— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 1/11/06
Sonnettutilraun

Ég hreifst međ sonnettufaraldrinum sem gripiđ hefur suma hér á lútnum og ákvađ ađ prófa ađ hnođa saman í mína fyrstu sonnettu. Fann engar leiđbeiningar, ţannig ađ endilega bendiđ mér á ef ţađ eru villur.

Er húmar ađ og hallar aftur degi
hjartans ţrá ég finn í brjósti brenna.
Ég sest međ auđa örk og gamlan penna,
opna fyrir sálu minnar vegi.

Ég setiđ lengi get ţótt ekkert segi.
Sé ađ úti snjóinn fer ađ fenna,
finn ađ um mig hríslast innri spenna.
Ó, ég segi svo margt, ţótt ađ ég ţegi.

Hugur minn er leitar heim á leiđ
til hans sem ađ býr djúpt í mínu hjarta.
Viltu ekki vera hér hjá mér?

Sá laug sem sagđi gatan yrđi greiđ.
Gremst mér hvernig logar sál mín svarta
sem alla mína bagga alein ber.

   (12 af 83)  
1/11/06 01:02

krumpa

Gríđarlega flott - (einu ypsiloni ofaukiđ ţó og tveimur tveggja stafa orđum fyrir minn smekk) - annars frábćrt form og innihald...

1/11/06 01:02

Tigra

Hríslast ah.. laga.

1/11/06 01:02

Huxi

Til lukku međ ţennan nýjasta sigur í ljóđagerđinni. Mér finnst ţetta fínt hjá ţér, ţú kemur huxuninni fallega í orđ.

1/11/06 01:02

krumpa

Ahhh - allt annađ ađ sjá ţetta! Brilljant!

1/11/06 02:00

Óskar Wilde

[Klórar Tígru vel og lengi á bakviđ eyrun fyrir vel unniđ verk]

1/11/06 02:00

Andţór

Mér finnst ţetta ćđislegt. Og mér finnst ţú ćđisleg.

1/11/06 02:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Heilsteypt, mjög gott & sannfćrandi kvćđi. Ţú ert á fagurgrćnni grein hvađ varđar bragarhátt & byggingu sonnettuformsins sjálfs – sem er erlent ađ uppruna, en hefur hlotiđ nokkuđ alţjóđlega útbreiđslu, ađ ţví er ég best veit.

Međ smásmuguskap má reyndar greina örfáa hnökra, sem lúta afturámóti ađ hinni séríslensku bragfrćđi – ţá einkum gullnu ţumalputtareglunni um ađ stuđla ávallt í 3. áhersluliđ hverrar línu (nema stuđlađ sé 4. & 5 liđ). Engin ástćđa er ţó til ađ örvćnta, ţarsem frávikin frá ţessu eru ekki öllu alvarlegri en allmargt sem finna má í 2-3 fyrstu bókum sjálfs Steins Steinarrs. Mćttum viđ fá meira ađ heyra ?

S K Á L !

1/11/06 02:00

Skabbi skrumari

Ég syng alltaf lagiđ sem er viđ "Ég biđ ađ heilsa" ţegar ég les sonnettur og ţetta passar viđ ţađ eins og flís viđ rass... frábćrt... Skál

1/11/06 02:00

krossgata

Indćll og einmanalegur söknuđur.

1/11/06 02:00

Tigra

Ah takk Znati... ég vissi ekki af ţessu međ stuđlana. Skal reyna ađ gćta ađ ţví nćst.

1/11/06 02:01

Dula

Mjög flott.
Og nú sannfćrđist ég endanlega ađ ég á ekkert erindi í ljóđlistina, held mig bara viđ pennann. Skál sćtust.

1/11/06 02:01

Galdrameistarinn

Glćsilega ort.
Skabbi, sé ţađ ţegar ţú segir ţađ og ţađ gefur náttúrulega tóninn hvađ bragfrćđina varđar sem Z.Natan minnist á í sambandi viđ áherzlur og stuđlana.
[Íhugar hvort hćgt sé ađ lćra af ţessu]

1/11/06 02:01

Ţarfagreinir

Ţetta er nokkuđ magnađ.

1/11/06 02:01

Offari

Flott.

1/11/06 02:01

hvurslags

Já, ţetta er prýđilega ort, alveg prýđilega. Haltu endilega áfram!

1/11/06 02:01

Vladimir Fuckov

Afar góđ frumraun.

1/11/06 02:01

blóđugt

Ljómandi gott hjá ţér Tigra!

1/11/06 03:01

Upprifinn

Fínt hjá ţér

1/11/06 04:00

Lopi

Ćđi.

1/11/06 04:02

Regína

Jahérna Tigra. [Ljómar upp]

1/11/06 05:01

Billi bilađi

Og svo er bara ađ mćta á nćsta Hagyrđingamót. <Ljómar upp>

2/12/10 03:01

Ţarfagreinir

Ţú ert ekki ein lengur.

Tigra:
  • Fćđing hér: 26/9/03 14:44
  • Síđast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eđli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hćttulegur tígur hér á ferđ, nema ţiđ reitiđ mig til reiđi auđvitađ.Ég hef enn minn kjaft og mínar klćr.. ţó svo ađ ég noti ţćr sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiđi til er erfitt ađ vera smyglađ tígrisdýr og ţessvegna ţarf ég ađ láta lítiđ fyrir mér fara.
Frćđasviđ:
Ormalífeđlisfrćđingur og formađur Grasormafélags Íslands, talsmađur fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Fćreyingarannsóknum.
Ćviágrip:
Ţiđ ţurfiđ ađ ferđast alla leiđ til Rússlands ef ţiđ viljiđ finna heimaslóđir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (ţá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfđum í Bengaltígrum)Ég ólst ţar upp í 5 hvolpa hópi og móđir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung ađ aldri tók ég upp á ţví ađ ferđast og var ţví miđur fönguđ í Indlandi og send í dýragarđ í Frakklandi.Ţar barđist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp ađ lokum og gerđi allt vitlaust í dýragarđinum. Ég flúđi land og laumađist til Bretlands og ţađan í skip sem var ađ flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifđi sćldarlífi á leiđinni en ţađ gekk mikiđ á ţegar skipverjar uppgötvuđu mig. Ţeir flúđu skipiđ af skelfingu en ég rak áfram og strandađi á Íslandi ţar sem ég hef lifađ góđu lífi síđan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.