— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/06
Rassskellingar

Ég rak augun, alltof seint, í félagsrit Krumpu um könnun sem hún bað Gestapóa um að taka. Ég var of sein að svara henni, en kíkti á hana engu að síður.<br /> Þar vakti ein, eða nokkrar, spurningar athygli mína... en þær voru um rassskellingar.

Ég vil byrja á að taka það fram að það er ekkert "kinky" við þetta félagsrit og ég vil engar dónalegar athugasemdir um rassskellingar í kynlífi.

Þannig liggur mál með vexti að það kom fyrir að ég var óþekk sem barn.
Jafnvel alveg einstaklega óþekk og óstýrilát, og fékk ég þá stundum rassskell að launum.
Verst var að fá rassskelli frá pabba, því hann rassskelldi miklu fastar en mamma. Mamma tók meira að segja stundum upp á því að hóta rassskellingum frá pabba þegar hann kæmi heim, ef ég hagaði mér ekki.

Nú hafa líklega mörg ykkar, ef ekki flest, sömu sögu að segja, þ.e. að hafa verið rassskellt sem börn.
Foreldrar mínir og foreldrar þeirra hafa líklega öll verið rassskellt sem og aðrir áar mínir, en ég man alltaf eftir því þegar pabbi talaði um vöndinn sem hékk upp á vegg.
Ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurntíman sagt mér að hann hefði verið notaður á sig, en oftast þurftu amma eða langamma ekki annað en að gjóa augunum á hann til þess að öll börn í sveitinni stilltu sig og yrðu prúð og góð.

Núna telja margir rassskellingar vera barnaníð og heimilisofbeldi, en satt að segja veit ég ekki hvernig ég á að snúa mér í þeim málum, eða hvað mér á að finnast.

Mér þótti það eitthvað svo eðlilegt að vera rassskellt þegar ég var óþekk, það var það sem var gert við óþekk börn.
Foreldrar mínir hafa alveg örugglega ekki haft ofbeldi í huga þegar þau rassskelltu mig, þetta var einfaldlega sú uppeldisaðferð sem þau voru vön og var við lýði.

Nú held ég að rassskellingar hafi af stórum hluta lagst niður og ég sjálf efa að ég muni nota þær á mín börn þegar þar að kemur (þó svo að maður viti að sjálfsögðu ekkert um þá stöðu fyrr en hún kemur upp).

Hvað hafið þið um málið að segja?
Voruð þið rassskellt?
Eru rassskellingar ofbeldi?
Þið sem eigið börn, rassskellið þið þau?

   (17 af 83)  
2/12/06 02:02

Tigra

Ég byrjaði hér á að skrifa heilt félagsrit um rass-kellingar, en tók sem betur fer eftir því í tæka tíð.

2/12/06 02:02

Gíslason

Nei ég geri það ekki

2/12/06 02:02

Dula

Ég var rasskellt ef ég var óþekk. Ég gef smá skell þegar mín börn eru búin að sletta skyri viljandi upp um alla veggi eða gera e-ð sem þau vita fullvel að er stranglega bannað Rassskellingar eru auðvitað vandmeðfarnar ofg ekki ofbeldi frekar en að skella á puttana ef það er ekki notað í að misþyrma börnunum í tíma og ótíma.
Eins og orðin sem maður notar þegar maður er að skamma þau eru ekki ofbeldi nema maður tönnlist endalaust á því hvað barnið er nú mikill sóði eða hvað sem er. Það er smá munur á uppeldi og ofbeldi. En börn í dag eru illa upp alin miðað við hvernig þau voru upp alin í mínum ungdómi.

2/12/06 02:02

Nermal

Ég minnist nú ekk þess að hafa verið rassskelltur, enda var ég svo svakalega þægur. Hóflegar rassskellingar eru ekki ofbeldi. Ég á nú engin börn, en ég er ekki fjarri því að í einhverjum tilfellum myndu rasskellingar koma til greina. En ekki nema í einhverjum mjög mikklum óþekktartilfellum. Agaleysi er orðið vandamál... sennilegast vegna þess að börn eru ekki öguð nógu oft og mikið.

