— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/05
Ellin skellur á

Ég var að fá fréttir áðan, sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að meðhöndla.
Þær eru bæði ofboðslega góðar.... en um leið ofboðslega slæmar.
Þannig vill það til að ég á bróður... sem á dóttur... og dóttir hans er ólétt.
Það er fínt að hún sé að eignast barn þannig séð, komin út í nám og býr með kærastanum og svona.......
....en það sem þetta þýðir líka... er að ÉG ER AÐ VERÐA AFASYSTIR!!
Ég er bara 21 árs! Ég vil ekki verða afasystir!
ÉG ER OF UNG TIL AÐ DEYJA!
Eða þúst þannig.

Mér finnst ég allt í einu vera orðin ofboðslega gömul.

   (20 af 83)  
31/10/05 02:01

Offari

Þú lifir þetta af, verst verður þegar þú verður amma.

31/10/05 02:01

Þarfagreinir

Áttu ekki bara gamla foreldra Tigra mín?

31/10/05 02:01

Tigra

Þarfi... mamma mín er ekki orðin amma... mamma mín er ekki einu sinni orðin afasystir!
[Reytir hár sitt]

31/10/05 02:01

Furðuvera

Ég er nú sextán ára föðursystir stráks sem er jafngamall mér. Það er bara gaman!

31/10/05 02:01

Tigra

Já... Ég varð einmitt föðurystir þegar ég var ársgömul. Það var samt einhvernvegin alveg eðlilegt og miklu ásættanlegra en þetta.

31/10/05 02:01

Galdrameistarinn

Ef við skoðum þetta raunsætt, þá verður þú orðin langafasystir eftir 20 ár ef þetta verður strákur og hann "stendur" sig í stykkinu.
[Glottir]

31/10/05 02:01

hlewagastiR

„Ég er afi minn. “ Sígild speki.

31/10/05 02:02

Hrani

Einhvernveginn held ég að það sé minna mál að vera afasystir heldur en ömmusystir.
Að vera ömmusystir held ég að sé soldið mikið gamalt.

31/10/05 02:02

Tigra

Það er held ég alveg það sama... enda hugsa ég að það séu ekki mörg ár í að ég verði ömmusystir líka.

31/10/05 02:02

Galdrameistarinn

Rétt "gamla" mín.

31/10/05 02:02

blóðugt

Það er engin leið að ég geti orðið afasystir, en ömmusystir gæti ég orðið, vonandi verður það ekki fyrr en eftir a.m.k. 10 ár, systurdóttur minnar vegna.

31/10/05 02:02

Nermal

Það unnu með mér mæðgur, þær voru óléttar á sama tíma. Stelpan af sínu öðru barni og mamman af sínu 6. held ég

31/10/05 02:02

Hvæsi

Til hamingju með það gamla mín.

<Pantar ullasokka og pönnsur á sunnudögum>

31/10/05 02:02

Hvæsi

Ég ætla að nota tækifærið og panta ullarsokka hjá þér gamla mín, sem og pönnsur í hádeginu á sunnudögum.

31/10/05 02:02

Tigra

Pffrr... ég ætla að verða rokk ömmusystir!
Kenna barninu um alvöru rokk og enga helvítis ullarsokka!
Auk þess ert þú kokkurinn og ættir að bjóða gömlu konunni í pönnukökur.

31/10/05 02:02

hlewagastiR

Hey Tigra, þú sagðir þennan „ég-er-bara-21-árs“-brandara líka á Saltvíkurhátíðinni 1971 - og jafnvel þá trúði þér heldur enginn. Og sjálf værir þú minnst 18 barna amma ef klamidían hefði ekki leikið dætur þínar svona grátt.

31/10/05 02:02

Vladimir Fuckov

Oss finnst sem vjer höfum yngst. Allt í einu erum vjer miklu yngri en Tigra eftir að hafa fram að þessu verið miklu eldri [Ljómar upp].

31/10/05 02:02

Upprifinn

vonandi verða kettlingarnir bröndóttir eins og gamla frænka.

