— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/06
Íþróttir - hommalegar eða ekki?

Nú hef ég verið að velta fyrir mér hinum ýmsustu íþróttum upp á síðkastið.
Sumar íþróttir hafa í gegnum tíðina verið taldar afar karlmannlegar, á meðan aðrar íþróttir hafa fengið á sig titilinn "hommalegar" séu þær stundaðar af karlmönnum.
Karlmannlegar íþróttir hafa t.d. talist fótbolti, sérstaklega ruðningur, box og glíma og aðrar álíka.
"Hommalegar" íþróttir eru svo gjarnan íþróttir á borð við ballet og hinar ýmsustu dansíþróttir, listdansskautar sem og aðrar álíka íþróttir þar sem enginn er illa barinn.

Nú þykir mér afar erfitt að skilja röksemdafærsluna á bakvið þetta því ég veit ekki betur en að í balletti, listdansskautum og öðrum dansíþróttum séu þeir karlmenn sem stunda þær íþróttir að dansa við kvenfólk, halda afar þétt um þær og snúa þeim kynþokkafullt um svæðið... og ég sé barasta ekkert hommalegt við það.

Fótbolti hinsvegar, sérstaklega ruðningur, eru karlmenn að nuddast hver utan í annan, henda sér hvor á annan... já jafnvel standa með hendurnar á milli lappanna á hver öðrum (sbr þegar lota er að hefjast í ruðningi) og svo fara þeir allir saman sveittir í sturtu á eftir.
Ekki er glíma nú skárri, þar sem karlmennirnir þukla á hvor öðrum eftir besta megni, rífa og tæta í fötin á hvorum öðrum, eins og þeir geti ekki beðið eftir því að komast saman í bælið.

Hversvegna í ósköpunum finnst engum það hommalegt?

Oft hefur sést á fótboltaleikjum að karlmenn slá í rassinn hvor á öðrum, stökkva í fangið hvor á öðrum og svo til að krydda allt saman kemur ef til vill nakinn piltur hlaupandi inn á svæðið að sýna á sér sprellann.
Aldrei held ég að það hafi gerst á ballettsýningu.
Einu aðilarnir sem karlkyns dansarar þukla á eru kvenfólkið sem þeir dansa við, og seinast þegar ég gáði var ekkert hommalegt við að þukla á kvenfólki.

Jújú þeir eiga það til að vera í þröngum búningum, en það eru glímukappar líka... og buxurnar sem ruðningsmenn eru í, eru sko ekkert víðar.
Er ekki líka komið í tísku núna hjá strákum að vera í níðþröngum buxum?
Og það er bara dags daglega! Dansarar eru þó allavega bara svona klæddir til að fötin þvælist ekki fyrir dansinum.
Svo eru alls ekkert allir dansarar þröngt klæddir.
Tökum til dæmis samkvæmisdansara. Þeir eru í smóking eða öðrum jakkafötum!

Já svei.
Ég skil svona ekki alveg.

   (15 af 83)  
9/12/06 11:01

Vladimir Fuckov

Nokkuð athyglisvert og erum vjer sammála mörgu hjer. En einhverjar íþróttir hljóta þá líka að hafa verið taldar kvenlegar annarsvegar og lesbíulegar hinsvegar [Veltir fyrir sjer hvort Enter muni birtast]. Höfum vjer haft á tilfinningunni að hið síðarnefnda þyki jafnvel eiga við um fótbolta kvenna.

9/12/06 11:01

B. Ewing

Þarf ekki að lesa. Íþróttir eru hommalegar, punktur [Les samt til gamans]

9/12/06 11:01

Billi bilaði

Er Mafíuleikurinn nokkuð hommalegur? (Jú, hann er víst íþrótt, alveg eins og skák og bridds.)

9/12/06 11:01

Hvæsi

Sko, ég segi fyrir mitt leyti að ég stunda mjög karlmannlega íþrótt.

Ég klæði mig í hvít náttföt og stend þétt uppvið andstæðinginn minn (karlkyns), dansa við hann um stund og vinn í því að koma honum í gólfið, en þá tekur við að leggjast í fangið á honum og halda honum föstum þartil dómari segir óhætt að sleppa.