2/12/06 02:02

Offari

Ég var alltaf svo óþægur að pabbi neyddist oft til að rassskella mig svo á mér sá, en ég hef aldrei rassskellt mín born og ætla mér aldrei að gera það.

2/12/06 02:02

Litla Laufblaðið

Ég man bara eftir að hafa verið rassskellt einu sinni.

2/12/06 02:02

krossgata

Min minnir að ég hafi verið rassskellt einu sinni eða tvisvar. Minnist þess ekki að slík ögun hafi verið notuð mikið á heimilinu. Ég tel mig ekki hafa borið neinn skaða af, enda man ég þetta illa svo ekki er þetta í fersku minni sem voðalegur atburður. Ég hef ekki beitt rassskellingum á mín börn.
Fyrst og fremst þurfa að vera reglur eða rammi um börnin og þau þurfa að vita mörkin. Ef maður beitir refsingum þá þurfa börnin að vita hvenær þau eru að fara yfir mörkin og fá viðvörun um að refsing komi á eftir. Hóti maður refsingu þarf að framfylgja henni ef barnið heldur áfram yfir viðvörunarmörkin. Þetta finnst mér eiga við hvort sem maður beitir rassskelli eða skammarkrók eða einhverjum bönnum.
Barn sem heyrir eilífar hótanir um þetta eða hitt sem aldrei er framfylgt, heldur áfram óæskilegri hegðun, oftast nær til að fá viðbrögð á endanum.

2/12/06 02:02

Jarmi

Ég var flengdur í þessi 3 skipti sem upp um mig komst. Annars var alltaf versta hótunin þegar mér var hótað að ég yrði sendur í sveit í sumarfríinu. Það slökkti á allri óþekkt í allt upp undir 6 klukkustundir. Reyndar kenndi amma mér frábært svar á móti.

"Ef þú hagar þér ekki eins og maður þá verður þú sendur í sveit í sumar!"

"Hvað hafa nú bændur gert þér?"

2/12/06 02:02

Vladimir Fuckov

Það kom fyrir að vjer vorum rassskelltir en það var mjög sjaldgæft og þurfti mikið til að það gerðist. Eigi var um mjög 'fastar' rassskellingar að ræða og munum vjer ógreinilega eftir þessu.

Rassskellingar geta verið ofbeldi sjeu þær ofnotaðar og sje rassskellt mjög fast. En þær geta líka verið heppilegar til að stoppa börn af sje þeim 'rjett' beitt (sjaldan og ekki af of mikilli hörku), einhvernveginn þarf að vera hægt að stoppa meiriháttar óþekkt. Oss finnst vafasamt að banna þær með lögum eins og sumsstaðar hafa verið umræður um.

2/12/06 02:02

Gíslason

Ég held að óskellt sem skellt börn þarfnist ástar. Börnin mín tvö eru dásamleg, mitt allt. þó óbarinn séu Að lemja kærleik í krakkana okkar held ég hjálpi ekki. Aftur á móti vildi ég rasskella haug af fullorðnu fólki þau sem misþyrma móður jörð og afhvæmum hennar. Mig langar stundum að Lemja Bush og félaga enn kanski væri best að kyssa þá á nefbroddinn . Nei Tígra mín tugt er ekki beina leiðinn til hjartans held ég

2/12/06 02:02

Herbjörn Hafralóns

Sérfræðingar segja að séu börn rassskellt eða þeim refsað á annan hátt með einhvers konar ofbeldi, muni þau síðar meir eingöngu eftir refsingunni, en ekki fyrir hvað refsingin var.
Sjálfur man ég ekki eftir að hafa verið rassskelltur en hins vegar var ég í eitt eða tvö skipti lokaður inni í kompu í nokkrar mínútur.
Ég man ekkert fyrir hvað það var.