31/10/05 02:02

feministi

Iss þetta er ekkert ég er amma og þó ekki nema rúmlega þrettán ára gömul.

31/10/05 02:02

Tigra

Hversu mikið rúmlega?

31/10/05 02:02

Jóakim Aðalönd

Haha, ég er mun eldri en þú Tigra mín og ég er ekki einu sinni orðinn föður- eða móðurbróðir. Ég er síungur! Mwahahahaha!!

Pundaðu svo einni pönnsu á mig gamla mín...

31/10/05 02:02

Tigra

Þú ert ekkert mun eldri en ég!
Þú ert bara ný orðinn 3 ára, ég varð það 26 september!

31/10/05 03:00

Vladimir Fuckov

Vjer munum alveg sleppa við þetta 'vandamál'. Vjer vorum nefnilega allt í einu að átta oss á að eigi getum vjer orðið afasystir. MÚAHAHHAHAH !

31/10/05 03:00

Tigra

Iss... þú verður bara afabróðir í staðin.

31/10/05 03:00

krumpa

Samhryggist - held samt að svona ruglingur sé algengur í fjölskyldum - tvímenningur minn á barnabörn sem eru jafngömul mér og langamma mín, væri hún á lífi, væri 142 ára!

31/10/05 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað minnir mig á söguna um Unga ekkju sem bjó til samans með tvítugri stjúpdóttur sinni.
hetja vor kvæntist ekkjunni. Faðir hans varð ástfanginn í stjúpdóttur sonar síns . þarafleiðandi varð eiginkona hetju okkar stjúpmóðir tengdaföðurs sins, hans stjúpdóttir varð líka hans stjúpmóðir. Stjúpmóðir hans(stjúpdóttir eiginnkonu hans) fæddi son sem var bróðir hans
og barna barn konu konu hans og þaraf leiðandi gerðist hann móðurafi hálfbróðurs sins. Eiginkona hetju okkar fék líka son, stjúpmóðirinn
er hálfsystirirbarnsins og líka amma þess Faðir hetju okkar er mágur barna barns síns og hetjan stjúpbróðir sonar síns og mágur móður sinnar og afi sjálfss síns eða þannig lagað held ég

31/10/05 03:01

Tigra

Hehe... Krumpa... ef langafi minn væri á lífi, væri hann 166 ára. Hann hefði verið 145 þegar ég fæddist.

31/10/05 03:01

Vladimir Fuckov

Ótrúlega skemmtileg flækja er GEH lýsir og m.a.s. vjer hefðum eigi getað lýst henni í styttra eða skiljanlegra máli.

31/10/05 03:01

Skabbi skrumari

Langalangaafi minn hefði orðið 164 ára í dag... ef hann hefði lifað...

31/10/05 03:01

feministi

Ég er tæplega þrjátíu árum eldri en 13 ára og er ömmusystir ömmubarnsins míns og nú er ég ekki að ýkja.

31/10/05 03:02

Upprifinn

Iss Langalangafi minn yrði 198 ára í þessum mánuði.

31/10/05 03:02

Upprifinn

Já og konan hans hún langa lang hefði orðið 200 í vór síðastliðið.
sjálfur er ekki orðinn fertugur.

31/10/05 03:02

Tigra

[Andvarpar[/]
Langalangafi minn væri 205 ára.
Og ég er töluvert yngri en þú.

31/10/05 03:02

Vladimir Fuckov

Langafi vor væri rjett rúmlega 150 ára [Hrökklast afturábak og hrökklast við].

31/10/05 04:00

Jóakim Aðalönd

Hættu að varpa mér Tigra. Hvar eru svo pönnsurnar?

31/10/05 04:01

Ísdrottningin

Kannast við svona flækjur, á unga móðursystur (2. árum eldri en ég) og eitthvað er um að börn af sitthvorri kynslóðinni séu fædd á svipuðum tíma í mínum ættum.

31/10/05 04:01

Ísdrottningin

Hvað er annars að ullarsokkum?
Það er enn betra að rokka ef manni er hlýtt á fótunum.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.