— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/05
Ég á ekki til aukatekið orð...

...eða jú... og þau nokkur.

Þannig er nú komið fyrir mér, að ég þarf að fara að kaupa mér buxur.
Þið megið trúa mér kæru samgestapóar, að ég hef enga unun af því að fara í búðir, hvorki stórar né litlar, hérlendis né erlendis.
Ég hlýt enga ánægju af því að ráfa um eins og viltur spói, þáfa og þukla á hinum ýmsustu klæðum í kringum gaggandi kvenálftir.
Verst er þó að kaupa skó, það forðast ég eins og heitan eldinn og þakka fyrir að ég þarf ekki í þá ferð núna.

Nei mér finnst ekki gaman að kaupa föt. Verst af öllu fatakyns eru buxur.
Þið hljótið að sjá rökin í þessu... það er ekki auðvelt að finna buxur sem passa á tígrisdýr, ég er einfaldlega ekki með eðlilegan vöxt í þetta.
Ég lendi alltaf í hrikalegum vandræðum og ég hata mátunarklefa meira en Hitler. (Þ.e. meira en ég hata Hitler, ekki meira en Hitler hataði mátunarklefa.)
Maður treður sér þarna inn með nokkrar flíkur, rífur sig úr fötunum til þess eins að einhver krakkaasni stingi hausnum undir hurðina og skoði á manni rassgatið.
Þegar barnið hefur verið dregið í burtu reynir maður að troða sér í hinar ýmsu stærðir, sem virðast aldrei vera í neinu samræmi eftir mismunandi framleiðendum.

Ef ég loks finn buxur sem passa utan um lærin, passa þær ekki utan um risavaxinn afturendann á mér.
Ef ég finn buxur sem passa um rassinn er strengurinn allt of víður og leggst ekki að mjóbakinu á mér, eða þá að strengurinn er svo lágur að ef ég sest, vellur rassinn út úr buxunum.

Þetta er óþolandi.
Alveg hreint óþolandi.

Ég er svona meðalmanneskja í stærð á alla kanta, en um leið og ég geng inn í fatabúð, virðist maður vera sendur í "stórar stelpur" deildina, þar sem maður er látinn vefja utan um sig tjaldi.
Flest allar hillur eru eingöngu fyrir anorexiu sjúklinga og gangandi beinagrindur og föt bjóða einfaldlega ekki upp á konur með mjaðmir og rass.
Já ég lendi líka stundum í þessu í bolakaupum þar sem að brjóstin vilja hreinlega ekki passa í bolinn, eða þá að hann er óþolandi pokalegur yfir mittið.

Mér er alveg sama þótt að öll módel séu horrenglur, en andskotinn, það má nú hanna föt í fleiri stærðum líka!

   (19 af 83)  
31/10/05 18:02

Nermal

Ég er kanski svona skrítinn... En mér finnast mjög grannar konur, svona eins og Paris Hilton ekkert flottar. Endilega hafa smá bossaling og brjóst. Skókaup eru oft ekkert spennandi. Úrvalið er ekkert svakalegt í stærð 46 - 47

31/10/05 18:02

Haraldur Austmann

Ég lenti í þessu í Sautján einu sinni. Reif buxur eftir buxur á feitum rassinum. Ju, hvað ég skammaðist mín.

31/10/05 18:02

Hakuchi

Hvenær ætlið þið konur að gera blóðuga uppreisn gegn kvenhatandi parísartískufasistunum sem vilja að þið lítið út eins og 11 ára strákar?

Blóðug bylting er það eina sem dugar. Benetton undir fallöxina og Lagerfeld á bálköstinn.

31/10/05 18:02

Tigra

Heyr heyr!
Helduru að við fáum einhver kjarnorkuvopn frá Vlad í verkið?

31/10/05 18:02

Galdrameistarinn

[Liggur í krampahlátursflogakasti eftir lesturinn]
Tigra. Þú ert kona. Og það helvíti mikil kona og með vöxtinn í lagi og hættu þessu kveini.

