnæði en þau höfðu á árum áður. Ég er ekki viss um að það hafi verið aukið á ótta þeirra þó sagðar hafi verið sögur af jólasveinum. Þær voru bara nokkrar af þjóðsögum og ævintýrum sem sagðar voru - ekki verri en margar aðrar. Mér voru sagðar sögur og ævintýr og minnist ég þess ekki að hafa lifað barnæskuna í stöðugum ótta fyrir það. Þetta var nú eiginlega frekar skemmtun og spennandi. Börn nú sem áður sem venjast sögum og ævintýrum læra að gera greinarmun þar á milli og raunveruleikans.

2/11/07 13:02

Lokka Lokbrá

Þjóðsögur og ævintýri voru líka lesin fyrir mig, en ég er það ung að á æskuárum mínum bjó ég í góðu steinsteyptu húsnæði og átti vetrarflíkur sem heldu mér heitri og þurri fyrir veðri og vindum.
Mér þótti sögurnar skemmtilegar, framandi og áhugaverðar. Ég vissi að þetta voru sögur en ekki veruleikinn.
Núna set ég dæmið þannig upp að ef ég byggi við vosbúð, kulda og vinda þá, hugsanlega, ég tala ekki af reynslu heldur er ég að reyna að setja mig í spor forfeðra minna þegar þau voru börn, frekar vilja heyra hlýlegar og hamingjulegar sögur. Til að vega upp á móti daglegum kulda, myrkri og svengd.

2/11/07 13:02

krossgata

Ég man eftir fallegum sögum af litlum ljóshærðum stúlkum með krullur, sem alltaf höguðu sér vel og samviskusömum drengjum sem pössuðu systur sínar. Þessi börn töluðu mjög hátíðlega og gerðu alltaf það sem rétt var og allt gekk þeim í haginn og draup smjör af hverju strái. Ég hafði ímugust á þessum sögum... en ég bjó náttúrulega í skjóli fyrir veðri og vindum (þó ríkidæminu færi ekki mikið fyrir), kannski er það skýringin, en tröll, jólasveinar, álfar og forynjur voru skemmtilegri.

2/11/07 13:02

Lokka Lokbrá

Ég er sammála þér krossgata sögurnar um góðu börnin voru mjög væmnar og leiðinlegar, hinar voru skemmtilegri og einhvernveginn meira lifandi og höfðuðu betur til mín. Lotta í Ólátagarði var skemmtilegri og betri en Pollyanna, þó báðar sögurnar séu klassískar í dag.
Ég er ekki viss um að ég hafi viljað heyra sögu eða sögur um ógnandi steinsteypu eða pöddur og illa vætti sem byggju í steypunni, þegar ég var barn.
Of raunverulegt fyrir minn smekk þegar ég hugsa til bernskuáranna og þannig ímynda ég mér líf barnanna sem upplifðu vinda og vosbúð (títtnefnt) að þurfa að hlusta á og upplifa ógnasögur sem voru sagðar til að hræða en ekki gleðja.

2/11/07 13:02

Huxi

Það sem Jóhannes gerði, var að safna í nokkur kvæði þjóðsögum og munnmælum um þessa tröllafjölskyldu og setja í þægilegan búning fyrir börn þessa lands.
Þar sem jólasveinakvæðið var svona sérlega vel heppnað þá varð það fljótlega meginheilmild barna um jólasveinana. Síðan þegar börn þessi uxu upp og fóru sjálf að ala upp börn, þá var það sjálfgefið að gefa þeim kvæðakverið og þannig hélst og styktist sú mynd sem Jóhannes dró svona skemmtilega upp.
Jólakötturinn var dálítið sérstakur tilbúníngur því að það voru í raun foreldri og forráðamenn blessaðra barnanna sem hefðu átt að lenda í honum en ekki börnin sjálf sem urðu fyrir þeirri ógæfu að fá enga flík á jólum. Það hefur e.t.v. verið lagt upp með það í byrjun, að nýbakaðir foreldrar voru hræddir með því að jólakötturinn kæmi og æti barnið þeirra ef þau sæju ekki um að klæða það og skæða sómasamlega. Síðan þegar barnið eltist hafa foreldranir sagt börnum sínum frá þessari skaðræðisskepnu og því hafa börnin orðið hrædd við kisuna ljótu. Þó að forvarnarþættinum hafi verið beint að þeim fullorðnu, voru það börnin sem hræddust. Það voru jú þau sem yrðu étin ef pabbi og mamma stæðu sig ekki við fatasauminn...