2/12/06 02:02

Nornin

Ég var aldrei nokkurn tímann rassskellt.
Fjölskyldan mín trúir ekki á líkamlegar refsingar, en notaði sálfræðilegar aðferðir þeim mun meira.
Ef ég var óþekk þá var sest niður með mig, ég var beðin um að útskýra gerðir mínar og ef ég gat það ekki þá voru afleiðingar gerða minna raktar í smáatriðum fyrir mér.

Ég og frændsystkinin þurftum að gera grein fyrir máli okkar, útskýra hugsunina á bak við verknaðinn og standa svo við ákvarðanirnar sem við tókum allt frá unga aldri.

Ég var einu sinni slegin utan undir og það var vegna þess að ég var að stríða mömmu og hellti yfir hana fullu glasi af ísköldu vatni á meðan hún var í heitri sturtu.
Hennar viðbrögð voru náttúrulega alveg ósjálfráð og hún sló mig.
Við tölum ennþá um hvað okkur varð mikið um þetta atvik... við fórum báðar að gráta, ég úr sjokki og hún úr eftirsjá.

Ég held að það eigi alls ekki að rassskella börn. Ef þau eru lítil þá skilja þau ekkert afhverju er verið að flengja þau og ef þau eru orðin stærri þá á að vera hægt að tala við þau af viti.

2/12/06 02:02

Nornin

Tek það samt fram að ég var alin upp í talsverðum aga... og að ég var næstum aldrei óþekk... bara frek.

2/12/06 02:02

Snabbi

Fátt er hollara fyrir háræðar rassvöðvans en góð rassskelling... Minnir að þetta standi í bók eftir Laxnes.

2/12/06 03:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Frönskukennarinn í MH (sem þú veist örugglega hver er, Tigra!) sagði að honum þætti það bæði illkvyttni og miskunnarleysi að rassskella ekki börn. Þegar hann hafði verið lítill, hefði hann gert e-ð af sér, var hann löðrungaður eða bossasmelltur eins og tíðkaðist þarna í frankaríki. Og þarmeð var málið búið, allir gátu haldið áfram með sín líf og reynt að forðast frekari skelli.

Þegar hann heyrði að íslenskir nútímaforeldrar hefðu lagt vöndinn á hilluna, og skipt út fyrir samviskulegar og sálfræðilegar aðferðir varð hann alveg stórhissa, sagði að grey börnin ættu enga vörn gagnvart nístandi samviskubiti og afleiðingin er að þau verða í mörgum tilfellum bæld.

Foreldrum Nornu er ég hinsvegar sammála, það á ekki að lemja börn, frekar að ræða við þau málin og reyna að gera þeim grein fyrir því að allt hefur afleiðingar.

2/12/06 03:00

Billi bilaði

Ég var rassskelltur einu sinni, man ekkert eftir því, en var sagt svo oft frá því að ég veit af hverju.
(Það hefði eflaust ekki sakað að gera það oftar. [Starir þegjandi út í loftið]

2/12/06 03:00

Upprifinn

Ég man eftir að hafa verið rassskelltur og ég man sko fyrir hvað það var. það var í fyrsta sinn sem ég vann örugglega fyrir því sem ég fékk.

2/12/06 03:00

Rauðbjörn

Ég elska samhljóðaklasa.

2/12/06 03:00

Tina St.Sebastian

Ég var rassskellt ef ég sýndi óhóflega frekju, enda gerði ég sjaldan annað af mér.
Rýtinga: Ertu að tala um frönskukennar/ann/? Hr. Fchranshkan echr mjúcht dungumáhl/sérhljóði, samhljóði, sérhljóði, samhljóði?

2/12/06 03:01

Jóakim Aðalönd

Ég var einu sinni rassskelltur. Þá átti ég það skilið, en hins vegar held ég að það sé ekki rétt að beita líkamlegum meiðingum. Aðferð foreldra Nornarinnar held ég að sé bezt, en hún er tímafrek og krefjandi. Ætli það sé ekki bara af leti sem foreldrar beita rassskellingum? Það er auðveldara að lemja barnið en að setjast niður með því og útskýra afleiðingar verknaðara þess og gjörða.

