— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/06
Kennarar

Ég rak augun í morgunblaðið áðan.
Svosem ekki frásögu færandi, en ég rak augun í eina grein: Fræðsluskylda til 18 ára.
Það fannst mér bara gott mál og renndi yfir greinina þar sem fyrst var talað um þetta frumvarp að taka upp fræðsluskyldu til 18 ára aldurs.
Síðan rak ég augun í annað sem sló mig alveg af laginu.
Jafnframt aukinni fræðsluskyldu ætla þeir að auka kröfur til kennaramenntunar. Árið 2011 verður sumsé krafist þess að kennarar hafi meistaragráðu til að geta tekið upp titilinn kennari. Jafnframt mun nám kennara lengjast úr 3-4 árum í 4-5.

Eru menn að verða vitlausir?!
Er ekki nægilega mikil mannekla í þessu mjög svo vanmetna starfi, að þeir þurfi að hækka staðlana?
Jú að sjálfsögðu lítur þetta afar vel út á blaði... höfum kennarana menntaðari svo að þeir geti veitt börnunum okkar meiri menntun. En hvaða kennarar munu verða eftir til að veita börnunum okkar menntun?
Ég veit ekki hver myndi leggja á sig allt þetta til að verða svo fastur á skítalaunum í starfi sem er afskaplega erfitt andlega.
Þeir yrðu þá að snarhækka kennaralaunin samhliða auknum menntunarkröfum!
Ég veit ekki með þetta... þetta leggst einhvernvegin illa í mig.

   (11 af 83)  
2/11/06 03:01

Galdrameistarinn

Íslenskir stjórnmálamenn sjá sjaldnast það augljósa og þetta er bara ein sönnunin í viðbót við það.

2/11/06 03:01

Tigra

Ég tala nú ekki um hvað við eigum eftir að þurfa margfalt fleiri kennara ef þeir ætla að hækka fræðsluskylduna.
Þetta mun aldrei ganga upp.

2/11/06 03:01

Skabbi skrumari

Gæti verið að það sé verið að spá í þetta svona:

Lengra nám = hærri laun = fleiri kennarar

Bara að spá... annars hafa kennaramál (frá leikskóla og upp í framhaldskóla) verið brandari hér á Íslandi síðustu áratugi...

2/11/06 03:01

Anna Panna

Mér finnst að það megi alveg gera kröfur til kennara, þeir EIGA að vera hæfir í starfið en það þýðir ekki endilega að þeir séu eitthvað hæfari eftir fimm ára nám heldur en þriggja.

Ég er eiginlega bara alveg sammála þér, ég veit ekki hvers konar fólk á eftir að leggja á sig 5 ára háskólanám til meistaraprófs, bara til að fá skítalaun í vanþakklátu starfi. Þetta eru í meira lagi furðulegar pælingar hjá menntamálayfirvöldum.

2/11/06 03:01

Andþór

Eins og talað úr mínum munni! Ég var einmitt að hugsa um það sama.
Yngri systir mín 21. árs gömul vinnandi í verslun, hefur undanfarið toppað föður minn 56 ára gamlan grunnskólakennara með starfsreynslu í 34 ár í launum.

Svo vill svo til að af öllum þeim sem útskrifast úr kennaraháskólanum er aðeins örlítil prósenta sem fer í kennslu. Flestir mennta sig eitthvað meira og ráða sig í skrifstofustörf.
Ég hef það fyrir sannindi frá mönnum í kennarasambandinu að vel undir 10% útskrifaðra kennara snúa sér að kennslu í skólum landsins. Þá meina ég vel undir.
Nú er ég orðinn æstur og þarf að róa mig niður aðeins.

2/11/06 03:01

gregory maggots

Einn sjötugur og gamalreyndur kennari sagði eitt sinn við mig: "Já, það eru ekki allir kennarar góðir að kenna þó þeir séu lærðir." ég er því sammála Önnu um að sumir (margir?) verða ekkert endilega hæfari eftir fimm ár frekar en þrjú.
Eins veit ég um fleiri en einn kennara sem flýr stéttina vegna launa. Ég get ekki séð fyrir mér að það fólk fari svo að bæta við sig 2 árum í námi í von og óvon um að þá fyrst verði nám þeirra metið til fjár.