2/11/07 14:00

Lokka Lokbrá

Amma mín, sem fæddist fyrir seinni heimstyrjöld þekkir vel bók Jóhannesar Jólin koma og hún (amma) gaf sínum börnum þá bók sem aftur gáfu sínum börnum (mér) bókina og lásu hana upphátt á föstunni.
Amma mín fékk aldrei í skóinn þegar hún var barn, það tíðkaðist ekki þá. Það var ekki fyrr en hún eignaðist börn sjálf að sá siður var almennur að gefa börnum gott í skóinn á aðvenntunni. Hún hélt í þá hefð að fyrsti jólasveinninn kemur aðfaranótt 12 des. og gefur gott í skóinn.
Ég fylgdi þeim þjóðlega sið að gefa mínum börnum í skóinn.
( Jóhannes! Gerir þú þér grein fyrir þeim áhrifum sem kverið þitt hefur haft á menningu þjóðarinnar?)
Ég er líka alin upp við það að fá nýja flík fyrir hver jól, og ég sé til þess að börnin mín fái örugglega nýja flík fyrir jólin til að fara ekki í jólaköttinn, það óargadýr.
Þvílík áhrif sem Jóhannes hafði með kverinu sínu, er í raun með ólíkindum.
Hann sem sat bara heima, eða annars staðar og orti kvæði um jólasveina, grýlu og jólaköttinn og gaf út í litlu gulu kveri.
Magnað, svo ekki sé meira sagt!

2/11/07 14:01

Wayne Gretzky

Veit ekki hvað skal segja um jólasveinana, en til hamingju með afskaplega fallega mynd!

2/11/07 14:01

Skreppur seiðkarl

Hin títtnefndu veðurbrigði sem höfundur telur að gæti hafa virkað sem auknir erfiðleikar barna fyrir löngu voru, eru og verða alltaf til á Íslandi. Í þá daga þekktist bara ekkert annað, annaðhvort var sungið "Sól inni, sól úti, sól í hjarta, sól í sinni..." eða "Nú er úti veður vont." Hér snýst vindurinn einsog honum sýnist. Það var ekkert verra fyrir börn ef veðrið var vont frekar en þá fullorðnu, fólk kunni að skýla sér frá því í flestum tilvikum.

2/11/07 14:02

Lokka Lokbrá

Takk kæri eigandi.
Skreppur það er einmitt það. Veðrið hefur alltaf haft áhrif á bæði börn og fullorðna. Við höfum samt verið misjafnlega í stakk búin að þola vond veður. Eftir að hús okkar urðu sterkari og traustari þolum við vond veður betur en forfeður okkar.
og að sama skapi eru meira segja jólasveinarnir orðnir góðir og gefa í stað þessa að taka.
Fallegri ljóð hafa verið ort. Er hamingjan tengd hýbýlum manna?
Í alvöru þá hef ég áhuga á að fræðast um þann tíma íslandssögunnar þegar jólasveinarnir voru vondir. Og þá sérstaklega hvernig leið börnum á þeim tíma.

2/11/07 15:01

Sundlaugur Vatne

Ósköp er að sjá hvað fólk fjallar hér að mikilli vanþekkingu um jafn vel þekkt lið og jólasveinarnir okkar eru. Ég nenni nú barasta ekki að lesa öll þessi fávitalegu innlegg.
Jóhannes valdi bitastæðustu jólasveinanöfnin og hafði þau 13 til að fella að alkunnri þjóðsögu. Síðan smíðaði hann kvæði (ef kveðskap skyldi kalla) um hvern og einn og gaf út á bók ásamt fleiri jólavísum. Þetta var pottþétt formúla, enda Jólavísur Jóhannesar mest lesna barnabók sem komið hefur út á íslenzku og sú sem lang- langoftast hefur verið endurútgefin.
Þegar farið var að henda gjöfum í skó, eða aðrar þar til settar hirzlur, í aðdraganda jóla var mörgum vandi á höndum og margir sem vildu byrja 1. desember og aðrir jafnvel ekki fyrr en 17. desember (sbr. jólasveinar 1 og 8). Þá stakk Árni Björnsson þjóðháttafræðingur (reit Sögu jólanna o.fl. fínar bækur) upp á því að miða við 13 sveina enda alkunn tala frá Þjóðsögum J.Á. og bók Jóhannesar.

2/11/07 15:01

Huxi

Hvaða vanþékkingu ert þú að tala um í mínum skrifum Dundlaugur minn...

2/11/07 19:00

Lokka Lokbrá

Jólin koma er söluhæsta ljóðabókin (eða barnabókin) í ár samkvæmt lista sem birtist í Morgunblaðinu.
Getur verið að á krepputímum hætta jólasveinarnir að gefa í skóinn og byrji að nappa aftur mat og búsáhöldum?
Ef lexian virkar þá ætti fólk að passa betur upp á mat sinn og eigur. Er þá ekki tilvalið að endurvekja gömlu jólasveinanna til að hjálpa foreldrum við uppeldið á börnunum sínum?

Lokka Lokbrá:
  • Fæðing hér: 3/10/08 15:37
  • Síðast á ferli: 29/12/09 16:18
  • Innlegg: 1164