2/12/06 03:01

albin

Ég átti mínar rassskellingar eflaust skilið. Þær koma hinsvegar ekki til greina af minni hálfu við uppeldi. Ég er ekki hrifinn af slíkri refsingu.

2/12/06 03:01

krumpa

Held að það meiði fæstir börnin sín til að vera vondir eða af kvalalosta. Yfirleitt er þetta vel meint.
Held samt að rassskellingar (ólíkt rass-kellingum sem eru amerískar hamborgaraætur) séu á undanhaldi - a.m.k. vilja fáir kannast við að beita þeim.
Sjálfri finnst mér langur vegur milli þess að dangla í bossa á 3-4 ára barni í gegnum fötin og eftir að því hefur verið hótað og allt annað brugðist og til þess að girða niður um 8-10 ára eða jafnvel eldra barn og flengja það - í öðru tilfellinu er um uppeldi (umdeilanlegt uppeldi en uppeldi samt) að ræða og í hinu hreina niðurlægingu. Að mínu mati.
Ég hef einu sinni skellt á lítinn bossa - mjög laust og í gegnum föt - eftir að keisarabarnið (þá 3 ára) vildi ekki - þrátt fyrir hótanir og mútur, óp og móðursýki - hætta að standa í gluggakistunni. Ég hélt auðvitað að téð barn mundi detta út um gluggann. Held samt þetta hafi verið verra fyrir mig en barnið....

2/12/06 03:01

krumpa

ps. sálfræðiaðferðir geta verið góðar - og slæmar... allt eftir framkvæmdinni. Held að hæfilegur agi og slatti af virðingu á bóða bóga sé alveg eðal - þá þarf hvorki að vera með barsmíðar né sálfræðitrix. Auglýsi hér með eftir foreldrum sem hafa náð því!

2/12/06 03:01

Hvæsi

Krakkar þurfa meiri aga.
Frá því að vöndurinn fór á hilluna og gjörsamlega bannað var að snerta krakka, þá hefur frekja og yfirgangur í þessum skrímslum aukist til muna.

Ég hef skrifað félagsrit hér, (minnir mig) sem segir frá 3 12 ára pjökkum sem kölluðu mig öllum illum nöfnum og hótuðu mér lífláti, einingis af því að ég bannaði þeim að príla í glænýja, 1.5 milljón króna hjólinu mínu.

Þessu hefði mín kynslóð aldrei þorað, allir báru virðingu fyrir fullorðnum og mótmælti þeim enginn krakki.
Mín börn munu vita af vendinum, en hann verður að sjálfsögðu ekki ofnotaður.

2/12/06 03:01

Vímus

Það má sjá jákvætt og neikvætt við nánast allt. Mikið rosalega er ég ánægður á þessari stundu að karlómyndin faðir minn stakk af til lands hinna 250 miljón vanvita.
Ég man ekki eftir að hafa verið rasskelltur sem barn en sá held ég að hefði tekið trommusóló á afturenda mínum. Hins vegar bauð vel þekktur maður mér í bíltúr þegar ég var 16 ára. Hann keyrði mig út á Seltjarnarnes og bauð mér einhverja upphæð sem ég man ekki hver var fengi hann að rass-skella mig.
þetta mál var fljótafgreitt. Ég sagði honum að láta mig hafa hverja krónu sem í veskinu hans væri ásamt bíllyklunum, ella yrði hann rass-skelltur á þann hátt sem hann mundi seint gleyma. Með það sem kveðjuorð brunaði ég í bæinn og hafði það bara andskoti huggulegt.

2/12/06 03:01

Tigra

Hvæsi: 312 ára gamlir "pjakkar" eru ekki börn lengur, þótt að allar líkur bendi til að þeir séu gengnir í barndóm.

Hinsvegar er ég sammála þér að því leitinu til að ég var skíthrædd við unglinga þegar ég var lítil (enda voru það pönkararnir) en krakkar nú til dags bera enga virðingu fyrir einu né neinu.

