— GESTAPÓ —
Heiđursgestur.
Sálmur - 1/11/08
Játning

Fólk getur ţá allavega hćtt ađ spyrja ţessarar óţolandi spurningar! Og ţessi gćrdagur sem fólk er algjörlega búiđ ađ hengja sig fast í er alveg löngu-löngu-liđinn!

Um atburđ nú hefi ég of lengi ţagađ
og of lengi hefir mig samviskan nagađ,
en nú verđur lyginni létt.
Sem óţekkur bjáni ég hefi mér hagađ
og heilmikinn skađann ég get ekki lagađ.
Ţví fćri ég heiminum frétt:

Ţađ gerđist einn veturinn, langt fyrir löngu, -
ég lúinn kom heim eftir erfiđa göngu
um fannhvítan fjallanna sal.
Ég kunni' ekki ađ greina hiđ rétta frá röngu
er róa mig langađi taugarnar svöngu ...
...og köku úr krúsinni stal!

   (9 af 25)  
1/11/08 04:00

dordingull

Ţú ert meistari. kćri Pó. SKÁL!

1/11/08 04:01

Ívar Sívertsen

Dásamlegt! Ţetta ţarf á bók!

1/11/08 04:01

Útvarpsstjóri

<skellir uppúr>

Frábćrt!

1/11/08 04:01

Grýta

Flott og ég vil fá meira ađ heyra.

1/11/08 04:01

hlewagastiR

ég sem hélt ađ undir dúknum stćđi: og hređjunum dýfđi í hal.

1/11/08 04:01

Miniar

Snilld.

1/11/08 04:01

Grágrímur

Snilld... beint í úrvalsrit!

1/11/08 04:02

Garbo

Frábćrt!

1/11/08 04:02

Jóakim Ađalönd

Hehe, ţetta er stórfyndiđ!

1/11/08 05:01

Heimskautafroskur

Afbragđ – skál!

Pó:
  • Fćđing hér: 22/9/08 01:50
  • Síđast á ferli: 8/12/18 03:13
  • Innlegg: 2331
Eđli:
Áhugamađur um hitt og ţetta.
Frćđasviđ:
Hitt og ţetta.
Ćviágrip:
Borinn í Rvk og veriđ ţar síđan međ undantekningum.