— GESTAPÓ —
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/08
Þakkir

Nú, þegar daginneftirveikindin eru farin að hjaðna, er mér þakklæti efst í huga eftir hátíðina í gær.

Mínar innilegustu þakkir vil ég færa aðstandendum frábærlega vel heppnaðrar árshátíðar í gær. Þeir unnu óeigingjarnt, en tímafrekt og stressandi, starf og skiluðu því frá sér með einstaklegum sóma. Fór þar fremst í flokki Villimey að öðrum ólöstuðum.

Einnig vil ég færa þakkir öllum sem mættu og hjálpuðu þar með til við að gera kvöldið að því sem það varð. Sérstakar þakkir fær Þarfi fyrir hýsingu fyrirpartýsins, hann er höfðingi heim að sækja. B.Ewing á og þakklæti skilið fyrir afbragðsferjun mannskapar.

Síðast en ekki síst vil ég þakka yndislegum kjósendum, sem kusu mér til handa tvenn verðlaun. Af því er ég óheyrilega stoltur og hrærður.

Lengi lifi Gestapó.

   (8 af 25)  
1/11/08 08:02

Herbjörn Hafralóns

Takk sömuleiðis og til hamingju með verðlaunin.

1/11/08 08:02

hvurslags

Já, Árshátíðarnefndin og Bewing eiga þakkir skildar fyrir ómakið. Og allir hinir fyrir að vera svona skemmtilegir!

1/11/08 09:00

Jóakim Aðalönd

Það er pottþétt að þetta voru kosningasvik, enda Þarfi einn með aðgang að atkvæðum. Mjög grunsamlegt allt saman...

1/11/08 09:00

Dula

Takk fyrir mig líka og má ég benda á að rauðu nærbuxurnar með hvítu doppunum sáust aðeins of mikið fyrir minn smekk , þið vitið hvað ég meina [flissar einsog fífl]

1/11/08 09:00

Villimey Kalebsdóttir

<hlær>

1/11/08 09:00

Skoffín

Þakkir fyrir hvern fagran morgun, þakkir fyrir hvern nýjan dag. Enívei, þetta var gaman.

1/11/08 09:00

Ívar Sívertsen

Djöfull getið þið lifað í mikilli blekkingu... ég var ekki á staðnum og því var ekkert gaman!

1/11/08 09:00

Regína

Hyllum Villimey! Ég held að þessi árshátíð hefði ekki verið haldin ef hún hefði ekki verið svona atorkusöm og drifið aðra með sér.

1/11/08 09:01

Huxi

Fyrst að svona fór þá verð ég víst að sætta mig við að þú sért ágætur nýliði. Því ætla ég að lofa þér að vera besti nýlliðinn með mér. En mundu samt að ég kom á undan þannig að ég ræð í öllum svona nýliðamálum. Og hegðaðu þér svo vel svo þú komir ekki óorði á titilinn...[Strunsar virðulega af sviðinu og lokar kröftuglega á eftir sér]

1/11/08 09:01

Billi bilaði

<Réttir Huxa og Pó sitt hvorn skóburstann og pússar nýliðaviðurkenningu súgs á meðan beðið er eftir almennilegri þjónustu>

1/11/08 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég hef ekkert á móti því að fólk hylli mig.

<Ljómar>

Takk fyrir.

1/11/08 09:01

Álfelgur

Takk sömuleiðis... þetta var gaman!

1/11/08 10:00

Jóakim Aðalönd

Villimey, vantar þig nokkuð kerru til að draga egóið í?

1/11/08 11:02

Grýta

Til hamingu Pó.
Ég kaus þig reyndar sem besta nýliðann, en Z.Natan fékk mitt atkvæði sem hagyrtasti Gestapóinn.

Pó:
  • Fæðing hér: 22/9/08 01:50
  • Síðast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eðli:
Áhugamaður um hitt og þetta.
Fræðasvið:
Hitt og þetta.
Æviágrip:
Borinn í Rvk og verið þar síðan með undantekningum.