— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/06
Ungdómurinn

Ég rak augun í athugasemd Krossgötu við nýjasta félagsriti Tinu og í stað þess að koma með langa athugasemd um eitthvað sem tengdist félagsritinu ekki beint, ákvað ég bara að skrifa mitt eigið.

Nú vil ég byrja að taka það fram að ég geri mér fulla grein fyrir því að fólk er eins misjafnt eins og það er margt, og þótt ég segi "fólk gerir hitt og þetta" þá er ekki ætlunin að alhæfa um hvern einasta einstakling sem getur talist sem "fólk".

Nú er ég rétt skriðin upp úr unglingsárunum... já það nýlega skriðin að ég er kannski ekki almennilega búin að átta mig á því að ég flokkast ekki endilega sem unglingur lengur.
Ég flokkast samt ennþá í hópinn "ungt fólk" eða nánar tiltekið ung kona (eða tígrisdýr, þið ráðið).
Það sem ég hef oftar en ekki brennt mig á í gegnum tíðina, er að oftar en ekki er framkoman við unglinga og ungt fólk hreinlega eins og það sé ekki um fólk að ræða.

Nú er ég ekki bara að tala um foreldra og ættingja, heldur jafnvel þjónustuaðila, t.d. fólk í búðum og öðrum afgreiðslustörfum. (Jah.. ef það er ekki barnungt sjálf þ.e.a.s.)
Enginn virðist treysta ungu fólki. Við erum vís til að vera ölvuð, stela, skemma, vera með ólæti og ég veit ekki hvað.
Auk þess veltur hver vitleysan á eftir annari upp úr okkur því allir vita að það er ekkert að marka það sem við segjum, við erum ung og óreynd og vitum þar með ekkert í okkar haus.

Auðvitað kemur vit með reynslu. Lífsreynsla er stærsti þátturinn í þroska hvers manns og því fleiri ár sem viðkomandi hefur haft, eru meiri líkur á því að aðilinn hafi eignast mikla lífsreynslu.
Hinsvegar má ekki gleyma því að fólk er mis lífsreynt.
Yfir suma hellast allar heimsins hörmungar, aðra öll heimsins lukka, á meðan flestir fá pínu lítið af báðu og ota sér bara jafnt og þétt í gegnum lífið.

Miðaldra fólk sem virðist vera ráðandi í þessu þjóðfélagi finnst mér oft vera hálfgerðir hræsnarar hvað viðkemur þessu.
Þau líta oftar en ekki á unga fólkið eins og það viti lítið sem ekkert, því auðvitað hafa þau ekki sömu lífsreynslu og miðaldra fólkið, en síðan hendir það aldraða fólkinu í samfélaginu inn á stofnanir, því það er auðvitað ekkert vit í þeim lengur... þau eru öll orðin elliær, þótt að vissulega hafi þau mestu lífsreynsluna.
Maður hefur heyrt miðaldra manneskju tala um hvað eldra fólkið eigi erfiðara með að takast á við nútímann og allri þessari tækni sem fylgir honum, en virðist þá gleyma því að yngri kynslóðir sem eru alin upp í þessari tækni eru þá væntanlega hæfari en þau sjálf til að takast á við nútímann.

Nú átti þetta ekki að vera nein ádeila á miðaldra fólk en ég er bara orðin pirruð hvernig fólk er alltaf stimplað tjah.. kannski ekki vitlaust, en ólífsreynt ef það er ungt.
Í mörgum tilfellum, tel ég jafnvel að margt ungt fólk sé miklu þroskaðara og lífsreyndara en eldra fólkið telur.
Börnin ykkar gætu til að mynda verið töluvert lífsreyndari en þið gerið ykkur grein fyrir.
Guðirnir vita að ekki hef ég sagt foreldrum mínum frá öllu því sem á hefur dunið á mína daga. Stundum held ég að þau séu miklu betur sett ef þau vita það ekki... því þó að þau séu að reyna að vernda mig eftir bestu getu, þá mun þeim aldrei takast að gera líf mitt hnökralaust. Það er ekki hægt.
Þessvegna reyni ég að vernda þau í staðin, sérstaklega móður mína sem ég veit ekki hvernig myndi taka öllu því sem ég hef lent í og séð.

Ekki taka því sem svo að ég tali ekkert við foreldra mína, en þið ykkar sem eigið unglinga, getið verið viss um að það er heilmikið í gangi sem þið hafið ekki hugmynd um og munið aldrei fá að vita um.
Og þá er ég ekki bara að tala um hverjum unglingurinn er skotinn í að hverju sinni.

   (16 af 83)  
5/12/06 01:02

Texi Everto

<Klappar kisu>

5/12/06 01:02

krossgata

Ekki veit ég svo sem hvað það er. Kannski fordómar og flokkadrættir, en unglingar og ungt fólk brennir sig oft á því hvað sem það er. Auðvitað þarf ungt fólk að sanna sig (ef svo má taka til orða) eins og aðrir, en allt of oft finnst mér þeim ekki gefið tækifæri. Hafandi alið upp eina unga manneskju og verandi að ala upp ungling sé ég þetta iðulega.

5/12/06 01:02

Regína

Ég beið lengi eftir að verða fullorðin og fá sama viðmót og fullorðna fólkið. Ég er enn að bíða, svo ég skil alveg hvað Tigra er að tala um.
Sanna sig?

5/12/06 01:02

krossgata

Ef svo má taka til orða. Samskipti eru öll samspil milli tveggja eða fleiri. Það sem ég á við er... hmmm.. að það kemur að því hjá all flestum að þurfa að eiga samskipti á eigin ábyrgð. Tala við fólk í kring um sig. Að sanna sig... þá á ég við það að fólk geti átt sæmilega friðsamleg samskipti.

