— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Af nauðgunum og svívirðingum

Ég sé að uppi hefur orðið fótur og fit út af félagsriti sem Offari skrifaði víst, en ég varð aldrei svo fræg að bera það augum.
Hinsvegar hef ég púslað saman bitunum og grunar hvað fór fram í þessu félagsriti.
Ég er ekkert brjáluð út í Offara fyrir að asnast óvart með vitlausan svartan húmor sem fáir skildu. Ég skil viðbrögð samkvenna minna, en ég er samt ekkert brjáluð.
Ég er meira sorgmædd og þá ekki bara yfir svona riti heldur líka yfir viðbrögðum marga við riti Jennu Djamm.

Oó enn eitt kerlingavælið hugsið þið, en mig langar að fá athygli ykkar í örfáar mínútur og biðja ykkur að lesa það sem ég hef fram að færa.

Margir karlmenn skilja ekki kvennabaráttuna. Við erum jú komin á svipað stig og karlmenn ekki satt? Höfum kostningarétt og önnur réttindi jafnhliða karlmönnum... það eina er kannski launamisréttið, en ég ætla ekkert að fara út í það og vil ekkert fá svör við því... ég er engin sérstakur femenisti og finnst þær oft ganga of langt... en ég er hinsvegar jafnréttissinni.

En... það er annar handleggur sem truflar mig meira við það að vera kona.
Ég stórlega efast um að þið karlmenn sem lesið þetta hafið lent í einhverju svipuðu... ekki einu sinni nálægt því, en flestar konurnar hafa það hinsvegar örugglega.
Konur lenda til dæmist ískyggilega oft í því að vera nánast teknar í misgripum fyrir hórur, eða því sem verra er, því að herramennirnir ætla ekki einu sinni að borga fyrir.
Ekki misskilja mig, auðvitað hafa konur líka sínar þarfir og flestum finnst gaman að sofa hjá og skemmta sér, en það er ekki það sem ég er að tala um.
Það sem ég er að tala um er þegar sumir einstaklingar skilja ekki að nei þýðir nei.
Þeir koma fram við mann eins og þeir myndu ekki einu sinni koma fram við ríðudúkku... eru með móðgandi athugasemdir og klípa þar sem enginn hafði leyft þeim að klípa.
Ég hef jafnvel lent í því að þurfa að beita mann valdi til að sleppa frá honum, en hann mætti þarna risavaxinn rumur og vildi að ég kæmi heim með sér, spurði hvorki kóng eða prest heldur bara tók mig og dró með sér. Ég reyndi fyrst að segja honum í góðu að láta mig vera, en hann hlustaði ekkert á það og ætlaði að draga mig út þegar ég fór að berjast um á hæl og hnakka og berja hann í bringuna, þar sem að hann hélt þétt utan um mig og ég náði ekki að berja í neitt annað.
Þá sleppti hann mér svakalega hissa og skildi ekkert hvað var að þessari vanþakklátu kerlingu.

Í hvert einasta skipti sem ég fer út lendi ég í einhverju svona. Kallað er að manni einhverju dónalegu og svo hlæja þeir eins og þeir hafi verið ofboðslega fyndnir.

Ég verð að vera sammála Jennu að það er ósmekklegt af Offara að gera grín að nauðgunum (þó ég taki það fram að ég las ekki þetta rit og veit ekki alveg hvað hann sagði).
Nauðganir eru miklu algengari og miklu viðkvæmara mál en flestir gera sér grein fyrir.
Tvisvar hefur verið reynt að nauðga mér, fyrst þegar ég var 12 ára og svo í seinna skiptið í vor.
Ég slapp sem betur fer í bæði skiptin, en þetta var samt sem áður nóg til þess að hafa mikil áhrif á líf mitt. Nauðgunartilraunir eru mjög svo vanmetnar, þótt að ekkert hafi gerst líkamlega getur það haft mikil andleg áhrif á fólk.
Það gerðist hjá mér, sérstaklega þegar ég var 12 ára.

Heimur minn hrundi. Allt traust mitt á umheiminum hvarf og allt öryggi sem ég hafði áður haft hvarf líka.
Ég lokaðist inn í mig. Varð óhugnalega feimin og hætti að vera gamla góða opinskáa, ófeimna, hressa Tigra sem ég hafði alltaf verið.
Ég hataði sjálfa mig.
Mér fannst ég vera ógeðsleg og íhugaði sjálfsvíg oftar en einu sinni.
Þannig gekk það í 4 ár, eða þar til ég fór í menntaskóla.
Þá ákvað ég að reyna að breyta þessu, ég fann svo sterkt til þess sjálf hvað ég var breytt og syrgði það að ég gat ekki verið ég sjálf lengur.
Ég fór í menntaskóla þar sem ég þekkti engan og gat byrjað alveg upp á nýtt, og vann mig þar með út úr þessum persónubreytingum sjálf.