2/12/06 03:02

krumpa

ehemm....bara til að bæta við þetta af viskubrunni mínum - að lagalega eru rassskellingar vitaskuld ofbeldi - og það refsivert - minni háttar líkamsárás jafnvel og lagt blátt bann við þeim í barnaverndarlögum. Hvað fólki kann að finnast um þær uppeldis- og siðferðislega er svo annað mál...

2/12/06 04:01

Bangsímon

Umbun og refsing, já. Jájá. Ef við ætlum að refsa með ofbeldi er örugglega best að lemja persónuna á rassinn. Raflost gæti líka gert trikkið. Er það eitthvað öðruvísi en að gefa sársauka með höndinni? mér finnst það bara spurning um hvað tíðkast. En ég vil ekki beita ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Ég veit samt ekki hvað kemur í staðinn, kannski betri umbun, en er það þá ekki bara ofbeldi að umbuna ekki? Nei kannski ekki. ég veit satt að segja ekki. En best er örugglega að tala við barnið og reyna að skilja það.

En ef börn læra það að það á að beita ofbeldi þá sem eru óþekkir, fara þau þá ekki bara að lemja þá sem gerir þeim eitthvað þegar þau eru orðin fullvaxta? Verða kannski forseti bandaríkjanna og fara að "rassskella" minni þjóðir. Hvar endar þetta? í upphafi skal endir skoða.

við verðum bara að spuja okkur að því: Hvern mundi Jesú rassskella? Rassskelli sá sem syndlaus er, segi ég nú bara!

2/12/06 04:01

Billi bilaði

"Rassskelti" Jesús ekki tollarana í musterinu?

2/12/06 04:01

Bangsímon

Jú ég var einmitt að spá í því. Var hann kannski bara að reka þá út? ég veit það ekki...

2/12/06 04:02

Billi bilaði

Þeir voru allavega óþekkir. [Starir þegjandi út í loftið]

2/12/06 05:01

Hvæsi

Nei nú eruð þið komnir útfyrir efnið.
Þið eruð farnir að ræða óþekka, fullorða karlmenn að rassskella hvorn annan....

2/12/06 05:01

Blástakkur

Ég hef einu sinni á allri minni ævi verið rassskelldur og ég átti það svo sannarlega skilið.

2/12/06 07:01

Sundlaugur Vatne

Þetta er náttúrulega bara spurning um skilyrta umbun og refsingu. Það er tilgangslaust að umbuna stöðugt og hrósa þegar börn gera það sem er rétt en standa svo ráðþrota þegar þau óhlýðnast. Einfaldast er að valda vægum óþægindum, svo sem léttum rassskelli, kaldri sturtu, fingursmelli eða slíku sem börnin óhjákvæmilega tengja við verknaðinn og fæla þar með frá að hann verði endurtekinn.
Hinn möguleikinn er svo sá, hafi maður tíma og nennu, að ræða við börnin og gera þeim grein fyrir alvarleika málsins og hversu vita vonlausir einstaklingar þau eru. Það hefur jafnvel enn sterkari áhrif og mun skaffa sálgreinum framtíðarinnar bullandi vinnu.

Annars hélt ég satt að segja að þessi pistill væri allt annars eðlis. [roðnar]

2/12/06 07:01

Tigra

Þú ert líka dónakall.
[Glottir]

31/10/06 22:01

Garbo

Ég var aldrei rassskellt enda þægt barn, það tíðkaðist heldur ekki á mínu heimili.
Þekki hins vegar öðruvísi börn en get ekki samþykkt að rassskellingar leysi nokkurn vanda. Þetta er bara ofbeldi sem menn grípa til þegar þeir vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við.

1/12/12 17:01

Húbbi

Ég var rasskelltur þegar var lítill. það kom fyrir að ég var óþekkur og varð rasskelltur fast á beran rassin. Ég ætla rasskella börin mín fast á beran rassin með flötum lófa.þegar þaug verða óþekk.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.