2/11/06 03:01

Fíflagangur

Iss. Kennslukonur hafa ekkert skánað frá því að útskrifað var úr kennó á framhaldskólastigi um tvítugt.
Ástæðan er einfaldlega sú að þá lærði fólk eitthvað í skólanum (verðandi kennslukonur líka). Nú er meira og minna sama námsefni í efstu bekkjum grunnskóla, fyrri helmingi framhaldskóla og í grunnnámi háskólanáms vegna þess að það lærir enginn rassgat af þessum hámenntuðu kennurum.
Það er því ekkert skrítið að það þurfi að lengja námið slatta til að tryggja það að þetta lið læri nú eitthvað fyrir rest.
Svo er náttúrulega líka hugmynd að fella vitleysingana eða taka þá ekki inn ... eða nei það náttúrulega´má ekki

2/11/06 03:01

Nermal

Maður spyr sig nú óneytanlega hvort þetta hafi allt verið hugsað til enda. Verða nægilega margir kennarar? Vantar þá ekki ennþá meira húsnæði? Nóg er nú þröngt um suma skóla nú í dag. Hverjir eiga líka að sinna þeim vanþakklátu störfum sem unga fólkið sinnir í dag? Þetta er voða fallega hugsað, en ekki alveg til enda.

2/11/06 03:01

Jarmi

Það er magnað af hverju það fólk sem ekki nennir á þing hefur alltaf mest vit á því hvernig eigi að reka landið.
Þetta sama fólk býr svo oft í skítugum íbúðum með yfirdrátt frá rassgati og upp í kok, keyrir um á hálfbiluðum bíl og ræður varla við að ala upp börnin sín sem garga og öskra í Kringlunni heilan og hálfan daginn.

2/11/06 03:01

Anna Panna

Já. Þetta er auðvitað rétt hjá Jarma. Alþingismennirnir okkar eru auðvitað fullkomnir og við sauðsvörtu almúgadruslurnar ættum bara hætta að fylgjast með fréttum og treysta því að þeir geri það sem er rétt og skynsamlegt fyrir meðaljóninn.

Fjandinn hafi það Jarmi, þeir sem búa svona hafa alveg jafnmikinn rétt á sínum skoðunum, þeir vita þá í það minnsta hvað er verið að tala um þegar kemur að hlutum eins og t.d. kjörum hinna lægst settu eða húsnæðisörðugleika, í staðinn fyrir að lifa í draumaheimi Alþingismanna þar sem vel er hægt að lifa af hundraðþúsundkalli á mánuði.

2/11/06 03:01

Tigra

Maður hlýtur nú að mega hafa skoðun á málinu án þess að stökkva á þing?
Ég bý nú bara í sæmilega hreinni íbúð, er ekki með neinn yfirdrátt né neinar skuldir, bíllinn virkar fínt og ég á enga öskrandi krakka.

2/11/06 03:01

Þarfagreinir

Ertu þá ósammála því að það sé vafasöm aðferð að hækka menntunarkröfur kennara, Jarmi?

Í hvaða annarri starfsstétt er krafist meistaragráðu bara til að viðkomandi megi starfa við fagið?

Mér dettur í hug verkfræðingar og læknar ... en er kennsla virkilega það mikil geimvísindi að það sé ekki hægt að vera góður í því án þess að hafa margra ára háskólanám á bakinu?

Eitthvað segir mér líka að launin eigi lítið eftir að hækka þrátt fyrir þessar auknu kröfur; þá bara eftir einhverjum ríkisstöðlum sem kveða á að maður fái 30 þúsund krónur aukalega fyrir að hafa meistaragráðu, eða hvernig sem það er nú aftur.

Er það besta lausnin á flóttanum úr kennarastéttinni, að stórauka menntunarkröfurnar? Háskólanám kostar töluvert á hverju einasta ári sem fólk er í því ... til hvers að leggja á sig að fara alla leið upp í meistaragráðu bara til að geta unnið við starf þar sem launin eru ömurleg?

Sjálfur nennti ég ekki að taka meistaragráðu í tölvunarfræði, enda eru ágætir peningar í bransanum þó maður sé bara með BS. Sú tilhugsun að neyðast til að taka meistaragráðu til að fá að starfa í geira þar sem launin eru töluvert lægri er hryllingur í mínum augum.

2/11/06 03:01

hvurslags

Finnland notaði þó sömu aðferð sem skilaði sér í stórbættri menntun barnanna. Ég ætla að kíkja betur á þetta.

2/11/06 03:01

Jarmi

Anna Panna: Auðvitað má fólk hafa skoðanir. Ég sagði ekkert annað. Það sem ég sagði var að margir af þeim sem hafa skoðanir hafa lítið sem ekkert vit á því sem þeir eru að segja, ef maður skoðar hvernig þeir reka líf sitt. Ég alhæfði ekki um neitt.

Tigra: Sama og ég sagði við Önnu. Þið þurfið ekki að stökkva á nef ykkar svona. Ég alhæfði ekkert, sagði ekkert um ykkur og ykkar ástand. En ég benti aftur á móti á það sem ég hef alltof oft séð.

Þarfi: Nei, ég hef bara enga skoðun á því. Enda bý ég í skítugri íbúð, með yfirdrátt satans og veit nokkurn veginn ekkert hvað ég er að gera.