Í seinna skiptið þegar reynt var að nauðga mér var ég töluvert sterkari en í fyrra skiptið og það hafði ekki eins dramatísk áhrif á mig. Var bara svolítið áfall og allar fyrri minningar spruttu upp.

Ég veit að enginn hefur verið að segja að nauðgun sé ekkert gamanmál, en tilgangurinn með þessari frásögn var bara að benda á að þetta þurfa konur að hræðast á hverjum degi.
Afar sjaldgæft er að körlum sé nauðgað og ég efa að það sé það sem þið óttist þegar þið gangið einir úti um nótt.
Báðir mennirnir sem reyndu þetta voru mér alls ókunnugir, réðust bara að mér úti á götu.
Þegar ég var 12 ára lenti ég í sjálfeldu þannig að ég gat hvergi flúið, en var einstaklega heppin og tókst að stökkva að honum og hlaupa framhjá honum og sleppa þannig.
Staðreyndin er samt sú að flestar nauðganir eru framkvæmdar af mönnum sem stúlkurnar þekkja.
Hverjum á maður að treysta.... ef maður getur ekki einu sinni treyst vinum sínum?

Ég er auðvitað alls ekki að segja að karlmenn séu allir svona, nei þá væri ég löngu farin í klaustur eða flutt sem einbúi upp á fjall.
Flestir vinir mínir eru einmitt karlkyns og ég myndi ekki trúa upp á neinn þeirra svona óhugnað, en það er kannski einmitt málið. Konum er yfirleitt nauðgað af einhverjum sem þær hefðu aldrei trúað að myndi gera slíkt.

Æ þetta er orðið alltof langt, ég gef frekar út bók.

Munið að taka þetta alls ekki persónulega til ykkar strákar, ég er alls ekki að segja að allir karlmenn nauðgi eða svífyrði konur, en nú skiljiði kannski betur sterk viðbrögð frá svo mörgum konum hérna.

   (18 af 83)  
1/11/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Ég skil mjög vel sterk viðbrögð þegar svona lagað er haft í flimtingum, eins og Offari gerði fyrst. En að láta svona...

1/11/05 07:01

Jóakim Aðalönd

...eins og sumar, eftir að hann var búinn að taka það út.

1/11/05 07:01

Þarfagreinir

Já ...

Ég hef sjálfur verið aðeins viðloðandi átakið sem nefnist Nei, og er því einstaklega meðvitaður um nauðganir, og allt það.

Samt held ég að það sé engan veginn hægt að skilja þetta til fulls nema að hafa orðið fyrir einhverju svona sjálfur.

Það versta er auðvitað að, eins og þú lýsir, konur og stelpur sem verða fyrir barðinu á svona svívirðingum kenna sjálfum sér um og leggjast í sjálfsvorkun og þunglyndi.

Maður hefur líka heyrt óhuggulegar tölur um það hversu margar konur hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af einhverju tagi.

Þetta er því frekar langt frá því að vera gamanmál.

Nú er þetta orðið langt hjá mér líka, og læt ég því staðar numið. Enda bara á því að segja að mér finnst gott að við skulum vera að ræða þessi mál hér.

1/11/05 07:01

Þarfagreinir

Já Jóakim, ég sé samt ekki ástæðu fyrir að Jenna rauk svona upp, en held að það hafi verið rætt nóg. Ég efast um að fleiri styðji hana í að óska Offara dauða.

1/11/05 07:01

Tigra

Ég held að það sé ekki beint sjálfsvorkunn sem stelpur leggjast í þótt það sé vissulega þunglyndi Þarfi. Ég lagðist ekki í sjálfsvorkunn út af nauðgunartilrauninni þegar ég var 12 ára, sjálfsvorkunin kom ekki fyrr en seinna þegar ég var búin að sannfæra sjálfa mig um hversu ógeðsleg ég væri, bæði í útliti og að innan en samt var hatrið sterkara vorkuninni.
Þannig að jú þetta var tengt nauðgunartilrauninni, en þrátt fyrir það óbein orsök.
Ég vorkenndi mér ekki fyrir að hafa lent í þessu, en ég held að ég hafi á vissan hátt kennt mér um.