En oftast er búið að dæma unglinga og ungt fólk fyrirfram og þau fá ekki einu sinni að opna munninn til að segja: Ég ætla að fá eina kók, takk... þegar búið er að snúa við þeim bakinu og afgreiða næsta mann. Nú ef ungmennið bendir á að það hafi verið á undan er það sakað um dónaskap, frekju og svo eru allir dæmdir.

5/12/06 01:02

Regína

Jamm. Best að sanna sig.
Ekki segir afkvæmið mér neitt. Alltaf segi ég mínum foreldrum allt.
Eða hvað?

5/12/06 01:02

krossgata

Ég sagði ekki foreldrum mínum allt og geri ekki enn. Ég geri ekki ráð fyrir að mín börn segi mér allt svona eftir því sem þau eldast.
[Dæsir mæðulega]
Ég sem ætlaði að verða fullkomin mamma. En ég vildi geta verið viss um að komið yrði fram við þau (og annað ungt fólk) af virðingu úti í samfélaginu svo það auki líkurnar á að þau sýni öðrum virðingu.

Ég get ekki verið viss.
[Brestur í óstöðvandi grát]

5/12/06 02:00

Fíflagangur

Réttast væri að rassskella ykkur!
[Verður afar huxi]

5/12/06 02:00

Upprifinn

þú verður nú samt að viðurkenna að ungt fólk/unglingar halda oft að þau séu að uppgötva heiminn í fyrsta sinn.
Hvar liggja mörkin í þínum/ykkar augum, unglingur/ungur/miðaldra?

5/12/06 02:01

Heiðglyrnir

Unga kattarkonan hefur lög að mæla. Með börn og unglinga gilda sömu reglur og með alla aðra í samfélaginu. Sýnum þeim sömu virðingu og komum fram við þau eins og við viljum láta koma fram við okkur. Allir verða að uppgötva heiminn í fyrsta sinn, fyrir sig.

5/12/06 02:01

Tigra

Auðvitað eru unglingarnir að uppgötva heiminn í fyrsta skipti. Hvað með það þó einhver annar hafi gert það áður?
Fann ekki Kristófer Kólumbus Ameríku?
Voru samt ekki víkingarnir á undan honum?
Fundu þeir ekki Ameríku?
Voru samt ekki indjánar sem voru búnir að búa þarna guð veit hvað lengi?

Þú gætir jafnvel átt eftir að gera einhverja uppgötvun sjálfur Upprifinn, sem mörgum nútíma unglingum finnast vera gamlar fréttir.

Mörkin segiru. Það eru engin mörk held ég... ég veit ekki við hvað fólkið miðar þegar það ákveður að einhver einstaklingur sé lítill og vitlaus.
Fyrir mér ertu fyrst miðaldra um 40.
Unglinga kalla ég frá svona 13 og upp í tjah.. 19?
Ætli þú fáir ekki að fljóta sem "ungt fólk" eftir að þú verður tvítugur, svona ef við miðum við að unglingur = táningur (þret-tán... sex-tán.. ní-tján osfrv)

5/12/06 02:01

Offari

Ég er ennþá unglingur þótt ég sé kominn yfir fertugt.

5/12/06 02:01

Gvendur Skrítni

Ég er fáráðlingur.

5/12/06 02:01

Óvinur ríkisins

Það er rétt. [gerir tea-bag á Gvend skrýtna]

5/12/06 02:01

Galdrameistarinn

Tek ofan fyrir þér Tígra því þetta er allt hárrétt hjá þér. Sjálfur er ég miðaldra graðnagli og pervert sem trúi lítið á ungdóminn og treysti illa til að sinna ábyrgðarverkum, en maður lætur samt reyna á það og það kemur fljótt í ljós hvort maður hefur rangt fyrir sér, en í 99,56% tilfella hef ég það.

Ég held að mínir foreldrar hafi ekkert gott af því að vita hvað ég brallaði frá 12 ára aldri því fyrir það fyrsta mundu þau aldrei trúa því og í annan stað væri það að æra óstöðugan að fara að tíunda það og síst af öllu kæri ég mig um að rifja það upp sjálfur enda mundi það enda með innlögn á geðdeild eða sjálfsmorði.

5/12/06 02:02

Jarmi

Ég fann fljótt á mér munninn. Eftir það óð enginn yfir mig sem ég leyfði það ekki.
Og með foreldra mína, þá hef ég í gegnum tíðina sagt þeim gjörsamlega allt sem ég hef bardúsað í gegnum tíðina, þeas þegar þau hafa spurt. Enda vissu þau bæði það að þau voru engu skárri og að því meira sem mér væri bannað, því meira myndi ég gera.

5/12/06 03:00

Aulinn

Ég tek ekki mikið eftir eitthverri sérstakri óvirðingu við mig, nema kannski að ég er stoppuð of oft af lögreglunni til þess að blása (þess má geta að ég er aldrei ölvuð undir stýri). Og auðvitað í vinnunni, maður er svo ungur og vitlaus, alltaf verið að leiðrétta mann þó maður geri hlutina rétt bara öðruvísi.

5/12/06 03:01

Jóakim Aðalönd

Ég varð miðaldra við fermingu. Svo varð ég gamall við tvítuxafmælið og er enn...

31/10/06 22:01

Garbo

Ég hef talsvert af unglingum að segja í minni vinnu og þeir eru hið yndislegasta fólk. Það er held ég málið með flest ungt fólk og fólk yfirleitt, að ef maður lætur það finna að maður treysti því og virði það þá hagar það sér samkvæmt því þ.e. vel.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.