2/11/06 03:01

Tigra

Ég stökk ekkert upp á neitt nef. Ég bara svaraði athugasemd sem var sett á mitt félagsrit og ég hélt því eðlilega að væri beint til mín eða allavega um mín skrif.

2/11/06 03:01

Anna Panna

Jarmi; ég er alveg sammála því að það eru margir sem hafa skrítnar og lítt úthugsaðar skoðanir á málum en mér finnst ekki alveg í lagi að tengja það endilega við heimilisaðstæður viðkomandi eða fjárhag.
Það er líka til fullt af fólki sem býr í sæmilega hreinum rað- og jafnvel einbýlishúsum, á hæfilega vel siðuð börn og þar fram eftir götunum, sem byrjar að tala með rassgatinu um leið og talið snýst að pólitík, þótt það hafi að sjálfsögðu rétt fyrir sér í huganum.

Hvurslags; veistu hvernig launamál kennara hafa verið í Finnlandi?

2/11/06 03:01

Garbo

Ég held að kennarar séu nú nógu góðir með sig þó að þeir fari ekki að flagga meistaragráðu og það verður enginn góður kennari bara af því að fara í gegnum kennaranám. Aftur á móti veitr þeim ekkert af því að bæta við þekkingu sína og þá væri líka hægt að gera meiri kröfur á þá. En hvaða sveitarfélag mun hafa efni á að borga fólkinu laun ?

2/11/06 03:01

Jarmi

Anna Panna: Mér finnst það vera í lagi þegar það er verið að ræða rekstur á stærsta heimilinu; Ríkinu.
Varðandi það fólk sem talar með rassgatinu þá hlusta ég helst á það fólk sem virðist hafa sín mál mest á hreinu. Svona ef ég verð að velja á milli rassgatstalara á annað borð.

2/11/06 03:01

Tigra

Garbo:
Ég hef nú aldrei tekið eftir því að kennarar séu neitt betri með sig en annað fólk. Eiginlega þvert á móti ef eitthvað er.
Það er hinsvegar alveg satt að enginn verður betri kennari með meira námi... sérstaklega ekki meistaranámi.
Sveitafélögin eiga auðvitað ekki eftir að hafa efni á að borga kennurum himinhá laun - og því spyr ég... hvaða viti borin manneskja mun þá vilja verða kennari?
Ef erfiðið er mikið og uppskeran engin... ég bara sé ekki fram á það.

2/11/06 03:01

Garbo

Auðvitað eru kennarar misjafnir eins og annað fólk , sumir eru alveg stórkostlegir. Dóttir mín sem nú er komin i menntaskóla var t.d. alveg einstaklega heppin með kennara í grunnskólanum. Þetta með að kennarar séu góðir með sig byggi ég á persónulegri reynslu, ég er búin að kynnast þó nokkrum kennurum. Ég á tvö önnur börn í grunnskóla sem hafa ekki verið jafn heppin með kennara og það elsta og sumir þeirra ættu alls ekki að fá að koma nálægt kennslu án þess að ég fari nánar út í það. Ég stend við það sem ég sagði. Þú átt kannski eftir að kynnast þessu seinna.

2/11/06 03:01

Tigra

Ég er nú búin að kynnast fleiri tugum kennara, bæði í grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Einnig hef ég kynnst kennurum systkina minna og svo er konan hans pabba - yndislegasta manneskja sem ég veit um - kennari.
Það er ekki eins og ég hafi bara hitt 3 kennara um ævina.
Mér finnst bara apalegt að fullyrða um heila starfsstétt eitthvað sem þú þekkir örfá dæmi um.

2/11/06 03:01

Vestfirðingur

Á mínum fyrsta skóladegi var ég hífður upp á eyrunum. Lærði aldrei neitt þarna. Sitja á rassinum í fjörtíu og fimm mínútur og svo hamast í fimtán mínútur í frímínútum þar sem engu var eirt. Það var allt barið sem hreyfði sig. Þetta var sama komedían dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár.

2/11/06 03:01

Garbo

Fyrirgefðu að ég skyldi særa þig . Það eru líka kennarar í minni fjölskyldu, ágætis fólk. Ég kenndi reyndar í 6 ár áður en ég sneri mér að öðru og veit þess vegna hvernig talað er á kennarastofunni. Bara á kennarastofunni. Mér er líka dálítið heitt í hamsi vegna þess að ég hef þurft að tala við sveitarstjóra og skólaráðgjafa til þess að fá SUMA kennara til þess að vinna vinnuna sína. Það er helv. skítt.