31/10/05 18:02

Húmbaba

Ég kaupi ekki föt.

31/10/05 18:02

Upprifinn

Tígra farðu í pils. það er miklu meira sexý þröngar buxur.

31/10/05 18:02

Þarfagreinir

Ég þoli ekki að kaupa föt heldur. Það sýgur úr manni andlega orku eins og moðerfökker.

31/10/05 18:02

Hakuchi

Kjarnorkuvopn eru of náðarsamleg vopn. Þau drepa of fljótt. Þessir viðbjóðsdurtar eiga að síga hægt ofan í sýrupit fyrir glæpi gegn sannri fegurð.

Mig hryllir við tilhugsunina um allar þær konur sem hafa hætt að vera gullfallegar til þess að þóknast þessu skrýmslum.

31/10/05 18:02

Anna Panna

Orð.

31/10/05 19:00

Vladimir Fuckov

Frábært fjelagsrit [Jafnar sig af hlátri]. Kjarnorkuvopn fáið þjer en enn skemmtilegra væri að nota elipton [Ljómar upp].

31/10/05 19:00

Ívar Sívertsen

Tigra, þú ert með fínan vöxt! Það er ekki eins og þú þurfir að þröngva þér í gegnum dyr vegna rassbreiddar...

31/10/05 19:00

B. Ewing

Eftir vísindaferð til Lundúnaborgar komst ég að raun um að þar ættir þú að komast í góðar búðir. Hvað skóna varðar þá skaltu kaupa Ecco skó því þeir eru þeir einu sem endast endalaust.

Hversvegna ég veit þetta, veit ég ekki.

31/10/05 19:00

Tigra

Það er ekkert til sem heitir "góðar búðir" bjúing minn.
Þær eru allar af hinu illa.

31/10/05 19:00

Jóakim Aðalönd

Það er einföld lausn á þessu vandamáli: Fara til Thailands og láta sauma allt á sig. Það gerði ég.

31/10/05 19:00

Tigra

Það er reyndar ári góð hugmynd Jóakim.
Mig langar líka til Thailands til að heimsækja Temple of the Tigers.
[Roðanar]

31/10/05 19:00

Ugla

Þú ert þó alla vega með brjóst! ha! HA! HA!
[stunsar í burtu og skellir á eftir sér]

31/10/05 19:00

Vladimir Fuckov

Hvernig væri að banna einfaldlega kvenföt ? [Ljómar upp í augnablik en verður síðan örlítið vandræðalegur]

31/10/05 19:00

Þarfagreinir

Ég styð það heilshugar.

31/10/05 19:00

Upprifinn

Hjartanlega sammála forseta vorum.
Hann lengi lifi. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra. húrra.

31/10/05 19:00

Tigra

Já... þá deyjum við allar úr lungnabólgu og kuli þið sitjið einir uppi með hvorn annan.

31/10/05 19:00

Þarfagreinir

Nei nei ...

Við höldum ykkur bara inni í eldhúsi þar sem ykkur hlýnar út frá eldavélinni.

31/10/05 19:00

Sloppur

Hvurslags er þetta?

Tigra mín, fáðu þjér bara slopp og málið er dautt! Við Slopparnir erum margir hverjir Non-seksjúal og þá þarf ekkert að vera að vesenast um kalla og kvenföt.
[sparkar laust í sköflunginn á Þarfa fyrir að ýta Hvæsa frá eldavjélinni!]

31/10/05 19:00

Vladimir Fuckov

Hakuchi hækkar einfaldlega hitastillinguna á veðurvjelinni og þá verður þetta eigi vandamál [Ljómar aftur upp].

31/10/05 19:00

Rauðbjörn

Ég man eftir einni mjög athyglisverðri ferð sem við fórum saman í H&M Rowells í Kaupmannahöfn.
Tígra lýgur ekki. Hún hatar að versla föt.
Hatar það meira en ég.