Mér fannst ég ekki geta talað um þetta við nokkurn mann og talaði ekki um þetta í mörg ár.
Ég sagði foreldrum mínum frá einhverju þegar ég kom hlaupandi heim hágrátandi, enda þurfti ég eitthvað að útskýra, en ég sagði þeim aldrei alla söguna og þau grunaði ekki hvað þetta var slæmt.

Það var ekki fyrr en ég lenti í mörgum áföllum seinna, að þetta boraðist aftur upp á yfirborðið og þá kom vel í ljós hvað ég hafði aldrei dílað við þetta á sínum tíma.

1/11/05 07:01

blóðugt

Gott rit Tigra og vekur fólk eflaust til meiri umhugsunar en rit Jennu, þar sem þitt er skrifað af yfirvegun en þó af tilfinningu. Ég lenti í svipaðri aðstöðu þegar ég var 14 ára. Það vildi bara til að lögreglan keyrði framhjá þar sem maðurinn hélt mér uppi, bókstaflega í lausu lofti, á hálsmálinu. Honum var kippt inn í bílinn en ég skilin eftir á götunni í frekar mikilli geðshræringu. Vissulega var ég þakklát fyrir að sleppa en ég hef aldrei skilið það hví ég var bara látin eiga mig.

Ég skil vel hörð viðbrögð við skrifum Offara en sjálf ákvað ég að taka þann pól í hæðina að svara ekki. Þetta var ekki svara vert.

1/11/05 07:01

Offari

Takk fyrir Tigra.

1/11/05 07:01

Vladimir Fuckov

Rjett, þetta vakti a.m.k. oss meira til umhugsunar.

Karlmenn geta t.d. lent í óþolandi uppáþrengjandi og blindfullu kvenfólki á t.d. skemmtistöðum. Þeir eru hinsvegar svo heppnir ef svo má segja að geta tiltölulega auðveldlega sagt nei og/eða komið sjer einfaldlega burt án teljandi vandræða eða jafnvel hættu (nema í algjörum undantekningatilvikum) - að gera slíkt getum vjer ímyndað oss að sje oftar erfiðara fyrir konur við þessar aðstæður (þó af augljósum ástæðum þekkjum vjer það eigi eins vel).

1/11/05 07:01

Hakuchi

Þarft og gott rit Tígra.

1/11/05 07:01

Skabbi skrumari

Þetta er fínasta félagsrit... og góð opnun fyrir verkefnið „Nóvember gegn nauðgunum" sem jafningafræðslan stendur fyrir... salút

1/11/05 07:01

B. Ewing

Gott og þarft rit Tigra. Bælingin getur komið fram hvenær sem er og þá sérstaklega við eitthvert áfall. Eftir því sem tíminn líður verður minningin (eða bælingin) erfiðari viðfangs.
Það er hægt að skrifa endalaust mikið um þessa hluti og margt flýgur um hugann. Um það ætla ég ekki að fjalla hér en tek undir með Þarfa.

1/11/05 07:01

Ívar Sívertsen

Mann setur hljóðan. Ég vissi reyndar að Tigra hefur gengið í gegnum all nokkur áföll á lífsleiðinni, áföll sem ég óska engum að lenda í. En þetta vissi ég ekki. Tigra á heiður skilinn fyrir að opna sig svona fyrir okkur og hreinsa þannig umræðuna.

Nauðgun er nefnilega ekki bara hrottafenginn kynferðis- og ofbeldisglæpur heldur getur hún eyðilagt sálarlíf viðkomandi einstaklings. Ég hef haft þá hugarfarsstefnu að ef ég þekki einhvern sem hefur nauðgað þá muni ég loka algerlega á viðkomandi í besta falli. Raunar myndi ég líklega gera viðkomandi lífið all svakalega leitt. Ég veit ekki til þess að nokkur sem ég þekki hafi framið slíkan verknað og vona að ég kynnist aldrei slíkum.

Hins vegar er ég alltaf til staðar fyrir vini mína sem lenda í hremmingum, hvort sem það er einelti eða nauðgun, og það vita þeir.

Hafðu þökk Tigra fyrir þessi skrif!

1/11/05 07:01

Ugla

Takk fyrir góða grein Tigra.

1/11/05 07:01

Rauðbjörn

Ég ætla að byrja á að segja að ég er ekki að búa til afsakanir fyrir gerendur, bara að færa inn aðra hlið á umræðunni sem flestir(við strákarnir þá helst) reynum að forðast.
Sem betur fer er mér (nógu) sama hvað ykkur (flestum) finnst til þess, þó svo að mér þyki vænt um ykkur öll.