2/11/06 03:01

Kiddi Finni

Það er fínt að hafa menntaða og hæfa kennara - þó að áheyrslan í hafni breytist eftir aldri nemendanna, fyrst þarf maður að vera góður uppalandi, seinna fer þekkingin að skipta meira máli.
Á Íslandi hefur tiðkast ákveðinn trassaskapur í skólamálum yfirleitt, eins gott að menn hafa reynt að gera eitthvað í þeim málum. Menntun er fjarfesting í framtiðina.
Hitt er þó, eins og virðist að vera á seyði bæði á Íslandi og í öðrum Norðurlöndum (amk. Finnlandi) að menn auka skriffinskuna og allskonar óþarfa kjaftæði í skólakerfinu, og allt þetta bætist á kennarana, en sjálfa aðalstarfið, það að kenna börnum. það fær ekki meira athygli en áður.

2/11/06 03:02

Huxi

Það var víst meiningin að hækka launin verulega um leið. Vegna landlægrar samanburðarsýki landans þá virðist það vera ómögulegt að hækka eina starfstétt í launum án þess að öll strollan fylgi eftir, heimtandi það sama. Svo þegar allir "samanburðarhóparnir" eru búnir að fá kauphækkun, þá er verðbólgan búinn að éta alla hækkunina og enginn er neinu bættari. Ég vona að með því að gjörbreyta sem flestu í starfsumhverfi kennara verði hægt að komast hjá þeirri vitleysunni einu sinni enn.
Það veit á gott að það á að auka menntun kennara, megi það gerast sem fyrst.

2/11/06 03:02

Hakuchi

Raunveruleg ástæða fyrir þessum breytingum grunar mig að sé einfaldlega að koma kennurum framar í goggunarröð vinnumarkaðarins án þess að verkalýðshreyfingin neyði hið opinbera til að færa alla upp um sömu hæðir í launum.

Allir vita að það þarf að hækka verulega laun kennara. Engum verkalýðsforkólfi myndi hins vegar detta í hug að hleypa þeim fyrir ofan aðra. Þeir myndu benda á kennara og heimta sömu launahækkanir - afleiðing miðstýrðs launasamráðs (sem er gott, á heildina litið). Með því að lengja námið og tengja það meistaragráðu er skammlaust hægt að stórhækka laun kennara. Ég er handviss um að kennarar sem þegar hafa áunnið sér réttindi munu rjúka upp með þeim sem taka masterinn og útskrifast 2013.

2/11/06 03:02

Jarmi

Já, ég get mest tekið undir með Huxa af þeim sem hafa tjáð sig hér. Kiddi Finni er líka með ágætis punkta.

2/11/06 03:02

Hakuchi

Já auðvitað. Huxi var þegar búinn að hitta naglann á höfuðið. Hefði getað sparað mér innsláttinn.

2/11/06 03:02

Regína

Verst að ég veit ekki til að meistaragráða hækki launin neitt út af fyrir sig.

2/11/06 03:02

Hakuchi

Hún gerir það ef viljinn er fyrir hendi og í þessu tilfelli er hann fyrir hendi (að mér skilst).

2/11/06 03:02

Þarfagreinir

Sniðugur punktur að hinar auknu menntunarkröfur séu aðferð til að stórhækka launin. Ef svo er, þá held ég að ég geti vel stutt þetta plan. Í svartsýni minni var auðvitað mín fyrsta hugsun sú að þarna ætti að reyna að bæta standardinn í kennslunni með auknum reglugerðum, en ekki með því sem raunverulega þarf að gera; að hækka launin.

2/11/06 03:02

Tigra

Já ég hélt það sama og Þarfi.
Ef þetta er rétt sem Huxi og Hakuchi segja, þá lýst mér bara ljómandi vel á þetta plan.

2/11/06 04:00

Skabbi skrumari

Var þetta of einfalt hjá mér til að fólk skildi það... [Strunsar út af sviðinu]..

2/11/06 04:01

Þarfagreinir

Ég sá þetta bara ekki á sínum tíma, Skabbi! Þetta týndist í öllu hinu. Þú varst sumsé fyrstur til að varpa fram hugmyndinni. Þú færð kredit fyrir það þó að enginn hafi séð það.

2/11/06 04:01

Skabbi skrumari

Hehe... ég var ekki að leita að neinu krediti... mér þótti bara sniðugt og þykir sniðugt að allt sem ég segi hér á Gestapó er tekið sem einhverju gríni... það eru hundruðir dæma um það að ég segi eitthvað og enginn svarar því og svo kemur einhver með nákvæmlega það sama og því er svarað... það er greinilegt að það er ekki mark takandi á þessum rugludalli... Skál

2/11/06 04:01

Tigra

Nei ég bara áttaði mig ekki alveg á hvað þú meintir, þú einfaldaðir það svo mikið.

2/11/06 04:01

Texi Everto

Ég vil bjóða upp á SKníllíngagráður - það verður 40 ára nám og þegar náminu er lokið geta SKníllíngarnir kennt við SKníllingaskólann og fengið tvær milljónir á mánuði í laun.

2/11/06 06:00

Jóakim Aðalönd

Í Kanada er bær sem heitir Hvíthross.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.