31/10/05 19:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Já, það er alveg merkilegt að föt hönnuð fyrir kvenmenn skuli bara engan veginn passa á sagða kvenmenn. Í þessu tilfelli get ég sagt eitt jákvætt um Spán (og þeir hlutir sem falla í þann flokk eru fáir), að þeir þarna fyrir sunnan hafa ákveðið að banna fyrirsætum að vera *of* grannar.

Ég ætla að fara að sauma mín eigin föt.

[Missir saumavélina á fótinn á sér]

31/10/05 19:00

Sloppur

Er skraddaratitill minn orðinn algerlega marklaus?

[Tekur saumavjél Rýtingu af fæti hennar, en missir hana svo á hinn fótinn. Biðst afsökunar og býðst til að sauma klæðin]

31/10/05 19:01

Ned Kelly

Hvernig er það eiginlega, þekkist þið í alvöru gott fólk?

Annars geng ég aldrei í buxum. Þær eru eitthvað svo heftandi.

31/10/05 19:01

Þarfagreinir

Sumir þekkjast í raunheimum já.

Lítið land og svona.

Ég vonast þó til að sjá einhver ný andlit á árshátíðinni. Þið sem hafið ekki látið sjá ykkur áður hafið lítið annað að óttast en óttan sjálfan. Og reyndar líka að Tigra bíti af ykkur hausinn, en það gerir hún ekki nema þið hagið ykkur illa.

31/10/05 19:01

Gaz

iss piss. Ég er hætt að kaupa buxur! Sauma bara!

31/10/05 19:01

Limbri

Kraftgalli eða nekt. Fer eftir veðri.

Það eru mín tilmæli til þeirra sem málið varðar.

-

31/10/05 19:01

Úlfamaðurinn

Tigra - ég skil þig vel. Sjálfur ígrunda ég fötin mín afar sjaldan.

31/10/05 19:01

Hvæsi

Búbbi.. Ég fór einmitt til lundúna í vísindaferð, og það eina sem ég gat eytt peningunum mínum í voru leigubílar og brennivín, því fötin þar bara passa ekki.

31/10/05 19:01

Litla Laufblaðið

Ég skil þig ákaflega vel Tigra mín. Það getur verið erfitt að hafa svona djúsí rassa og brjóst eins og við höfum.
Það er t.d. erfitt fyrir mig að finna jakka sem ég get heppt yfir brjóstin, ef ég get það eru ermarnar yfirleitt allt of víðar!

31/10/05 19:01

Sundlaugur Vatne

Stelpur mínar, þið eigið bara að vera stoltar af því hvernig þið eruð. Hvort sem þið eru hávaxnar eða lágvaxnar, breiðvaxnar eða mjóslegnar. Þið eruð allar heillandi hver á sinn hátt.
Stolt kona, sem er sátt við sjálfa sig er alltaf heillandi.
Hætti svo að láta tízkuhönnuðina gera ykkur að fíflum aftur og aftur. Annars glatið þið neistanum sem við strákarnir erum svo hrifnir af.

31/10/05 19:02

Jóakim Aðalönd

Jamm og farið svo til Thailands að láta sauma á ykkur fötin. Þau eru hræódýr og það er pottþétt að þau passa á YKKUR; ekki endilega Kate Moss (sem er bara hreint ekkert heillandi...).

31/10/05 20:00

feministi

Hættu þessu urri Tigra mín, komum að horfa á Týru í sjónvarpinu.

31/10/05 20:01

Þarfagreinir

Hættu þessu urri Týra mín, komum að horfa á Tigru í sjónvarpinu.

Afsakið, stóðst ekki mátið.

31/10/05 21:00

bhelgason

Það er ekki utlitið sem skiptir máli heldur innri manneskjan. ( þú getur verið fegurðar drottning að utan, en rotinn að innan).

31/10/06 22:01

Garbo

Orð í tíma töluð, Tígra.
Hafið þið tekið eftir því hvað maður sýnist líka miklu feitari í flóðlýsingu mátunarklefans heldur en heima? Ég mæli samt ekkert endilega með því að kaupa allt upp úr pöntunarlistum!

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.