Getur einhver giskað ???

Vísbending, byrjar á J og endar á údó.

9/12/06 11:01

Vladimir Fuckov

Jólasveinajúdó ?

9/12/06 11:01

Hexia de Trix

Nei þá væri Hvæsi í rauðum búning. Með skegg.
Ég giska á Jórturleðurlúdó, en geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar náttfötin koma inn í dæmið.

Tigra! Fín greining hjá þér. Alveg sammála!

9/12/06 11:01

Nornin

Ekki gleyma fimleikum... hommalegasta íþrótt fyrr og síðar!
Nema hvað allir gaurarnir sem stunda fimleika eru massaðir og ógurlega karlmannlegir...

9/12/06 11:02

Nermal

Fátt er allaveganna jafn hommalegt og fótboltafögn. Ég sleppi öllum íþróttum.

9/12/06 11:02

krossgata

Þú segir nokkuð Tigra. Mér leiðast íþróttir og leiði þær hjá mér.

9/12/06 11:02

Dula

Tígra ! Þú ert mesti snillingur í heimi og hér með ertu efst á listanum mínum yfir dásamlega penna.

9/12/06 11:02

Hakuchi

Þetta er verðug athugasemd hjá þér Tígra. Vera má að hugmyndir um hið karlmannlega ídíll í þessum karlþuklíþróttum tengist fornum grískum hugmyndum um karlmennsku (margar þessara karlmannlegu íþrótta má rekja þangað). Gríska karlmennskuhugmyndin gekk út á að sá karl væri karlmannlegastur sem hann væri laus undan töfrahlekkjum fláráðra kvenna og gæti einungis ímyndað sér að leggjast með körlum. Vestrænt samfélag þróaðist í hommahataraátt eftir gullöld Grikkja en það er mögulegt að hugmyndin um 'karlmennsku' íþróttir hafi ekki breyst, t.d. hvað varðar glímu eða box nema hvað upprunalega ímyndin (hommar sem hápunktur karlmennsku að þukla á hvorum öðrum í aflraunum) hafi eitthvað farið á milli hluta.

Þannig að þessar íþróttir eru að sjálfsögðu ekkert annað en blússandi hommaskapur eins og þú skrifar. Þeir sem stunda þessar íþróttir þurfa bara að átta sig á að þeir eru í raun hommar. Svo þarf bara að endurskapa viðmiðið að alvöru karlmenn eru blússandi hommar sem líta ekki við konum. Málið leyst.

9/12/06 11:02

Hakuchi

[Hugsar sér gott til glóðarinnar þegar allir karlkyns íþróttaáhugamenn snúa baki við konum og fara að hommast]

Loksins séns.

9/12/06 11:02

albin

Það eru allar íþróttir hommalegar.... nema ég stundi þær.

9/12/06 12:00

Skabbi skrumari

Mig dreymdi í nótt að ég væri að fara að stunda fimleika af hörku... mér þótti það ekki hommalegt þá... mér finnst það núna...

9/12/06 12:00

feministi

Ef ág væri ein af þessum sem set upphrópanir á borð við frábært æðislegt o.þ.h. myndi ég gera það núna ágæti köttur.
Skotfimi er kannski eina íþróttin sem hefur ekki þann tilgang að veiða karl eða konu.

9/12/06 12:01

gregory maggots

Útsaumur þykir mér til að mynda mjög karlmannleg íþrótt, og keppi gjarnan á því sviði innan ákveðins hóps. Útsaumur krefst til að mynda engrar líkamlegrar snertingar við aðra keppendur en þeim mun meiri orðhnýtinga, sem þykja víða með hinu karlmannlegasta móti. Enginn tíkarháttur þar á bæ.

9/12/06 12:01

Grýta

Hvaða hvaða íþróttir eru fyrir alla.
Hreyfing eflir andans mátt.

9/12/06 15:00

Upprifinn

já en þeir nudda sér í níðþröngum fötum utan í dansfélagan (kvenkyns) og engum stendur. HOMMAR.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.