— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 4/12/07
Hugleiðing

Ég aldrei hitti ykkur
elsku systkin mín.
Mér gerður var sá grikkur
gæfan stundum dvín.
En ef að æran hefði
ykkur farið í vil,
ég andann ekki krefði,
ég ekki væri til.

   (5 af 83)  
4/12/07 14:01

Þarfagreinir

Smellið.

4/12/07 14:01

Andþór

Stórgott!

4/12/07 14:01

Upprifinn

þetta er flott, en ég verð að viðurkenna að ég fæ svo margar hugmyndir um það hvað þú meinar að ég veit ekki hvað ég á að segja meira.

4/12/07 14:01

krossgata

! Ég líka. Þ.e. eins og Uppi. Höfuðið er að springa af vangaveltum um hugmyndir.

4/12/07 14:01

Tigra

Kannski bara best að leyfa vafanum að njóta sín og ykkur að túlka á eigin máta.

4/12/07 14:02

Skabbi skrumari

Mjög gott... þetta er hægt að lesa aftur og aftur og túlka á nýjan hátt í hvert skipti...

4/12/07 14:02

Huxi

Vekur eftirtekt.
Veldur umhugsun.
Kveikir umræður.
Dæmigerð Tigra.
Flott.

4/12/07 14:02

Kondensatorinn

Ég er kjaftstopp.

4/12/07 15:01

Garbo

Erum við ekki örugglega að tala um kettlinga hérna?

4/12/07 16:01

Glúmur

Ég veit hvað ég sé, ég sé hræðilegan atburð fyrir löngu síðan.
Og þrátt fyrir hversu hræðilegur hann var og hversu slæmar afleiðingar hann hafði í lífum fólks, þá leiddi hann líka af sér eitthvað gott og það er rétt að gera upp við slíka atburði með því að viðurkenna þá eins og þeir eru, sorglegir og oft skelfa þeir okkur, en við verðum samt að geta horfst í augu við þá. Það er því mikilvægt að minnast þeirra með einhverju jákvæðu, með því má vekja þeim þó einhvern örlítinn tilgang.
Það er oft erfitt að vera þakklátur einhverju eldra ranglæti, samviska okkar vinnur oft gegn því að tengja einhverjar jákvæðar afleiðingar við sorglega atburði. En mín skoðun og reynsla er að ef þetta eldra ranglæti kallaði fram eitthvað gott og réttlátt á síðari tímum þá megum við passa ofurlítið upp á hvernig samviskan vill stundum ritskoða tilfinningar okkar og okkur ætti að vera ljúft að vera þakklát fyrir það sem þakka ber, því slæmir atburðir eru oft hlaðnir óþarflega mikilli neikvæðni í hugum okkar. Jafnvel svo mikilli neikvæðni að okkur reynist ómögulegt að sætta okkur við þá, að lifa með þeim. Þess vegna getur verið hjartans spursmál að tengja ekki bara það neikvæða og sorglega við atburðinn heldur einnig hið jákvæða, því okkur má alveg vera ljóst að þó að við tengjum eitthvað gott við atburðinn þá er það á engan hátt gert til að afmá eða gera lítið úr alvarleika hans, hið jákvæða er helst til að heiðra minningu hinna látnu.

Takk fyrir kvæðið Tigra.

4/12/07 16:02

Jóakim Aðalönd

Ég held að það sé bara engu að bæta við orð Glúms...

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.