Ég hef aldrei nauðgað einum eða neinum, samt gæti það gerst, sé maður nógu mikilli vímu eða í réttu(eða röngu) hugarástandi, getur hvað sem er gerst.
Það sem ég á við með þessu er fólk getur gert ýmislegt sem það sjálft taldi sig ómegnugt um(hef lent í því sjálfur) og séð verið síðan að rifna úr samviskubiti eftir það. Sennilega er það meginástæðan fyrir því að flestir umræddra geranda eru vinur eða kunningjar sem kvenfólk kann að sýna varnarleysi.
Og það er sennilega líka meginástæðan fyrir því að Dómsmálaráðuneytið hóf að veit þessum sömu gerendum sálfræðiaðstoð.

1/11/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Ég gleymdi þessu áðan: [Knúsar kisu]

Auðvitað hlýtur manneskja sem nauðgar annarri að vera í sjúku hugarástandi. Það á hins vegar að refsa fyrir slíkt, jafnvel þó þeim sé veitt sálfræðiaðstoð.

1/11/05 07:01

Tigra

Víma er engin afsökun. ENGIN!
Hugsaðu um alla þá karlmenn sem verða ofurölvaðir og útúrdópaðir og gera aldrei neitt þessu líkt.
Og hvað meinaru kvenfólk sem kann að sýna varnarleysi?
Hvað með börn? Gamalt fólk?
Auðvitað er það varnarlaust!
Ég á ekki til orð.

Víma getur valdið því að þú mígur á hund nágrannans eða sefur hjá einhverri fitabollu sem þú svo sérð eftir daginn eftir... en að gera eitthvað gjörsamlega á móti sínu siðferði?
Það held ég ekki.

Þú breytist ekki í nauðgara eða barnaníðing með vímunni einni saman.

1/11/05 07:01

Hakuchi

Ekkert frekar en Mel breyttist óvart í argasta rasista eftir nokkra bjóra.

1/11/05 07:01

Anna Panna

Eins og þeir segja; öl er innri maður. Ef þú gerir eitthvað ölvaður, sama hvað þú sérð mikið eftir því þá er það engu að síður ÞÚ sem framkvæmir og ég lít líka þannig á að áfengi/víma sé engin afsökun.

Ég held að sú staðreynd að karlmenn þekkja fáir nauðganir af eigin raun hafi áhrif. Þeir geta haft mikla samúð með fórnarlömbum og allt það en þegar það koma fréttir af nauðgunum þá hugsa þeir ekki „guð minn góður, þetta gæti komið fyrir mig,” en fyrir konur er það staðreynd. Ég gæti verið næst. Það eru nefnilega sorglega fáar konur sem hafa sloppið algjörlega við áreiti af hálfu karlmanna, hvort sem það er óvelkomið káf, nauðgun eða eitthvað þarna á milli.

Í sumar var mér gefið mace sprey með þeim orðum að þetta væri mér til verndar. Ég hló og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég myndi aldrei nota og henti því bara ofan í skúffu. Eftir fréttir síðustu daga er ég alvarlega farin að endurskoða þessa afstöðu mína. Ég er viss um að enginn karlmaður er að hugsa um að pakka mace í vasann af sömu ástæðu...

1/11/05 07:01

Tigra

Það er einmitt málið Anna.
Að því leitinu til stendur þetta miklu nær okkur konum heldur en þeim nokkurntíman.

1/11/05 07:01

Nermal

Fyrst vil ég hrósa þér Tigra fyrir það hugrekki að deila þessu með okkur. Nauðgari er eitthvert það al aumasta lífsform sem finnst á Jörðinni, og ættu refsingar við þessum ofbeldisglæp að vera mun harðari. Fyrsta brot.... nokkur ár í fangelsi. Annað brot.... GELDING..Ekki eitthvað efnafræðilegt kjaftæði heldur taka bara allt helvítis settið ! Ég á sjö systur og myndi persónulega vilja ganga frá hverjum þeim sem myndi gera þeim eitthvað svona !!

1/11/05 07:01

Finngálkn

Manni og konu er boðið upp á mismunandi viðbjóð á lífsleiðinni. Sumir eru felldir og standa aldrei upp aftur þrátt fyrir góða viðleitni.
Þú mátt hins vegar eiga það Tigra að þú skrifar um þetta af mikilli yfirvegun, eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.

1/11/05 07:01

Heiðglyrnir

Við eigum sko afmæli sama dag [ljómar upp af stolti]

1/11/05 07:01

Nornin

Tek undir með Önnu. Að ganga með mace á sér hefur mér alltaf fundist frekar mikil vænisýki, en ég fór á sjálfsvarnarnámskeið til að geta varið mig ef eitthvað kæmi uppá.

Það er stór partur af batanum að tala um það sem gerðist og hinar 3 vinkonur mínar sem hafa lent í nauðgun eru duglegar að ræða þetta, bæði sín á milli og við sálfræðinga.

Nauðgunartilraunir eru algengari en maður heldur.

1/11/05 07:01

Jarmi

Mér finnst soltið spes að flestar konur hafa lent í einhverju, en fæstir karlmenn hafa gert nokkuð.

Eru vissir menn svona svakalega duglegir í að vera óþverrar og hví leika þeir lausum hala?

Eða erum við kannski allir svona og lifum í afneitun sem er svo sterk að hún í raun og veru blokkerar út það sem við gerum? Algerlega? Það væri magnað.

Eða erum við að gera hluti sem 90% af konum finnst í lagi en 10% finnst ekki í lagi? Þessir hlutir eru svo 100 mismunandi og þegar allt safnast saman þá endar það í að 100% af konum lenda í einhverju sem þeim finnst ekki í lagi. Samt var hver karl bara að gera það sem hann hélt að væri í lagi (því jú, 90% af konum virtist líka það og hinar 10% jafnvel mótmæltu ekki við þá beint heldur forðuð sér bara).

Jæja, þegar allt kemur til alls, þá veit ég bara að ég naugða ekki og ég reyni yfirleitt að vera almennilegur.

Og Tigra, þú ert hörku gella! Átt hrós skilið fyrir hvað þú ert sterk og dugleg.

1/11/05 07:01

Tigra

Auðvitað er loðið hvað er óþverraskapur og hvað ekki, en ég er að tala um það þegar einhver gerir eitthvað sem konunni mislíkar.
Káfar, klípur, kyssir... án þess að hún vilji, og annað slíkt. Sumar konur kippa sér ekkert upp við smá káf, enda er ég ekki að tala um það, heldur þegar konunni mislíkar.
Þú hlýtur nú að taka eftir því ef kona vill ekki það sem þú ert að reyna?
Þá eru flestir sem myndu nú hætta, en ekki allir.

En takk annars fyrir hrósið.

1/11/05 07:01

Finngálkn

Passaðu þig á helvítinu honum Jarma... Hann er skæður andskoti!

1/11/05 07:01

Jarmi

Kysstu mig Finni! Og ekki reyna að sleppa frá mér druslinn þinn! Þú veist þú fýlar það!

[Teygir sig eftir Finngálkn]

HEY! Enga tungu helvítið þitt! Ojjjjjj!

1/11/05 07:01

Finngálkn

Jarmi! - Ég vissi ekki að þú værir með typpi!

1/11/05 07:02

krumpa

Flott rit.

1/11/05 07:02

Rauðbjörn

,,5. Rjúfa skal vítahring ofbeldis með því að styrkja meðferðarúrræði fyrir gerendur.''
-Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis (Unnin afDóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Félagsmálaráðuneytinu. http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Adgerdaaetlun.PDF)

Miðað við þau hörðu viðbrögð sem fyrra svar mitt við þessu félagsriti olli mætti halda að meiningin sé að gerendur nauðgana séu hreinlega allir samviskusnauðir siðblindingjar og ljósið í mannssálinni geti ekki skinið skærar en myrkrið.

1/11/05 01:00

Dexxa

Gott rit Tígra, og ég skil þig vel. Ég er einnig alveg sammála svari Nermals hér fyrir ofan!!

2/12/10 03:01

Þarfagreinir

Jæja, best að segja þetta hér; einhvers staðar verður að segja það og ég get ekki hugsað mér betri stað. Ég hef verið að vinna í atviki sem ég hef bælt allt of lengi, en Tigra hefur hjálpað mér mikið við að hreinsa mig undan. Eins og ég segi hérna fyrir ofan - maður skilur svona lagað ekki almennilega nema maður hafi lent í þessu sjálfur. Þannig er að þegar ég var lítill drengur (man ekki alveg hvað ég var gamall; kannski um 5 - 6 ára) þá var ég misnotaður (kannski frekar niðurlægður, en reynslan var samt alls ekkert skárri fyrir vikið) kynferðislega af einhverjum eldri drengjum sem ég man ekkert einu sinni hvernig litu út; smáatriðin eru það óljós. Það sem stendur hins vegar sterkast eftir er tilfinningin; eða stóð. Mér finnst hún vera að hverfa alveg, loksins - eins og tár í rigningu.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.